Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 10
10 23. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Eldgos á Fimmvörðuhálsi PIPA R\TBW A • SÍA • 100756 af bón- og bílahreinsivörum Og að sjálfsögðu færðu ráðgjöf hjá bóngóðum starfsmönnum á plani. 20% AFSLÁTTUR Við höldum með þér! TF-SIF, flugvél Landhelgis- gæslunnar, hefur nýst jarðeðl- isfræðingum sem öðrum vel við rannsóknir á gossvæðinu á Eyja- fjallajökli. Landhelgisgæslan fékk vélina, sem er af gerðinni Dash 8 Q 300, á 83 ára afmæli gæslunnar 1. júlí í fyrra. Vélin þykir ein fullkomn- asta björgunarvél sinnar tegund- ar. Um borð er öflug infrarauð myndavél sem getur tekið myndir frá hlið og beint fram hvort heldur er á nótt sem degi. Þá er hún búin öflugum radar, sem meðal ann- ars getur nýst til að greina skip í allt að tvö hundruð sjómílna fjar- lægð og tegund þeirra í fjörutíu sjómílna fjarlægð frá vélinni. Flugvél Landhelgisgæslunnar: Tækin í TF-SIF Hraunrennsli jókst í eld- gosinu í Eyjafjallajökli í gær og er skjálftavirkni meiri undir kvöld en áður. Gossprungan er um fimm hundruð metrar að lengd og hefur ekki stækk- að. Upp úr henni standa nokkrir tæplega tvö hundr- uð metra háir gosstrókar. „Þótt þetta sé ekki stórgos þá hefur það færst í auk- ana og órói vaxið. Meira berst af kviku undan yfirborðinu,“ segir Magnús Tumi Guðmunds- son, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Nýtt hraun úr gosinu þakti um hundrað fermetra svæði á Eyja- fjallajökli á sunnudagskvöld en um fjögur hundruð fermetra í gær. Hraun rann niður í Hrunagil aust- an við gönguleiðina á Fimmvörðu- hálsi og var komið að Heljarkambi í gær. Kristín Vogfjörð, jarðskjálfta- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aukinn óróa á jarðskjálfta- mælum merki um meira hraunrennsli. Engar vísbendingar eru skjálftavirkni í Kötlu. Mest er um litla skjálfta að ræða, í kringum eitt til 1,5 stig á Richter. Mest fór skjálftavirknin í rúm tvö stig á mælum. „Þetta hefur gengið á með rokum í tvo daga, virknin rýkur upp og dettur svo niður. Við höfum haft auga með Kötlu í nokkur ár en hún er ekki farin að bæra á sér,“ segir Kristín, sem flaug í fyrsta sinn yfir gosstöðvarnar í um þriggja klukkustunda ferð með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, um eittleytið í gær. Hún segir nýlegan tækjabúnað Landhelgisgæslunnar hafa nýst vel í gær enda mjög skýjað á gossvæð- inu og því hafi lítið sést af hraun- flæðinu nema stöku gloppur. Með tækjabúnaðinum hafi verið mögu- legt að sjá betur stærðina á hraun- inu þrátt fyrir slæmt skyggni. - jab Hraunflæðið eykst úr gosinu á Eyjafjallajökli: Katla er ekki vöknuð þrátt fyrir lætin MAGNÚS TUMI GUÐMUNDSSON TF-SIF Flugvél Landhelgisgæslunnar er af fullkomnustu gerð. FRÉTTABLAÐIÐ/LHG Röskun varð ekki á farþegaflugi af völdum gossins í Eyjafjalla- jökli í gær ef frá eru taldar tafir í skamman tíma á millilandaflugi um morguninn. Aðeins er heim- ilt að fljúga í átta þúsund feta hæð yfir gossvæðinu og innan ákveðinna marka. Flugbann hefur verið á til- teknu svæði við jökulinn frá því á laugardag og er það enn í gildi, samkvæmt ákvörðun Veðurstofu Íslands og vöktunarstöð eldgosa, sem staðsett er í Bretlandi. Vökt- unarstöðin ytra er ein af níu í heiminum sem sjá um útreikn- inga og spár á öskufalli í kjöl- far eldgosa. Sú í Bretlandi hefur umsjón með gosum í Evrópu. - jab Engin röskun á farþegaflugi: Bretar fylgjast grannt með gosinu í Eyjafjallajökli FLUGHEIMILD Þríhyrningurinn markar það svæði sem bannað er að fljúga innan nema í átta þúsund feta hæð. Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að frétt- ir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem best- ur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsan- legu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvols- velli hefðu ferðamenn með vasa- ljós guðað á glugga í Fljótsdaln- um. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyr- andi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræð- ingar upp á og fá poka með ein- hverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jök- ullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíð- arnar en síðast. klemens@frettabladid.is Gætu opnað kaffi- hús fyrir ferðamenn Heimilisfólkið í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð, er nokkuð lúið af stöð- ugum gestagangi í gosinu. Réttast væri að opna kaffihús. Bóndinn segir mun minna af ís í jöklinum en var fyrir um áratug og því minni hætta af flóði. MEÐ BBC Á LÍNUNNI Þau Anna og Þorkell óttast ekki gosið í Eyjafjallajökli, en líklega renna á þau tvær grímur ef Katla gýs einnig. Börn þeirra, Þorgerður og Runólfur, virðast ekki hafa miklar áhyggjur af gosinu heldur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.