Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 2
2 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR LÖGGÆSLA Formaður Lögreglu- félags Reykjavíkur, Arinbjörn Snorrason, hefur lýst því yfir að hann muni ekki sitja fleiri fundi með yfirstjórn lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu eins og hún er skipuð í dag. Þetta kom fram á fjölmennum félagsfundi LR í fyrradag. „Það er alvarleg- ur trúnaðarbrestur milli yfir- stjórnarinnar og lögreglumanna,“ segir Arinbjörn. „Hún nýtur ekki trausts þeirra, þar sem hún hefur ekki staðið við orð sín gagnvart þeim. Stjórn LR hefur ítrekað fengið ábendingar frá félags- mönnum um að draga sig út úr öllum samskiptum við yfirstjórn- ina. Svo er þessi agi í stjórnun, sem mönnum ekki hugnast. Þeim er haldið á tánum og gefið í skyn að standi þeir sig ekki verði þeim skipt út fyrir aðra. Við erum allt of fá, með allt of mörg verkefni og verðum samt að klára þau. Þetta snýst um að embættið líti vel út út á við,“ segir hann og bætir við að stjórnunarhættir yfirstjórnarinnar hafi byggt upp spennu sem komi fram í auknum veikindum. Arinbjörn gagnrýnir nýtt vaktafyrirkomulag lögreglu- manna á höfuðborgarsvæðinu sem hann segir lögreglumenn mjög óánægða með. Eftir að það var tekið upp hafi ítrekað komið fyrir að brotið hafi verið sam- komulag lögregluembættisins við lögreglufélagið um lágmarks- mönnun á vakt. Félagið ætli að leita til lögfræðinga vegna þess brots. Spurður um í hverju yfirstjórn- in hafi ekki staðið við orð sín Bjóðum heildarlausnir þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Taktu upp símann eða sendu okkur línu og við göngum í málið. Ármú la 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · Fax 533 5061 · t epp i@stepp · www. s t epp . i s Ó ! · 1 3 1 3 6 teppi@stepp.is Vilhjálmur, gáfu stjórnvöld ykkur skötuselbita? „Ég veit ekki hvað það var, en það var allavega vont.“ Samtök atvinnulífsins hafa brugðist ókvæða við nýjum lögum ríkisstjórn- arinnar um aukinn skötuselskvóta. Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lýsa vantrausti á yfir- stjórn lögreglunnar Alvarlegur trúnaðarbrestur er milli yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu og lögreglumanna, að sögn formanns Lögreglufélags Reykjavíkur. Hann segir íþyngjandi stjórnunarhætti leiða til spennu og síðan veikinda. LÖGREGLAN Valfrjáls vinnutími, sem tekinn var upp hjá LRH í sumar með öðrum skipulagsbreytingum, hefur valdið mikilli óánægju meðal lögreglumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er mikill misskilningur að gefin hafi verið út loforð um að einhverj- ir tilteknir lögreglumenn myndu halda störfum sínum,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins, um ummæli formanns Lögreglufélags Reykjavíkur þess efnis að yfirstjórn lögreglunnar hafi ekki staðið við orð sín hvað þetta atriði varðar. „Ef stöður eru auglýstar lausar eru hæfustu umsækjendur hverju sinni valdir. Það væri óheimilt að gefa einhverjum forgang, sem sitja tíma- bundið í umræddum stöðum.“ Lögreglustjóri kveðst ekki kannast við agastjórnun þá sem formaður LR nefnir, hvorki á lögreglustöðvunum né annars staðar. „Í aðalatriðum er þetta samhentur og góður hópur á öllum póstum hjá okkur,“ segir Stefán. „Við reynum hvað við getum að reka embættið vel, bæði faglega og fjárhagslega, innan þess ramma sem okkur er skammtaður. Við reynum hvað við getum að ná því saman því niður- skurður felur í sér lækkun launakostn- aðar og fækkun starfsmanna og það er auðvitað ekki til vinsælda fallið.“ Niðurskurður ekki vinsæll nefnir Arinbjörn nýlegar ráðn- ingar lögreglumanna. Hann segir lögreglustjóra hafa lýst því yfir að lausráðnir starfsmenn gengju fyrir. Reyndin hefði orðið sú að fjórir lausráðnir lögreglumenn hefðu ekki fengið ráðningu. jss@frettabladid.is FÓLK Eigandi styrju, sem fannst spriklandi í móa við Stekkjar- hvamm í Hafnarfirði á dögunum og Fréttablaðið sagði frá, hefur gefið sig fram. Fiskurinn kom úr tjörn við hús í Háahvammi, sem á lóð út að móan- um þar sem Eva Dögg Steinars- dóttir Röver, 10 ára, var að leik og fann fiskinn. Hún telur að fugl hafi misst fiskinn úr goggi sínum ofan í móann. „Ég er með stóra tjörn í garðin- um og el þar fiska, gullfiska, koja og styrjur,“ segir Birgir Bjarnason, húseigandi við Háahvamm 3. Hann tók ekki strax eftir því að fiskur- inn var horfinn og fréttirnar um fund Evu Daggar fóru fram hjá honum. „Ég tók eftir því einn dag- inn að tvær styrjur voru horfnar og fann ég aðra þeirra, hvíta styrju, og var hún þá dauð en hina fann ég ekki, þá svörtu, sem er trúlega sú á myndinni.“ Birgir segir að sér sé hulin ráð- gáta hvernig styrjurnar komust úr tjörninni, sem er tæpur metri á dýpt. „Þar að auki er strengt girni fyrir tjörnina til að varna því að fuglar, það er mávur, fari í tjörn- ina,“ segir Birgir. „Ég hef litla trú á því að köttur hafi veitt hana upp úr tjörninni án þess að éta hana nema þá mjög matvandur köttur.“ - pg Eigandi hafnfirsku styrjunnar kominn í leitirnar: Styrjan úr tjörn við nálægt hús GÁTAN LEYST Styrjan, sem Eva Dögg fann í móanum við heimili sitt, kom úr tjörn við hús í grenndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAGSMÁL Allt stefnir í að áfangaheimilinu EKRON í Reykjavík verði lokað um næstu mánaðamót, að sögn Hjalta Kjartanssonar framkvæmda- stjóra. Hvorki hafa náðst samningar við ríki né sveit- arfélög um áframhaldandi rekstur. EKRON er endurhæfing og starfsþjálfun fyrir fólk sem er að koma úr áfengis- eða fíkni- efnameðferð. Nú eru 75 manns í EKRON en um áramót hófu rúm- lega tuttugu manns þaðan vinnu eða nám. Flest þeirra höfðu farið oft í meðferð áður en komist á réttan kjöl hjá EKRON. „Við erum byrjuð að undirbúa fólk undir að þessu verði lokað,“ segir Hjalti. „Það tekur því sannast sagna mjög illa.“ - jss EKRON lokað: Íbúar taka lok- un mjög illa STJÓRNMÁL Breski Verkamanna- flokkurinn rak í gær þrjá þing- menn úr þingflokki sínum sem allir eru fyrrverandi ráðherr- ar. Þeir gætu átt yfir höfði sér að verða reknir úr Verkamanna- flokknum. Þingmönnunum er gefið að sök að hafa þegið fé gegn því að greiða fyrir málum innan veggja þingsins. Sjónvarpsmenn frá Channel 4 í Bretlandi tóku myndir af þing- mönnunum með falinni myndavél þar sem fé var borið á þá gegn því að greiða götu ímyndaðra fyr- irtækja. Þeir tóku allir við fénu, sem nam allt að fimm þúsund pundum, jafnvirði tæpri einni milljón króna. - jab Breskir þingmenn í vanda: Tóku við mútu- fé gegn greiða NEKTARDANS Bannað verður með lögum að bjóða upp á nektarsýning- ar eða gera út á nekt starfsmanna á skemmtistöðum eftir 1. júlí. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, var fyrsti flutnings- maður frumvarpsins. Hún segir mikla samstöðu á Alþingi um málið sem var samþykkt með 31 atkvæði en tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. „Það er gleðilegt hve ferskur and- blær er á Alþingi gagnvart jafnrétt- ismálum þessa dagana,“ segir hún. Einnig sé skref stigið í átt til lýðræð- is að þetta frumvarp stjórnarand- stæðings hafi verið samþykkt. Ásgeir Davíðsson rekur nektar- dansstaðinn Goldfinger. Hann seg- ist skoða hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótamáli gegn ríkinu. „Ég er nú kominn á þann aldur að ég veit ekki hvort ég nenni að vera í þessu brölti lengur,“ segir hann. „Ég yrði fegnastur því ef þeir borguðu mér bara skaðabætur og ég myndi hætta þessu,“ segir hann. Ásgeir telur lögin minna á reglur í ríkjum þar sem helst ekkert megi sjást í kvenfólk. Siv segist ekki vita hvort rétt sé að Ísland sé fyrsta landið í Evrópu sem bannar strípidans. „En það var sýnd nærgætni við lagasetninguna með því að stöðun- um er veittur drjúgur tími til að laga sig að lögunum,“ segir hún. Allsherj- arnefnd þingins telji ekki að lögin bjóði upp á skaðabótaskyldu. - kóþ Geiri á Goldfinger vill fá skaðabætur og draga sig svo í hlé: Bannað að strippa á Íslandi SÆL Á SÚLUNNI? Frá og með 1. júlí verð- ur bannað að bjóða upp á nektarsýning- ar og gera út á nekt fólks með öðrum hætti á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KATAR, AP Tillaga um alþjóðlegt bann við verslun með ísbjarnar- feld, tennur og klær var felld á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um villt dýralíf. Fulltrúar 175 ríkja mættu á ráð- stefnuna. Bandaríkin voru í hópi þeirra sem lögðu tillöguna fram en meðal andstæðinga þess voru Kan- ada, Noregur og Grænland. Til- lagan var felld með vísun í að slíkt bann myndi ganga nærri frum- byggjum, ástand ísbjarnarstofns- ins væri ágætt og veiðarnar væru víðast hvar sjálfbærar. - bs Tillaga um bann felld: Má versla með ísbjarnaafurðir HJALTI KJARTANSSON BRESKA ÞINGHÚSIÐ Mútumál skekur breskan þingheim nú um stundir. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Esjurótum um klukkan hálftíu í gærkvöldi en kveikt hafði verið í útikömrum sem þar eru. Kamr- arnir voru brunnir til ösku þegar bíll slökkviliðsins kom á vettvang og var slökkt í þeim glæðum sem enn lifðu. Ekki er vitað hverjir voru að verki. KAMRAR BRUNNU IÐNAÐUR Könnun sem Fréttablað- ið birti í gær gefur til kynna að 58 prósent aðspurðra séu andsnú- in tilslökun á umhverfiskröfum til að greiða fyrir stóriðjufram- kvæmdum. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðar- ins, segir það undarlegt og gefa til kynna að stóriðjufyrirtækin séu að sækjast eftir slíku. „Það er alrangt að stóriðju- fyrirtækin séu að sækjast eftir tilslökunum á umhverfiskröf- um. Þvert á móti hafa fyrirtæk- in á Íslandi lagt áherslu á að vera í fremstu röð í heiminum í umhverfismálum og að standast ítarlegar umhverfiskröfur,“ segir hann. - jab Stóriðjan vill ekki tilslökun: Slá ekki af um- hverfiskröfum SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.