Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 52
32 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Tónlistarferill Ladda hefur setið á hakanum lengi, en nú verður breyting þar á. Ný plata með honum, sú fyrsta síðan Of feit fyrir mig kom út árið 1990, er væntanleg í júní. „Það er komið langt útgáfuhlé, ég veit nú bara ekki hvað veldur. Ég kom mér bara aldrei að þessu, einhvern veginn. Svo var farið að þrýsta á mann með plötu, og alltaf meira og meira, svo ég sagði bara ókei á endanum,“ segir Laddi. Plat- an verður ekta Ladda-plata á léttu nótunum með erlendum lögum í bland við frumsamin, en Laddi gerir alla texta. „Nei, nei, þetta er ekki konsept- plata um bankahrunið, enda væri það nú bara leiðinlegt!“ segir Laddi. „Þetta eru bara skemmti- leg lög og skondnir textar. Það koma einhverjir karakterar við sögu, Eiríkur Fjalar, Saxi lækn- ir og Mói til dæmis. Platan var tilbúin fyrir nokkru en það var svo mikið annað að gerast hjá mér að það var ákveðið að fresta henni. Svo ákváðum við að bæta einu lagi við sem við erum að taka upp núna. Fyrstu lögin af plötunni ættu að fara að heyrast bráðlega.“ Plötuna gerir Laddi með Björgv- ini Halldórssyni í Hljóðrita í Hafnarfirðinum. „Við byrjuðum á þessu fyrir ári síðan. Bó treð- ur sér auðvitað að og tekur allar bakraddir. Platan heitir Bland í poka enda eru alls konar lög á henni. Eiríkur Fjalar er til dæmis með eldgamalt fyndið lag, „Fly- ing purple people eater“. Hjá mér er það um kakkalakka. Ég fékk þá hugmynd á Majorka fyrir einu og hálfu ári síðan eftir að við fund- um kakkalakka í íbúðinni okkar. Svo eru þarna lög eftir mig sem eru í mínum anda, ekkert rosa- lega mikið grín, en skondnir textar.“ Platan á að koma út 10. júní og Laddi er spenntur. „Ég held að þetta sé fín plata. Ég er alla- vega mjög bjartsýnn. Við erum að ræða málin hvernig sé best að fylgja henni eftir. Það stendur jafnvel til að gera eitt myndband. Eða tvö.“ drgunni@frettabladid.is Fyrsta plata Ladda í 20 ár LADDI SNÝR AFTUR Á PLÖTU Eiríkur Fjalar syngur um kakkalakka á nýju Ladda-plötunni, Bland í poka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Idol-dómarinn Kara DioGuardi telur að fáir muni geta fetað í fótspor Simons Cowell í Amer- ican Idol. Cowell yfirgefur Idol eftir að þessari þáttaröð lýkur og byrjar með bandaríska útgáfu af X-Factor. „Að finna einhvern sem hefur mikla þekkingu á tón- list og er einnig áhugaverður persónuleiki verður erfitt verk- efni,“ segir Kara, sem stingur upp á plötuútgefandanum Tommy Mottola, fyrrverandi eiginmanni Mariu Carey, sem góðum kosti. „Ég er ánægð með Tommy Mott- ola því hann hefur hjálpað mörg- um að verða stjörnur. Það mikil- vægasta er að næsti dómari þarf að vera sterkur persónuleiki.“ Vill Mottola í stað Cowells Söngkonan vinsæla Lady GaGa mun hugsanlega leika fyrir Quentin Taran- tino í einhverjum af næstu myndum hans. GaGa og Tarantino ræddu saman eftir að leikstjórinn lán- aði henni Pussy Wagon-bílinn, sem var notaður í mynd- inni Kill Bill, vegna myndbandsins við lagið Telephone. „Quentin er mikill aðdáandi GaGa og hrífst mjög af persónu- leika hennar,“ sagði kunningi leikstjórans. „Hann er þegar búinn að fá hana í nokkur verkefni. Eitt þeirra verður líklega hlutverk leigumorðingja.“ Tarantino vill fá GaGa Jim Carrey var úrvinda eftir að hafa þurft að léttast um mörg kíló fyrir leik sinn í myndinni I Love You Phillip Morris. Í einu atriði myndarinnar liggur hann í fang- elsisrúmi þar sem greinilega sést í rifbeinin á honum. „Síðustu vik- una fyrir myndina drakk ég dálít- inn tómatsafa af og til og fékk mér smá vatn til að halda mér á lífi,“ sagði Carrey. „Síðustu tvo dagana fyrir aðaltökurnar var ég orðinn mjög grannur. Ég hætti algjör- lega að borða og fékk mér bara smá sopa af vatni, eins og afrísk- ur hlaupari.“ Í myndinni leik- ur Carrey svikahrapp sem flýr margoft úr fangelsi til að geta hitt samkynhneigð- an elskhuga sinn. „Ég var algjörlega búinn á því. Mér leið eins og göml- um manni síðustu tvo dagana og var algjör- lega orku- laus. Þetta var algjör sadismi,“ sagði hann. Carrey borð- aði ekki neitt Ný Beastie Boys plata, Hot Sauce Committee Part I, var tilbúin í fyrra. Áður en henni var komið út greindist einn strákanna, Adam Yauch, með krabbamein svo plöt- unni var slegið á frest. Læknis- meðferð hefur gengið vel og er nú talað um að platan líti dagsins ljós í september með tilheyrandi tónleikaferðalagi. Hljómsveitin ætlar að nota tímann til að eiga lítillega við plötuna. Hillir undir Beastie Boys JIM CARREY Leikur hans í myndinni I Love You Phillip Morris tók virkilega á. LADY GAGA GaGa leikur hugsanlega leigumorð- ingja í næstu mynd Quent- ins Tarantino. > FINCHER MEÐ ENDURGERÐ Miklar líkur eru á því að David Fincher leikstýri Hollywood-end- urgerð á sænsku spennumynd- inni Karlar sem hata konur. Hann á að baki myndir á borð við Seven og Fight Club. Steve Zallian, sem skrifaði handritið að Schindler´s List og American Gangster, hefur þegar verið ráð- inn sem handritshöfundur. Þótt Tiger Woods ætli að keppa á Mast- ers-mótinu í apríl þá heldur farsinn í kringum einkalíf hans áfram. Nú hefur klámmyndaleikkonan Joslyn James opnað heila heimasíðu sem er tileinkuð einkar klámfengnum sms-skilaboðum til hennar á þeim tíma sem þau eiga að hafa verið að hittast. Þótt Tiger og Elin séu nú að vinna í sínu hjónabandi þá virðast hjákonurnar njóta sviðsljóssins sem þetta kynlífshneyksli hefur alið af sér. Jafn borgaralegt blað og Frétta- blaðið getur ekki haft allt eftir sem Tiger á að hafa skrifað ástkonu sinni. Breska blaðið The Sun birtir brot úr smáskilaboðunum og þar kemur fram að Tiger virðist hafa haft gaman af fremur ruddalegum og ofbeldisfull- um kynlífs athöfnum sem fólust meðal annars í hártogunum, rassskellingum og annars konar barsmíðum. Joslyn var meðal þeirra fyrstu sem stigu fram og greindu frá ástarsambandi sínu við Tiger. Hún hefur haldið því fram að Tiger hafi í tvígang gert sig ólétta; hún hafi hins vegar misst fyrra fóstrið og farið í fóstureyðingu í seinna skiptið. Ástkonur Tigers geta ekki hætt Í VONDUM MÁLUM Vandamál Tigers eru hvergi nærri horfin þótt tilkynnt hafi verið að hann mæti á Masters-mótið í apríl. NORDICPHOTOS/GETTY Helgarblað Kann vel við sig í leikstjórastólnum Kóngavegur Valdísar Óskarsdóttur frumsýndur á föstudaginn Margir ætla að græða á hruninu Ísland er kjörlendi hrægamma í viðskiptalífinu Rökstólar helgarinnar Mundi Vondi og Bjarni Snæðingur bera saman bækur sínar Unglingar og eldri borgarar ráða í slangur fyrr og nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.