Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.03.2010, Blaðsíða 42
26 23. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson mun að öllum líkindum yfirgefa herbúðir svissneska félagsins Amicitia Zürich í sumar en hann gekk í raðir félagsins fyrir aðeins ári. Dvölin hefur valdið Kára miklum vonbrigðum. „Það er ekkert hérna eins og maður bjóst við. Við búum í fínni borg í góðri íbúð en allt í kringum handboltann hefur valdið vonbrigðum. Ef ég á að segja eins og er þá hefur þetta bara verið hundleiðinlegt,“ segir Kári Kristján hreinskilinn sem fyrr. Hann fór fullur vonar út enda Amicitia eitt besta lið Sviss, meistarar síðustu tveggja ára og í Meistaradeildinni. Allt leit því vel út á pappírnum. „Þessi Meistaradeild fór fyrir ofan garð og neðan. Manni leið varla eins og maður væri að spila í Meistaradeildinni fyrir framan 30-70 manns. Ég er ekkert að grínast að það mæta ekki fleiri á heimaleiki hjá okkur. Þetta er bara eins og í sjötta flokki. Það er nákvæmlega enginn áhugi fyrir handbolta hérna,“ segir Kári sem er þar af leiðandi laus við æsta aðdáendur úti á götum Zürich og hann segist aldrei hafa verið stöðvaður til þess að gefa eiginhand- aráritun. „Ég er heldur ekki að sjá það fara að gerast.“ Félag hans er í miklum fjárhagsörðugleikum þó svo það hafi staðið við allar launagreiðslur hingað til. Það sameinast öðru félagi næsta sumar og í kjölfarið þarf væntanlega að semja upp á nýtt við leikmenn. Þeim er líka frjálst að fara annað. „Ég geri ráð fyrir að nýta mér það. Ég þarf líklega sálfræðing með mér í fullu starfi ef ég á að lifa af annan vetur hérna. Maður reimar bara á sig skóna og veit það er eitthvað leiðinlegt fram undan,“ segir Kári Kristján en hann stefnir á að spila áfram erlendis og er meðal annars í viðræðum við þýskt úrvalsdeildarfélag. KÁRI KRISTJÁN KRISTJÁNSSON: SPILAR HEIMALEIKI FYRIR FRAMAN 30-70 MANNS Þetta er bara búið að vera hundleiðinlegt N1-deild karla: Valur-HK 25-25 (12-12) Mörk Vals (Skot): Arnór Þór Gunnarsson 8 (16), Fannar Þór Friðgeirsson 6 (15), Elvar Friðriksson 5/1(11/1), Jón Björgvin Pétursson 2 (2), Baldvin Þorsteinsson 2 (4), Ingvar Árnason 1 (3), Sigurð- ur Eggertsson 1 (4). Varin skot: Hlynur Morthens 21/2 ( 46/6) 46% Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Elvar 2, Arnór Þór 2, Baldvin 2, Jón, Ingvar) Fiskuð víti: 1 (Elvar) Mörk HK (Skot): Valdimar Fannar Þórsson 9/3(15/4), Atli Ævar Ingólfsson 6 (7), Sverrir Hermannsson 3 (11), Ragnar Hjaltested 3/1 (4/2), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (8), Bjarki Már Gunnarsson 1(1), Bjarki Már Elísson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (45/1) 44% Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Sverrir 2, Bjarki Már, Ragnar, Valdimar) Fiskuð víti: 6 (Atli 3, Bjarki Már, Ragnar 1, Ólafur). Fram-Haukar 32-33 (18-18) Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 8, Haraldur Þorvarðarson 5, Einar Rafn Eiðsson 5, Magnús Stefánsson 4, Daníel Berg Grétarsson 3, Guðjón Finnur Drengsson 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Hákon Stefánsson 2. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 9, Freyr Brynjarsson 6, Einar Örn Jónsson 4, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Elías Már Halldórsson 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Jónatan Ingi Jónsson 2, Pétur Pálsson 2. FH-Stjarnan 27-28 (11-15) Mörk FH: Ólafur Gústafsson 8, Bjarni Fritzson 7, Ólafur Guðmundsson 4, Örn Ingi Bjarkason 3, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Benedikt Reynir Krist- insson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Hermann Ragnar Björnsson 1. Mörk Stjörnunnar: Þórólfur Nielsen 7, Vilhjálmur Halldórsson 6, Tandri Konráðsson 3, Kristján Svan Kristjánsson 3, Sverrir Eyjólfsson 3, Daníel Örn Einarsson 3, Guðmundur Guð- mundsson 3. STAÐAN: Haukar 17 13 2 2 441-409 28 Akureyri 17 10 2 5 463-430 22 HK 17 9 2 6 459-436 20 FH 17 9 1 7 480-454 19 ---------------------------------------------------- Valur 17 8 3 6 420-402 19 Grótta 17 5 0 12 424-458 10 ---------------------------------------------------- Stjarnan 17 4 1 12 393-455 9 Fram 17 4 1 12 444-480 9 ÚRSLIT FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen minnti hressilega á sig á fót- boltavellinum um helgina í leik Tottenham og Stoke City. Eiður kom af bekknum í leiknum og breytti gangi leiksins. Hann skor- aði glæsilegt mark og átti þátt í síðara marki Spurs sem reyndist vera sigurmark leiksins. Harry Redknapp, stjóri Spurs, var að vonum í skýjunum með frammistöðu Eiðs Smára og hann hefur lýst yfir áhuga á að halda Eiði áfram hjá félaginu en hann er þar í láni frá Monaco út leiktíðina. „Ég vil hafa hann hér áfram á næsta ári. Hann er frábær leik- maður með mikla hæfileika. Þar sem Jermain Defoe er meidd- ur bíður hans stórt hlutverk með okkur,“ sagði Redknapp og bætti við: „Stjórnarformaðurinn gerði samninginn við hann og ég veit ekki öll smáatriðin í honum en við höfum svo sannarlega áhuga á að halda honum. Strákunum í liðinu líkar vel við hann og finnst gaman að spila með honum.“ Eiður sjálfur var augljóslega ánægður eftir leikinn. „Fótbolti snýst um að líða vel og mér finnst ég hafa lifnað við eftir að ég kom aftur til Englands,“ sagði Eiður. „Ég var ekki að njóta fótboltans í Frakklandi. Þegar manni líður ekki vel í vinnunni er erfitt að ná sínu besta fram. Þess vegna ákvað ég að fara aftur til Englands. Ég hef þurft að vera þolinmóður en það var afar ánægjulegt að fara aftur út á völlinn.“ - hbg Góð frammistaða Eiðs Smára gegn Stoke gæti breytt miklu fyrir framtíð hans: Redknapp vill halda Eiði hjá Spurs KOMINN AF BEKKNUM Eiður fær væntan- lega fleiri tækifæri eftir frammistöðuna um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Sjötti oddaleikur Sigrúnar á fjórum árum Hamarskonan Sigrún Ámundadóttir verður í baráttunni í kvöld ásamt félögum sínum þegar Hamar og Keflavík mætast í oddaleik um sæti í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta en leikurinn fer fram í Hveragerði klukkan 19.15. Sigrún er eini leikmaðurinn sem hefur spilað alla fimm oddaleiki í úrslitakeppni kvenna frá og með árinu 2006. Sigrún jafnar met KR-ingsins Hildar Sigurðardóttur í kvöld með því að leika sinn sjötta oddaleik á ferlinum en það gerir einnig Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir. SUND Jakob Jóhann Sveinsson, bringusundsmaður úr Ægi, fékk þrjá af fjórum verðlaunabikurum á lokahófi Íslandsmeistaramóts- ins í 50 metra laug um helgina. Þetta er annað árið í röð sem Jakob Jóhann fær alla þessa þrjá bikara: Ásgeirsbikarinn, Péturs- bikarinn (Guðmundarbikarinn) og Sigurðarbikarinn. Jakob Jóhann hlaut Péturs- bikarinn (besta afrek karla á árinu) fyrir 200 m bringu- sund er hann synti á 2:12.39 á HM í Róm og hann hlaut síðan bæði Sigurðarbikarinn (besta bringusundsafrekið) og Ásgeirs- bikarinn (besta afrek Meistara- móts Íslands í sundi) fyrir 100 m bringusund sem hann synti á 1:01.84 á mótinu um helgina. Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, hlaut Kolbrúnarbikarinn (besta afrek kvenna á árinu) fyrir 100 m skriðsund er hún synti á 0:55.66 á Bikar 2009. Bryndís Rún Hans- en, 17 ára sundkona úr Óðni, setti eina Íslandsmet mótsins í 50 m flugsundi. - óój Meistaramót Íslands í sundi: Jakob Jóhann fékk þrjá bikara ÖFLUGUR Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Kóreumaðurinn Ji-sung Park hefur spilað frábærlega með Manchester United síðustu vikur og hann skoraði sigurmarkið á móti Liverpool um helgina. Þegar Park var fenginn til félagsins fyrir um fimm árum síðan héldu margir að það hefði eingöngu verið gert til þess að selja fleiri treyjur í Asíu. „Ég vissi að hann myndi gera meira en að selja treyjur. Þegar ég sá hann í Meist- aradeildinni með PSV árið 2005 þá hugsaði ég að þarna væri leik- maður sem skildi fótbolta. Hann er greindur knattspyrnumaður og agaður,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. - hbg Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, um Kóreumanninn Ji-sung Park: Keypti hann ekki til að selja fleiri treyjur Hádegisfundur ÍSÍ Föstudagur 26. mars. kl. 12.00-13.00 í E-sal Íþr.- miðstöðvarinnar í Laugardal. Skúli Skúlason form. Lyfja- ráðs fjallar um kramkv. lyfjaeftirlits, ný lög um lyfjamál o.fl. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Uppl. í 514-4000 og á vidar@isi.is Sjá nánar á www.isi.is Sunnlendingar Styðjum Hamars-stelpurnar í oddaleik á móti Keflavík í Apabúrinu í Hveragerði í kvöld kl. 19:15 HANDBOLTI Lið Vals og HK fóru miskát af velli eftir 25-25 jafntefli í Vodafone-höllinni í gær, Valsmenn fóru illa að ráði sínu í lokin og gráta tapað stig en gestirnir úr HK brotn- uðu ekki við mikið mótlæti heldur komu til baka og tryggðu sér dýr- mætt stig i baráttunni um sæti í úrslitakeppninni „Þetta leit ekki vel út, þegar við vorum tveimur færri og fjórar mín- útur eftir af leiknum. Við spiluðum þann kafla frábærlega og er ég því ánægður með karakterinn í liðinu og að við skyldum ekki brotna við mótlætið. Það hefðu margir brotnað við þetta mótlæti en við héldum út. Ég er því ánægður með liðsheild- ina í dag,“ sagði Gunnar Magnús- son, þjálfari HK, eftir leikinn. HK-maðurinn Bjarki Már Gunn- arsson var rekinn út af í stöðunni 24-23 fyrir Val en Atli Ævar Ing- ólfsson virtist ekki átta sig á því og hljóp inn á völlinn og voru því áfram sex útileikmenn HK inni á vellinum. Þetta þýddi að Atli fékk brottrekstur og HK missti bolt- ann. Valsmenn komust síðan í 25-23 þegar þeir voru tveimur mönnum fleiri. Gunnar Magnússon vildi þó ekki kenna Atla um það sem gerð- ist. „Atli gerði mistökin en auðvit- að átti ég að stoppa hann. Ég ber ábyrgðina á bekknum og ég tek mistökin á mig en set þau ekki á hann. Hann tók þetta eitthvað á sig og kom sterkur inn á í lokin og svaraði fyrir sig,“ sagði Gunnar en Atli átti tvö síðustu mörk leiks- ins, skoraði það fyrra af línunni og minnkaði muninn í 25-24 og fiskaði síðan vítið sem Valdimar Fannar Þórsson skoraði úr og tryggði HK jafnteflið. „Mér fannst við bara tapa stigi hérna,“ sagði Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Vals og hann var ekki sáttur með ákvarðanir dómarapars- ins undir lok leiksins. „Dómararnir voru að gera of dýr mistök á síðustu tíu mínútunum, þetta var ekkert vilj- andi hjá þeim en það kostaði okkur stigið í dag,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn hafa ekki fengið mörg stig í hús að undanförnu og hafa dottið niður töfluna en Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Mér sýnist vera að fá alla inn á réttum tíma en í fyrra misstum við alla í lokin. Ég vona að þetta snúist við. Það var erfiður kafli en honum er vonandi lokið. Ég er bjartsýnn á þetta en það verður mjög erfitt að komast í úrslitakeppnina. Þetta er ennþá í okkar höndum því við eigum innbyrðisleiki eftir,“ sagði Óskar Bjarni. Gunnar er líka spenntur fyrir lokasprettinum hjá HK. „Þetta er gríðarlega mikilvægt stig og núna eigum við fjóra úrslitaleiki eftir. Svona verður þetta út tímabilið og við viljum hafa þetta svona. Við erum í þessu til þess að spila þessa mikilvægu leiki,“ sagði Gunnar. Markverðirnir, Hlynur Morthens hjá Val og Sveinbjörn Pétursson hjá HK voru bestu menn liðanna í gær og vörðu báðir 21 skot. ooj@frettabladid.is HK-menn björguðu stigi HK og Valur gerðu 25-25 jafntefli í mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úr- slitakeppni N1 deildar karla í handbolta. HK skoraði tvö síðustu mörk leiksins. ERFIÐUR HK-ingurinn Atli Ævar Ingólfsson lét Valsmennina Ingvar Árnason og Sigfús Sigurðsson hafa í nógu að snúast í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.