Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 8
8 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Hjólafestingar Stilling hf. · Sími 520 8000 www.stilling.is · stilling@stilling.is Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Samfylkingin í Reykjanesbæ heldur aðalfund miðvikudaginn 24. mars kl. 20 í fyrirlestrarsal Íþróttaakademíunnar við Krossmóa. Dagskrá • Hefðbundin aðalfundarstörf – Skýrsla stjórnar – Ársreikningar félagsins – Kosning stjórnar • Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar borinn upp • Önnur mál Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Kynntu þér málið á mp.is eða hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · Ármúla 13a Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir Þeir sem kunna að meta stuttar boðleiðir og skjóta ákvarðanatöku ...eru fljótastir að flytja sig til okkar. Ágústa Finnbogadóttir, viðskiptastjóri Ármúla Hringdu í síma ef blaðið berst ekki FRÉTTASKÝRING Hvað þýða nýju bandarísku lögin um sjúkratryggingar? BANDARÍKIN Nýsamþykkt lög um sjúkratryggingar eru viðamestu umbætur sem gerðar hafa verið á bandarísku velferðarkerfi síðan rík- istryggingakerfin Medicare og Med- icaid voru sett á laggirnar í forseta- tíð Lyndons B. Johnson árið 1965. Um 32 milljónir Bandaríkjamanna sem ekki njóta sjúkratryggingar fá úr því bætt þegar kerfið tekur gildi árið 2014. Samþykkt laganna er dýrmætur sigur fyrir Barack Obama Banda- ríkjaforseta enda hafa umbætur á heilbrigðiskerfinu verið ein af hans helstu baráttu- málum. Magnús Sveinn Helgason, sagn- fræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, bendir á að fyrir þremur árum hafi Obama sagt að fyrsta kjör- tímabils hans yrði minnst fyrir það hvernig honum tækist til í þeim efnum. „Allir helstu stjórnmálaskýrendur sem mark er takandi á eru sammála um að honum hafi tekist ætlunar- verkið. Þetta er mikilvægur áfanga- sigur fyrir hann, ekki síst í ljósi þess að fyrir aðeins tveimur mánuðum var þetta talið búið spil; að repúblik- önum hefði tekist að koma í veg fyrir frumvarpið, sem hefði verið mikið reiðarslag fyrir demókrata.“ Magnús Sveinn segir Obama nú hafa fengið þann meðbyr sem hann þarfnaðist til að ráðast í næstu mál. „Næst á dagskrá verður að taka námslánakerfið í gegn. Það er nokkuð mikilvægt mál því í náms- lánakerfinu í Bandaríkjunum fel- ast stórkostlegar niðurgreiðslur til einkabanka. Að taka námslánakerf- ið í gegn er því fyrsta skrefið í átt að umbótum á fjármálakerfinu. Í öðru lagi eru það umhverfismálin. Þau eru skemmra á veg komin en engu síður komin á dagskrá.“ bergsteinn@frettabladid.is Viðamiklar umbætur Ný lög um sjúkratryggingar eru viðamestu umbætur á bandaríska velferðar- kerfinu síðan á 7. áratugnum. Dýrmætur sigur fyrir Obama, segir sérfræðingur um bandarísk stjórnmál. Fjármálakerfið og umhverfismál eru næst á dagskrá. LÖGIN UNDIRRITUÐ Um 32 milljónir ótryggðra Bandaríkjamanna fá sjúkratryggingar samkvæmt nýju lögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hversu margir fá tryggingu? 32 milljónir Bandaríkja- manna sem ekki eru tryggðir nú. Stefnt er að því að kerfið taki gildi 2014. Um 95 prósent Bandaríkjamanna njóta þá sjúkratrygginga, samanborið við 83 prósent nú. Skyldutrygging Frá og með 2014 þurfa nær allir Banda- ríkjamenn að vera með sjúkratryggingu, ellegar greiða fésekt. Fátækir fá undanþágu frá sektum. Umbætur á tryggingamarkaði Tryggingafyrirtækjum verður meinað að setja aldursþak á endurgreiðslur vegna líf- og sjúkdómatryggingar og neita að tryggja börn sem greinst hafa með sjúkdóm. Börn njóta trygginga foreldra sinna til 26 ára aldurs. Frá 2014 mega fyrirtæki ekki meina fólki sem greinst hefur með sjúkdóm um tryggingar eða rukka það um hærra gjald. Óheimilt verður að rukka konur um hærra iðgjald. Ótryggðir sem veikjast njóta bráða- birgðatryggingar til ársins 2014, þegar nýtt kerfi tekur gildi. Tryggingar fyrir fátæka Ríkistryggingar fyrir fátæka (Med- icaid) verða útvíkkaðar og ná til fólks með tekjur allt að 33 prósent yfir fátækramörkum (3,7 milljónir króna í árstekjur fyrir fjögurra manna fjölskyldu). Barnlausir, fullveðja ein- staklingar fá í fyrsta sinn sjúkratryggingu árið 2014. Skattar Frá og með 2018 nema skattar vegna sjúkratrygg- inga að minnsta kosti 1,3 milljónum króna á einstakling á ári og 3,5 milljónum króna á fjögurra manna fjölskyldu. Hærri skattur verður lagður á einstaklinga með yfir 25,5 milljónir í árslaun og hjón með yfir 32 milljónir króna í árslaun. Lyfseðilsskyld lyf Smám saman stoppar í gat í kerfi Med- icare sem bitnar á eldri borgurum, sem þurfa að kaupa lyf fyrir meira en 360 þúsund krónur á ári. Gatinu verður eytt 2020. Eldri borgarar munu enn greiða fjórðung af lyfja- kostnaði, þar til stóráfallatrygging Medicare tekur gildi. Fóstureyðingar Fóstureyðingar verða ekki niðurgreiddar með skattfé heldur þarf að greiða sérstakt gjald fyrir slíka tryggingu. Tryggingafyrirtækjum er ekki skylt að bjóða tryggingar sem greiða niður fóstureyðingar. Lykilatriði laga um sjúkratryggingar í Bandaríkjunum MAGNÚS SVEINN HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.