Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 28
 23. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● farsímar Á fyrstu árum GSM-símanna voru þeir gjarnan tengdir við „önnum kafna viðskiptamógúla“ og tók það marga smástund að venjast því að sjá fólk tala í GSM-síma úti á götu eða í biðröðum. Þannig bárust fólki oft skemmti- legar og spaugilegar sögur til eyrna og Víkverji hafði tvær þeirra eftir í pistli árið 1995 þar sem hann segir frá manni sem stóð í biðröð í banka og átti athygli allra þeirra sem einnig biðu því hann gaf skipanir um viðskipti og millj- ónakaup hægri vinstri í símann á meðan allir biðu. Flestir hrukku því í kút, og ekki síst hann sjálfur, þegar síminn hans fór skyndilega að hringja í miðju „samtali“. - jma Símamont í bankabiðröð Margir vændu GSM-símnotendur um sýndarmennsku á fyrstu árum símanna. ● LEIÐBEININGAR Fyrst þú heyrnartólið tekur og berð það upp að eyra … ef að enginn heyrist sónn bilaður er telefónn Styður síðan fingr‘á skífu og stafinn fyrsta velur, síðan snöggt til hægri snú og hana nú. Svona ortu og sungu þeir Halli og Laddi upp úr notkunar- leiðbeiningum sem árum saman voru prentaðar fremst í síma- skránni. Með skífusímunum kom nefnilega sú nýjung að taka tólið fyrst af og hringja svo. Á fyrstu símunum hékk heyrnartólið á krók eða lá á kló meðan hringt var. Síðan var það tekið af, hallóað og kallað nafn hússins eða bæj- arins sem hringt var í. ● MARGT GERT FYRIR GEMSANN Mörgum er enn í fersku minni þegar Verslun Antons Skúlasonar í Austurveri auglýsti frían GSM-síma fyrir þá sem mættu allsberir í búðina árið 1995. Um tuttugu karlmenn mættu á Adamsklæðunum og fengu tíu þeirra gefins síma eins og lofað hafði verið. Hinir þurftu hins vegar sárir á braut að hverfa og bárust Neytendastofu kvartanir frá nokkrum þeirra sem vildu að auglýsandinn stæði við orð sín. Í kjölfarið komst Samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að auglýsingin hefði verið villandi og brotið í bága við 21. grein samkeppnislega, en þar kemur fram að óheimilt sé að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. Fengu þannig hinir óheppnu og allsberu ofurhugar uppreist æru að vissu leyti að lokum, en engan fengu þeir þó frían símann svo vitað sé. Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Sel javeg 2. Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja. Reykjavíkur Apótek býður NOW vítamín og bætiefni með 20% afslætti út september. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2. Sel javegur 2 | S ími : 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.