Fréttablaðið - 24.03.2010, Page 12

Fréttablaðið - 24.03.2010, Page 12
12 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Eldgos á Fimmvörðuhálsi Polo® kostar aðeins frá 2.650.000 kr.** Láttu spa *Miðað við Volkswagen Polo BlueMotion 1.2 TDI. CO2 87 g/100 km. Verð 3.550.000 kr. Afgreiðslufrestur er 8-10 vikur. ** Miðað Volkswagen Polo 1.2 MPI. CO2 128 g/100 km. Verð 2.650.000 kr. Reynsluakstursbíll á staðnum. Ekkert bendir til að gosinu í Eyja- fjallajökli ljúki í bráð. Því þarf að vera á varðbergi gagnvart því að sprungan lengist eða gjósi á fleiri stöðum. Mælingar sýna að fjallið hafi lítið brugðist við gosinu, sem bendir til þess að aðstreymi að neðan sé álíka og jafnvel meira en kvikan sem hefur komist upp á yfirborðið. Þetta er mat Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Á morgun [í dag] getum við vonandi áttað okkur betur á því hversu langt er þangað til hraunið kemst í Krossá,“ segir hann. Vísindamenn komust ekki að gosinu í dag vegna veðurs en skjálftamælar benda til að ástandið sé svipað og það var í gær. Kvikan hefur verið efna- greind og er hún basísk og því talsvert ólík þeirri súru kviku sem kom upp í síðasta gosi í Eyja- fjallajökli. Magnús Tumi segir afar erf- itt að spá fyrir um framhaldið. Málin skýrist dag frá degi Almannavarnir halda úti sólar- hringsvakt vegna gossins og á að halda kynningarfund fyrir íbúa í nágrenninu í dag. Búið er að skilgreina Þórsmörk, Fimmvörðuháls og Eyjafjallajök- ul sem lokuð hættusvæði. Einnig er hættusvæði í fimm kílómetra radíus frá eldstöðinni. - kóþ Aðstreymi drjúgt í jöklinum: Ekkert bendir til þess að gosi ljúki í bráð SKRÍMSLIÐ ÞRUMAR Neðst á myndinni má sjá félaga úr Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur þeysast áfram á vélsleða. Eldhafið gnæfir í baksýn. MYNDIR/ÞORSTEINN GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.