Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 58
38 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR IE-deild karla: Snæfell-KR 86-90 Stig Snæfells: Sean Burton 21, Hlynur Bærings- son 19, Jón Ólafur Jónsson 18, Sigurður Þorvalds- son 12, Emil Jóhannsson 12, Sveinn Davíðsson 4. Stig KR: Pavel Ermolinskij 23, Brynjar Þór Björns- son 19, Morgan Lewis 13, Finnur Magnússon 10, Darri Hilmarsson 9 Tommy Johnson 7, Jón Orri Kristjánsson 5, Fannar Ólafsson 4. ÍR-Grindavík 91-89 ÍR: Robert Jarvis 29, Nemanja Sovic 22, Hreggvið- ur Magnússon 19, Eiríkur Önundarson 7, Kristinn Jónasson 6, Steinar Arason 5, Davíð Fritzson 3. Grindavík: Darrell Flake 22, Guðlaugur Eyjólfsson 19, Ólafur Ólafsson 18, Páll Axel Vilbergsson 13, Brenton Joe Birmingham 9, Ómar Örn Sævarsson 4, Arnar Freyr Jónsson 4, FSu-Njarðvík 72-113 FSu: Cristopher Caird 30, Aleksas Zimnickas 15, Kjartan Kárason 13, Jake Wyatt 6, Birkir Víðisson 3, Orri Jónsson 3, Sæmundur Valdimarsson 2. Njarðvík: Hjörtur Hrafn Einarsson 24, Guðmund- ur Jónsson 22, Nick Bradford 22, Friðrik E. Stefánsson 15, Rúnar Ingi Erlingsson 9, Kristján Rúnar Sigurðsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 7, Egill Jónasson 2, Elías Kristjánsson 2. Keflavík-Hamar 107-100 Keflavík: Uruele Igbavboa 19, Draelon Burns 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 17, Gunnar Einarsson 13, David Thor Jonsson 11, Þröstur Leó Jóhanns- son 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7, Sverrir Þór Sverrisson 6, Gunnar H. Stefánsson 6 Hamar: Andre Dabney 38, Marvin Valdimarsson 29, Viðar Örn Hafsteinsson 11, Páll Helgason 10, Oddur Ólafsson 5, Hilmar Guðjónsson 3, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Svavar Pall Palsson 2. Stjarnan-Breiðablik 109-86 Stjarnan: Jovan Zdravevski 19, Justin Shouse 17, Djorde Pantelic 15, Fannar Freyr Helgason 14, Magnús Helgason 13, Birkir Guðlaugsson 9, Ólafur J. Sigurðsson 9, Kjartan Atli Kjartansson 5, Guðjón Lárusson 3, Erling Gauti Jónsson 3. Breiðablik: Jeremy Caldwell 16, Jonathan Schmidt 15, Daníel G. Guðmundsson 13, Arnar Pétursson 8, Aðalsteinn Pálsson 7, Þorsteinn Gunnlaugsson 7, Hjalti Friðriksson 5, Gylfi Geirs- son 5, Ágúst Angantýsson 5, Ágúst Orrason 3. Fjölnir-Tindastóll 83-86 Fjölnir: Christopher Smith 21, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 16, Ægir Þór Steinarsson 16, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Jón Sverrisson 8, Sindri Kárason 6, Tómas Heiðar Tómasson 4. Tindastóll: Donatas Visockis 22, Cedric Isom 18, Svavar Atli Birgisson 15, Helgi Rafn Viggósson 14, Axel Kárason 10, Friðrik Hreinsson 7 LOKASTAÐAN: KR 22 18 4 2057-1802 36 Keflavík 22 17 5 2069-1776 34 Grindavík 22 16 6 2063-1769 32 Stjarnan 22 15 7 1901-1773 30 Njarðvík 22 15 7 1953-16722 30 Snæfell 22 14 8 2070-1842 28 Tindastóll 22 9 13 1835-1962 18 ÍR 22 8 14 1862-2005 16 Fjölnir 22 7 15 1771-1915 14 Hamar 22 7 15 1859-1974 14 Breiðablik 22 5 17 1720-2018 10 FSu 22 1 21 1640-2242 2 N1-deild karla: Akureyri-FH 33-30 (18-12) Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretars- son 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%. Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan). Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4). Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni). HK-Fram 24-25 Haukar-Grótta 24-23 Stjarnan-Valur 21-18 STAÐAN: Haukar 16 12 2 2 408-377 26 Akureyri 16 10 2 4 437-401 22 FH 16 9 1 6 453-426 19 HK 16 9 1 6 434-411 19 Valur 16 8 2 6 395-377 18 Fram 16 4 1 11 412-447 9 Grótta 16 4 0 12 395-432 8 Stjarnan 16 3 1 12 364-428 7 Evrópudeild UEFA: Liverpool-Lille 3-0 Liverpool fór áfram, 0-1, samanlagt. Fulham-Juventus 4-1 Bobby Zamora, Zoltan Gera 2 Clint Dempsey - David Trezeguet. Fulham fór áfram, 5-4, samanlagt. Marseille-Benfica 1-2 Benfica fór áfram, 2-3, samanlagt. Standard Liege-Panathinaikos 1-0 Standard fór áfram, 4-1, samanlagt. Werder Bremen-Valencia 4-4 Valencia fór áfram með fleiri útivallarmörk. Anderlecht-HSV 4-3 HSV fór áfram, 5-6, samanlagt. Sporting Lisbon-Atletico Madrid 2-2 Atletico fór áfram með mörkum á útivelli. ÚRSLIT HANDBOLTI Akureyri seig fram úr FH og HK í toppbaráttu N-1 deild- arinnar með góðum sigri á FH fyrir norðan. Lokatölur voru 33-30 í leik sem varð æsispennandi. FH hafði unnið alla þrjá leiki liðanna á tímabilinu þar til í gær. Akureyringar virkuðu gríðar- lega ákveðnir og þeir höfðu orð á því fyrir leikinn að þeir minnt- ust orða Pálmars Péturssonar eftir síðasta sigurleik FH þar sem Húsvíkingurinn sagði að Akur- eyri spilaði leiðinlegan handbolta. Akureyri kafsigldi FH strax í byrj- un og komst í 5-1 og það vottaði ekki fyrir leiðindum í leik liðsins. Sókn Akureyrar var ágæt en með engri markvörslu FH hefði liðið getað skorað enn fleiri mörk en þau 18 sem liðið gerði í fyrri hálf- leik. Staðan var 18-12 í hálfleik. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna í upphafi seinni hálfleiks. Pálmar fór að verja, Akureyring- ar að skjóta illa og hraðaupphlaup FH gerðu gæfumuninn. Ótrúleg- ar upphafsmínútur og allt í einu gríðarleg spenna komin í leikinn. Akureyringar voru hinu sígilda skrefi á undan, en stutt var það. Staðan var jöfn þegar tíu mínútur lifðu leiks, 25-25. Ólafur Guðmundsson fékk rautt spjald eftir þrjár brottvísanir og Akureyri komst yfir. FH var skammt undan en smám saman sigldi Akureyri fram úr. Liðið náði tveggja marka forystu sem það hélt út leikinn. „Við vorum allir með allt gjör- samlega lóðrétt niður um okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Pálmar sem er nýorðinn faðir. Hann vildi ekki meina að það hefði haft áhrif á markvörslu hans í leiknum. „Vörnin var skelfileg, markvarsl- an hörmung en Akureyringar mjög einbeittir. Ég verð að hrósa Akur- eyringum, þetta er hrikalega erf- iður útivöllur. En ég hef engar afsakanir, þetta var bara ógeðs- lega lélegt,“ sagði Pálmar. „Pálmar kveikti í okkur, sem og þessi þrjú töp gegn FH,“ sagði Heimir Örn Árnason. „Við vorum með meira blóð á tönnunum í kvöld en áður. Við erum bara orðnir betri en við vorum fyrir áramót,“ sagði Heimir. - hþh Akureyringar efldust við orð Pálmars Péturssonar, markvarðar FH, um að liðið spilaði leiðinlegan handbolta: Við vorum með meira blóð á tönnunum MAGNAÐUR Árni Þór Sigtryggsson er loksins kominn í gang hjá Akureyri og hann átti magnaðan leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Robert Jarvis, leik- maður ÍR, sá um Grindvík- inga í hörkuleik sem fram fór í Breiðholti. Heimamenn í ÍR byrjuðu leik- inn með miklum látum og voru að hitta vel. Grindvíkingar voru lengi í gang og höfðu ekki svör við flugeldasýningu ÍR-liðsins. Heimamenn voru sterkari allan fyrri hálfleikinn en gestirnir náðu að vinna sig inn í leikinn og tóku yfirhöndina í þriðja leik- hluta, staðan var þá 62-69. Síðasti leikhlutinn var stórkost- leg skemmtun og mikil spenna ríkti allt þar til Robert Jarvis kláraði leikinn undir lokin með frábærum stigum. Jarvis skor- aði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum, bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppn- ina. „Maður er auðvitað alltaf svekktur þegar að maður tapar, það skiptir ekki á móti hverjum það er. Ég veit ekki hvað gerð- ist, við náðum forskoti þarna í þriðja leikhluta og náðum að halda okkur inni en það var ekki nóg,” sagði Ólafur Ólafsson sem átti fínan leik í kvöld með 18 stig og bauð meðal annars upp á rán- dýrar troðslur sem vöktu mikla lukku áhorfenda. - rog Grindavík í þriðja sætinu: Jarvis kom ÍR í úrslitakeppnina EKKI DAUÐIR ÚR ÖLLUM ÆÐUM ÍR minnti hressilega á sig í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Liverpool er komið áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir 3-0 sigur á franska liðinu Lille í gærkvöld. Lille vann fyrri leik liðanna, 1-0. Steven Gerrard kom Liver- pool yfir snemma leiks með afar umdeildri vítaspyrnu sem Bras- ilíumaðurinn Lucas fiskaði. Það mark létti pressunni af heima- mönnum. Fernando Torres var sprækur í leiknum og hann kom Liverpool í 2-0 með laglegu marki í upphafi síðari hálfleiks. Lille var samt alltaf komið áfram með einu marki og liðið fékk færi til þess að ná því marki en nýtti ekki. Það var síðan vel við hæfi að Spánverjinn Torres skyldi klára leikinn endanlega undir lokin. Fékk boltann á markteig og lagði hann snyrtilega í netið. Mennirnir sem hafa borið þetta lið á bakinu eru vaknaðir til lífsins á ný - hbg Liverpool komst áfram í Evrópudeildinni í gærkvöld: Stjörnur Liverpool vaknaðar til lífsins GÓÐUR Torres skoraði tvö mörk í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI KR-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í þriðja sinn með fjögurra stiga sigri á Snæfelli í Stykkishólmi í gær og það ætti að boða gott fyrir lokaúrslitin í ár því liðið fylgdi deildarmeistaratitlin- um 1990 og 2009 með Íslandsmeist- aratitli í úrslitakeppninni. Pavel Ermolinskij sýndi frábæra takta á lokamínútunum í Stykkis- hólmi þegar KR-ingar tryggðu sér heimavallarréttinn út alla úrslita- keppnina. KR-ingar kláruðu leik- inn þrátt fyrir að hafa fengið sjóð- heitar fréttir á lokamínútunum um sigur ÍR á Grindavík sem þýddi að þeir mættu í raun tapa. Pavel setti niður tólf stig á síðustu sjö mínút- unum og það vó þungt. „Mér fannst eins og ég þurfti að taka af skarið. Þeir voru að loka mjög vel á okkur og ef það var einhver leikur þar sem ég þurfti að taka af skarið þá var það þessi leikur. Ég ákvað bara að kýla á það og það gekk upp,“ sagði Pavel Ermonlinskij kátur í leikslok. „Þeir eru með virkilega sterkt lið og ég er mjög hrifinn af þessu Snæfellsliði sem er sterkasti and- stæðingurinn sem ég hef spil- að á móti hingað til á Íslandi. Ég hlakka bara til að mæta þeim aftur í úrslitakeppninni,” sagði Pavel. „Pavel er ofboðslega góður og það er gjörsamlega út úr kortinu að hann skuli vera hérna. Hann er alltof góður fyrir þessa deild en hann er hérna og það er frá- bært fyrir boltann,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæ- fells, en hann var ekki sáttur við leik sinna manna og þá sérstaklega með öll sóknarfráköst KR-inga. „Við fáum vonandi aftur tækifæri á móti KR og þá tökum við þá. Við erum búnir að spila á móti Grinda- vík áður og getum alveg gert betur en við gerðum á móti þeim síðast í deildinni. Við erum að fara erfiða leið, það hefur ekkert lið í sjötta sæti gert einhverjar rósir í úrslita- keppninni þannig að það er áskor- un fyrir okkur. Við tökum bara á þessu,“ sagði Ingi Þór. Leikur ÍR og Grindavíkur kláraðist nokkuð á undan leiknum í Hólminum og fréttir af sigri ÍR- inga voru fljótar að berast í Fjár- húsið. „Við vissum að ÍR hafði unnið þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Það er hundleiðinlegt að tapa og taka á móti bikar og við vildum klára þetta á okkar for- sendum. Það gekk eftir,“ sagði KR- ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem kallaði strax á sína menn að halda einbeitingu þegar liðið vissi af úrslitunum í Seljaskólanum. Brynjar skoraði gríðarlega mikil- væga þriggja stiga körfu skömmu síðar og kom KR-liðinu sex stig- um yfir, 82-76. Snæfell náði ekki að vinna þann mun á síðustu tveimur og hálfri mínútu leiksins. ooj@frettabladid.is Hundleiðinlegt að tapa og taka síðan á móti bikar KR-ingar eru deildarmeistarar í körfubolta annað árið í röð eftir 90-86 sigur á Snæfelli í æsispennandi leik í Stykkishólmi í gær. Pavel Ermolinskij tók af skarið í lokin og skoraði 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. FRÁBÆR Pavel Ermolinskij hefur komið afar sterkur inn í lið KR og hann átti enn einn stórleikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.