Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2010 5farsímar ● Síminn hefur byggt upp stærsta 3G dreifikerfi landsins. Það nær til yfir 90 prósenta landsmanna og gerir fólki kleift að fara á Netið nánast hvar og hvenær sem er. Síminn hefur byggt upp háhraða 3G netsamband um allt land og er með langstærsta dreifikerfið á Ís- landi. „Kerfið nær til yfir 90 pró- senta landsmanna og er sífellt að verða þéttara,“ segir Margét Stef- ánsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím- ans. Hún segir það koma sér afar vel fyrir fólk sem ætlar að ferðast um landið í sumar enda hægt að komast í netsamband, hvort sem það er í gegnum tölvuna eða sím- ann, nánast hvar og hvenær sem er, jafnvel langt úti á sjó. Búast megi við að margir Íslendingar verði á ferðinni innanlands í sumar og hvetur hún þá eindregið til þess að nýta bæði farsímann og tölvuna til þess að vera í góðu sambandi við umheiminn. „Það er gaman að prófa sig áfram með möguleika 3G símans og sniðugt að kíkja við í Símaverslun og fá smá kennslu á hann fyrir þá sem ekki nenna að lesa bæklinginn,“ segir Margrét. Fyrir þá sem vilja hafa tölvuna með í fríið og til dæmis í sumar- bústaðinn segir Margrét tilvalið að kaupa 3G netlykil. Honum er stungið í tölvuna og með nokkr- um smellum er hægt að komast í netsamband. „Viðskiptavinir Sím- ans greiða ekki fyrir netlykilinn ef þeir gera sex mánaða samning. Í vor munum við svo bjóða upp á 3G netfrelsi eða fyrirframgreiddar netlyklaáskriftir sem henta vel því þá er áhyggjulaust hægt að vafra um á Netinu því notkunin fer aldrei yfir innifalið gagnamagn,“ segir Margrét. Enn fremur er hægt að fylgjast nákvæmlega með notkun á siminn.is. Margét segir 3G símana bjóða upp á fjölmarga möguleika. „Þarna er fólk í raun komið með litla tölvu í hendurnar og getur farið á Netið, fylgst með fréttum, skoðað tölvu- póst, farið á facebook, msn og nánast allt sem það er vant að gera í tölvunni. Þá erum við með farsímagátt sem við nefnum M-ið en í gegnum hana er líka hægt að fylgjast með helstu fréttum, úrslit- um íþróttaleikja, horfa á sjónvarp- ið og ýmislegt fleira. M-ið stendur fyrir „mobile“ og er forskeytinu m skeytt fyrir framan fjölmarg- ar netslóðir til að auðkenna að um farsímavef er að ræða. M-ið kostar ekkert fyrir viðskiptavini Símans.“ Hluti af uppbyggingu 3G kerfis Símans eru langdrægir 3G sendar meðfram ströndum landsins og er hægt að kaupa sérstaka sjóáskrift til að fá aðgang að þeim. Margrét segir mörg dæmi um að skip hafi verið í góðu tal- og gagnasambandi í yfir 100 kílómetra fjarlægð frá ströndum landsins. Sjóáskriftin veitir ekki aðeins aðgang að lang- dræga 3G kerfinu heldur líka að öllum 2G og 3G sendum Símans, hvar á landinu sem er. 3G hvar sem er á landinu Farsíminn er orðinn mörgum álíka hjartfólginn og veskið var í eina tíð, og jafnvel meira. Fræga og vinsæla fólkið í Hollywood notar þá til jafns við okkur Frónbúa og nýta sér einnig þá tækni sem sím- inn hefur upp á að bjóða. Það sést berlega á þessum tveimur mynd- um þar sem bæði Tom Hanks og Paris Hilton munda myndavél far- síma síns til að taka myndir af ein- hverju sem hefur fangað athygli þeirra. Leikarinn Tom Hanks mundar myndavélina og smellir mynd af hermönnum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni á hátíð tileinkaðri þeim. Margrét segir enn verið að þétta 3G-dreifikerfi Símans en hluti af uppbyggingunni eru langdrægir 3G-sendar meðfram ströndum landsins sem gefa sjómönnum færi á að vera í góðu tal- og gagnasambandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● FJÁRSJÓÐUR FYRIR FRÓÐLEIKSÞYRSTA Vefsíðan www.geeksugar.is er hefur að geyma alls kyns skemmtilegan fróðleik sem lýtur að heilsu, tísku, uppeldi, skemmtanaiðnaðinum og svo tækni. Síðastnefndi flokkurinn hefur að geyma ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir farsímaeigendur, eins og einföld ráð til að nýta nýjustu útgáfu af iPhone-símanum sem allra best eða gagnrýni á nýja farsíma og þar fram eftir götum. Paris Hilton smellir mynd af einhverju sem hefur vakið áhuga hennar. Hún var stödd í New York á dögunum að leika í auglýsingu fyrir Israeli Lottery en hepp- inn vinningshafi fær að fara með henni í glæsilegt búðarráp. Myndavélin nýtist mörgum Það er 800 7000 • siminn.is * Ef g re it t er m eð k re di tk o rt i er h æ gt a ð d re if a ef ti rs tö ð vu nu m v ax ta la us t á al lt a ð 1 2 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . LG Android síminn byggist á opnum hugbúnaði sem tengir símann þinn fyrirhafnarlaust við hvers kyns samskiptasíður, leiki og smáforrit á vefnum. Það er ekki nóg með að þú eltir Twitter, skrifir heimildaritgerðir og spilir uppáhaldsleikina þína – LG GW620 kann svo margt fleira að það kemst ekki hér fyrir! Sími sem kann allt L G G W 6 2 0 · A N D R O I D Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* · Android stýrikerfi · 3.0" snertiskjár · 5 megapixla myndavél · QWERTY lyklaborð · GPS og WiFi · Yfir 30.000 smáforrit á Android Market™0 kr. Símalán – útborgun: Staðgreitt: 59.900 kr. Android Market Yfir 30.000 smáforrit í boði fyrir Android símann þinn. ™

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.