Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 6
6 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvers vegna kalla ný lög um skötusel á svo hörð viðbrögð frá atvinnulífinu? SJÁVARÚTVEGUR Bráðabirgðaákvæði í nýjum lögum leyfir sjávarútvegs- ráðherra að auka veiðar á skötusel um allt að 2.000 tonn á ári næstu tvö ár. Vegna þessa er stöðugleika- sáttmáli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda fallinn úr gildi. Undir kraumar ágreiningur um grundvöll fiskveiðistjórnarkerf- isins. Svokölluð aflahlutdeild hefur ráðið úthlutun allra aflaheimilda hér við land síðustu áratugi. Afla- hlutdeildin er kjarni kvóta- kerfisins. Sam- kvæmt þeirri reglu skiptist allur kvóti hlut- fallslega og án endurgjalds milli skipa sem eiga aflaheim- ildir fyrir. Hlut- fall skipa í heild- araflanum á að haldast óbreytt milli ára. Skötu- selslögin mæla fyrir um nýja aðferð. Útgerð- ir, sem eiga hlutdeild í þeim 2 . 5 0 0 ton na skötuselskvóta, sem úthlutað var í haust fá ekkert af við- bótarkvótanum í sinn hlut. Hlut- ur þeirra í heild- inni skerðist þar sem ríkið mun selja viðbótar- kvótann fyrir 120 krónur kíló- ið. Ríkið gæti haft 240 millj- ónir í tekjur af þeirri kvótasölu, ef ráðherrann nýtti heimild sína til fulls. Andstæðingar kvótakerfisins telja að með skötuselslögunum sé áfanga náð í baráttu fyrir endur- skoðun kerfisins. Ólína Þorvarð- ardóttir, Samfylkingu, segist vilja að viðbótarkvóta í öllum tegund- um verði framvegis úthlutað með þessari skötuselsaðferð. „Fyrir þær aflahlutdeildir greiði útgerð- in hóflegt gjald inn í sameigin- legan sjóð,“ segir hún. Tekjurn- ar eiga að nýtast í samfélagsleg verkefni. Árið 2007 var þorskkvóti skert- ur umtalsvert í samræmi við ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar. Vonir standa til að ástand stofns- ins batni og að hægt verði að auka kvótann á ný. Hvaða aðferð verður þá beitt við úthlutun á viðbótinni? Meira í leiðinniN1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 1118 HF384 Mundo Eagle • Stillanlegt bak • Stillanleg hæð • PU áklæði Tilboðsverð 22.990 kr. Tilvalinn við skrifborðið heima SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS Markmið námskeiðsins er að þjálfa fólk til starfa við bókhaldsstörf. Námið er byggt upp á kennslu í verslunar- reikningi (24 st.), bókhaldi (36 st.) og tölvubókhaldi (48 st.). Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni. Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára og hafa grunnþekkingu á tölvum. OFT ER AUGLÝST EFTIR BÓKARA! Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is 108 stundir - Verð: 99.000.- Verð fyrir atvinnulausa: 74.250.- Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 8. apríl. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Grunnnám í bókhaldi Óvissa um kvótann vegna skötusels Skötuselslög vega að rótum kvótakerfisins. Grundvallaratriði varðandi and- stöðu LÍÚ við lögin og stöðugleikasáttmála, segir framkvæmdastjóri LÍÚ. And- stæðingar kvótakerfis vilja að skötuselsreglan ráði úthlutun alls viðbótarkvóta. Í fyrradag seldust þrjú tonn af skötuselskvóta fyrir 350 krónur hvert kíló. Samkvæmt skötuselslögunum mun ríkið selja hvert kíló af viðbótarkvóta fyrir fast verð, 120 krónur hvert kíló. Núgildandi kvóti í skötusel er 2.500 tonn. Það er sama magn og Hafrann- sóknastofnun lagði til. LÍÚ lagði til að kvóti ársins yrði 3.000 tonn, eða 500 tonn umfram ráðgjöf Hafró. Í gær var búið að veiða rúm 2.100 tonn. Miðað við óbreyttan kvóta voru því innan við 400 tonn til ráðstöfunar þá fimm mánuði sem eftir eru af fiskveiðikerfinu. Fáir bátar gera út á skötusel. Mest af honum veiðist sem meðafli við aðrar botnfiskveiðar. Nýju lögin veita ráðherra heimild til að úthluta allt að 2.000 tonna viðbót- arkvóta af skötusel í ár og næsta ár. Í umsögn til LÍÚ segir Hafró að svo mikil aukning myndi „að öllum líkind- um leiða til þess að mjög gangi á uppvaxandi árganga og stofninn fari hratt minnkandi“. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur sagt að leitað verði álits Hafró um útgáfu viðbótarkvótans. Hann segir að allt frá 2003 hafi útgefinn kvóti verið að jafnaði um 30 prósent umfram ráðgjöf Hafró sem hafi þótt var- færinn miðað við í hve mikilli sókn skötuselsstofninn hefur verið. Fram hefur komið að líklega muni Jón leyfa veiðar á um 700 tonnum til viðbótar. Úr 350 kr. í 120 hvert kíló? SKÖTUSELUR Andstæðingar kvótakerfisins telja skötuselslögin áfanga í baráttu fyrir endurskoðun þess. Myndin er tekin af uppskipun í Reykjavíkurhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Samtök atvinnulífsins (SA) hafa þá ófrávíkjanlegu kröfu að skötuselsfrumvarp- ið verði afturkallað eða fellt úr gildi. Annars verða þau ekki aðili að stöðugleikasáttmálan- um á ný. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær lítur SA svo á að með lögunum hafi stjórnvöld vísað þeim út úr stöðugleikasáttmálanum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur mótmælt þessu og segir samtökin hafa sagt sig frá sam- starfi við stjórnvöld. Það sé ekki í þágu félags- manna þeirra. Jóhanna hitti forystumenn sam- takanna í gær, en ekkert kom út úr þeim fundi. Á blaðamannafundi SA í gær kom fram að þó að skötuselsfrumvarpið væri frágangssök í því að verða aðili að sáttmálanum á ný, hefði það verið kornið sem fyllti mælinn. Fjöldi annarra atriða hafi staðið út af borðinu. Óásættanlegt sé að stjórnvöld hafi ekki efnt þau. - kóp Frumvarpið um skötuselinn kornið sem fyllti mælinn hjá SA: Frumvarpið verður að víkja ÓSÁTTIR Vilmundur Jósefsson formaður og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri segja ríkisstjórnina hafa vísað SA úr stöðugleikasáttmálanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ■ Í lok árs 2010 verði verðbólga ekki yfir 2,5 prósentum. ■ Halli hins opinbera verði ekki meiri en 10,5 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2009. ■ Gengi krónunnar styrkist og nálgist jafnvæg- isgengi. ■ Vaxtamunur við evrusvæðið verði innan við 4 prósent. ■ Skilyrði verði sköpuð fyrir aukinni fjárfestingu innlendra sem erlendra aðila. *SAMKVÆMT SA Helstu markmið Fundu eiturlyf og peninga Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu fann 300 grömm af amfetamíni og tvö hundruð þúsund krónur í peningum við leit í húsi við Laugaveg aðfaranótt laugardagsins. Peningarnir eru taldir vera ágóði af sölu fíkniefna. Karlmaður á þrítugs- aldri var handtekinn við húsleitina en sleppt að lokinni yfirheyrslu. LÖGREGLUFRÉTTIR Þjófar á Suðurlandi Rúmlega tuttugu þjófnaðar- og eignaspjallamál komu á borð lögreglu á Selfossi í síðustu viku; innbrot í sumarbústaði og þjófnaðir til dæmis á flatskjáum og hjólbörðum. Á síðustu tveimur vikum hafa um tíu menn verið handteknir vegna rann- sókna á innbrotum og þjófnuðum í Árnessýslu og á höfuðborgarsvæðinu. LÖGREGLUFRÉTTIR Á að boða til kosninga sem fyrst? Já 43,1 Nei 56,9 SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt af Samtökum atvinnu- lífsins að slíta stöðugleikasátt- málanum? Segðu skoðun þína á Vísi.is Núgildandi lög og yfirlýsing sjáv- arútvegsráðherra frá 2007 standa til þess að aflahlutdeild verði þar lögð til grundvallar. Útgerðin telur skötuselslögin skapa óvissu að þessu leyti. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að barátta fyrir óbreyttu afla- hlutdeildarkerfi ráði mestu um andstöðu samtakanna við skötu- sels lögin og stöðugleikasáttmál- ann. „Þetta er grundvallaratrið- ið og númer eitt, tvö og þrjú frá okkar hendi,“ segir Friðrik. Að auki sé nú búið að lögfesta heimild til að ofveiða einn fiskistofn um 80 prósent umfram ráðgjöf Hafró. peturg@frettabladid.is JÓN BJARNASON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.