Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 22
 23. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● farsímar Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 og Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 ● SÍMASTAURAR Sumir þeirra sem lengst muna í dag ólust ekki upp við neina síma. Símalínurnar voru hengdar upp í staura og það var 1929 sem línu- hringurinn lokaðist umhverfis landið. Síðasta haftið var frá Vík til Hafnar og þar þurfti að sigrast á erfiðum aðstæðum, straum- þungum vötnum og botnlaus- um söndum. Ekki hjálpaði að sumarið sem unnið var að lagn- ingunni kom hlaup í Skeiðará sem var nú nógu strembin fyrir. Þrátt fyrir að búið væri að hringtengja landið þá vantaði mikið upp á að síminn væri kominn inn á alla bæi landsins. Því skrefi varð ekki náð fyrr en um 1960. Þangað til var hlaupið á milli með boðsendingar til þeirra sem voru utan símaleiðar. Það hefur sjaldan verið að Íslend- ingum að spyrja þegar nýjungar eru annars vegar. Það sýndi sig þegar Íslendingar settu met í far- símaeign strax á fyrstu mánuð- um farsímanotkunar og átta mán- uðum eftir að kerfið hafði verið tekið í notkun, í febrúar 1987, áttu Íslend- ingar flesta farsíma miðað við höfða- tölu í Norður-Evr- ópu, að Noregi und- anskildum. Reikn- að var þá út að einn farsími væri á hverja níutíu íbúa. Fjórum árum síðar, 1991, kom- ust Íslendingar í fjórða sætið á heimslistanum í farsímaeign. Farsímakerfið var tekið í notkun í júní 1986 og þóttu tímamótin í fjarskiptum stór – að hægt væri að hringja beint úr bílnum, bátnum eða sumarbústaðnum hvert sem er út í heim. Næsta skref í þróuninni var svokallaður símboði eða „frið- þjófur“ eins og hann var í fyrstu nefndur en menn báru hann á sér og fengu símanúmer send í hann sem hringja átti í. GSM-kerfið kom í kjölfar far- símakerfisins, árið 1994 og voru Íslendingar fljótir að taka gsm- símana upp á sína arma og árið 2001 var farsímanotkun og far- símaeign næstmest á Íslandi í heiminum en Finnar stóðu þar fremstir. Ekki voru allir á eitt sáttir í byrjun og í Helgarpóstinn er skrifað í nóvember 1994: „Menn sem eru að veifa þessu í tíma og ótíma eru greinilega ekki allir þar sem þeir eru séðir – það er ómögu- legt að svo margir séu þetta mikl- ir viðskiptajöfrar að símalínan sé logandi út í eitt.“ - jma Þjóðin fljót að setja met Ómar Ragnarsson er einn þekkt- asti farsímanotandinn fyrr og síðar og hér er hann árið 1988 með farsímann sinn sem þá voru stórir í sniðum og oft kallaðir „bílasímar“. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/365 Fyrsti GSM-síminn sem aug- lýstur var hjá Símanum árið 1994. ● GUMMI OG GOSI Gemsi er íslenskt heiti á GSM-símum. Það varð hlutskarpast í samkeppni sem Dagur-Tíminn efndi til meðal lesenda sinna haustið 1996 um íslenskt heiti á þessa tækninýj- ung sem þá var sem óðast að ryðja sér til rúms hér á landi. GSM er jú skammstöfun fyrir Global Syst- em for Mobile sem er ansi langt frá okkar ylhýra máli. Um 300 tillögur bárust í keppnina og meðal þeirra sem taldar voru koma til greina voru nöfn eins og geimsími, fissími, gosi, gutti, masari, peyi, gummi, róltól, tífa, stúfur, þrasi, truflari og vasasími. Gemsi er annars orð yfir veturgamla kind og valið á gemsanafni á símann var röksutt með því að eins og gemsar þroskast í fullvaxnar kindur ætti þessi vasasími eftir að verða enn fullkomnari en í byrjun. Í fyrsta tölublaði veftímarits- ins Receiver, sem margmiðlunar- fyrirtækið Vodafone hefur gefið út síðan árið 2000, birtist grein eftir Kenny Hirschhorn, yfirmann hjá breska margmiðlunarfyrirtækinu Orange, þar sem hann sér fyrir sér þráðlausa framtíð í símamálum. Hirschhorn vildi meina að árið 2005, einungis fimm árum eftir birtingu greinarinnar, hefðu hefð- bundnir farsímar nánast runnið sitt skeið á enda. Þess í stað gengju flestir, að minnsta kosti þeir sem þéna sæmilega, með agnarsmátt tæki sem minnti helst á eyrna- lokk en væri í raun raddstýrð- ur samskiptabúnaður. Í gegnum þetta tæki væri hægt að spjalla við tölvurödd að eigin vali og jafn- vel mögulegt að forrita „persónu- leika“ raddarinnar, til að mynda gæti röddin haft kaldhæðna kímni- gáfu, verið fær í að róa taugar og fleira í þeim dúr. Í samræðum við þessa rödd fengi fólk allar þær upplýsingar sem það þyrfti á að halda í dags- ins önn, en enginn heyrði hana nema þeir sem gengju með tækið. Röddin myndi sjá um að vekja fólk á morgnana, þylja upp upplýsing- ar um veðrið, ástandið á hluta- bréfamörkuðum eða í raun hvað sem hún væri forrituð til að vita. Röddin myndi lesa tölvupósta við- komandi, vísa þeim stystu leið- ina í vinnuna, stjórna flóknum símafundum og jafnvel þýða það sem fram fer á slíkum fundum. Að auki myndi röddin sjá um alla skipulagningu, panta tíma í klipp- ingu, skoðun á bílinn og þar fram eftir götunum. Röddin gæti líka, ef nauðsyn væri, framkvæmt einfalt og „gamaldags“ símtal. Hirschhorn sá fyrir sér að allt þetta yrði mögulegt vegna þess að aukin samkeppni í fjarskiptamál- um myndi að lokum opna allan að- gang að upplýsingum upp á gátt. Tækin sem hann skrifaði um voru ekki orðin almenningseign árið 2005, en hver veit hvað gerist á næstu árum og áratugum. - kg Alvitur tölvurödd sem leiðir þig í gegnum lífið Ef spár Kenny Hirschhorn hefðu ræst hefðu farsímar nánast runnið sitt skeið árið 2005. Hins vegar virðist enn eftirspurn eftir slíkum tólum eins og kom bersýnilega í ljós á ráðstefnu í Barcelona fyrr á árinu þar sem helstu nýjungar voru kynntar. Handfrjáls búnaður kemst kannski næst því tæki sem Hirschhorn sá fyrir sér.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.