Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 14
14 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Hvað líður aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins? Hlutverk sendinefndar Evrópusambandsins (ESB) er að svara spurningum og aðstoða í aðildarferli Íslands. Dr. Timo Summa, sendi- herra ESB á Íslandi, segir mikilvægt að fólk ræði kosti og galla aðildar. Sagan sýni að smáríkjum farnist betur innan ESB en utan. Dr. Timo Summa, sem er nýskipað- ur sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segist hafa saknað öflugri umræðu um kosti og galla aðildar að ESB þá 77 daga sem hann hefur verið hér við störf. „Fólk þarf að fá að kynna sér staðreyndirnar,“ segir hann og bendir á að þótt aðildarvið- ræðurnar sjálfar fari fram á borði sérfræðinga þá sé það almenningur sem á endanum þurfi að taka afstöðu til aðildar. „Þannig virkar lýðræðið, í gegnum opinskáa umræðu. Þegar maður fer í heita pottinn í sund- lauginni þá er fólk ekki að ræða um ESB, heldur eitthvað annað. En það er mikilvægt að umræðan og átökin fái að eiga sér stað.“ Grunnur að viðræðum lagður Timo Summa flutti í gær erindi í Árnagarði í Háskóla Íslands þar sem hann fór yfir stækkunarstefnu ESB og aðildarferli Íslands. Þar tiltók hann meðal annars þá þætti vænt- anlegra aðildarsamninga sem þegar hafi verið fjallað um vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu og þá þætti sem út af standa. Í spalli við Fréttablaðið kvað Summa allt hafa gengið vel hvað umsókn Íslands varðar hingað til. Vel hafi gengið að fá svör við þeim spurn- ingum sem ESB lagði fyrir íslensk stjórnvöld og þær niðurstöður séu nú sá grunnur sem byggja megi á í komandi aðildarviðræðum. „En núna horfum við fram á fyrstu smávægilegu töfina í þessu ferli,“ segir hann og vísar til þess að leiðtogaráð ESB taki ekki afstöðu til aðildarumsóknar Íslands í þessari viku líkt og áður hafi verið stefnt að. Það verði í staðinn gert á fundi ráðs- ins í júlí. Summa áréttar um leið að ástæða tafarinnar sé ekki af pólit- ískum toga, heldur hafi þýska þing- ið þurft meiri tíma til breyta reglum varðandi umboð til handa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, áður en hún heldur til Brussel. „Stjórn- málaflokkar í Þýskalandi eru allir einhuga í stuðningi við aðild Íslands að Evrópusambandinu.“ Smáríki hafa það gott í ESB Töf á því að Ísland fái formlega stöðu umsóknarríkis þangað til í sumar segir Timo Summa ekki þurfa að lengja aðildarferlið. „Í millitíðinni starfa stjórnvöld hér áfram með embættismönnum sam- bandsins í Brussel að þeim málum sem taka þarf á. Þannig að þegar kemur að aðildarviðræð- unum sjálfum þá verður búið að stytta þann lista umtalsvert.“ Um leið leggur Summa áherslu á að aðildarvið- ræðurnar fái að taka þann tíma sem þurfi, ekkert liggi í raun á. Markmiðið sé að ná góðum samning- um og erfitt að spá fyrir um hversu langan tíma það kunni að taka. Þá séu aðstæður í heiminum núna um margt einstakar í kjölfar efnahagsþreng- inga og Evrópusambandið sýni því skilning. Þannig hafi skoð- anakannanir fyrir hrun sýnt meiri- hlutastuðning við aðild að samband- inu, þótt það hafi nú breyst. Þá telur Summa að þótt almenn- ingsálitið kunni nú að vera litað af togstreitu tengdri Icesa- ve-samningum við Breta og Hollendinga, þá sé ljóst hvað ESB varði að það mál sé algjörlega aðskil- ið aðild Íslands að ESB. Hann segist meðvitaður um að margir líti svo á að í Icesave-málinu ráðsk ist stór ríki með smáríkið Ísland, en bendir um leið á að reynsla smárra ríkja af veru í ESB sé góð. „Flest Evrópuríki eru smá, sum á stærð við Ísland, svo sem Malta og Lúxemborg. Skipulag sambandsins er mjög lýðræðislegt og tekur að fullu tillit til réttinda smærri ríkja,“ segir hann og telur vandfundin dæmi um að gengið hafi verið á rétt smærri ríkja innan ESB. Summa segir ljóst að stór mál standi út af í aðildarviðræðum þó svo að Ísland hafi þegar, í gegnum aðildina að Evrópska efnahagssam- bandinu, tekið upp marga þætti sem séu skilyrði aðildar. Þar megi nefna mál á borð við landbúnað, fiskveiðar, fjármálaþjónustu og umhverfismál sem taka þurfi á. Hann er þó bjart- sýnn á að vel gangi og vísar meðal annars til góðrar reynslu Svía, Finna og Norðmanna (þótt þar hafi samningi verið hafnað) af samkomu- lagi við ESB í landbúnaðarmálum. „Hvar sem vandamál er að finna, þar er líka til lausn,“ segir Summa og bendir á að einnig þurfi að horfa til breytinga í landbúnaði, svo sem aukinnar áherslu á tengsl landbún- aðar og ferðamennsku. „Breytinga er þörf, en ESB getur stutt við land- ið í þeim breytingum.“ Mannskepnan er íhaldssöm Hvað fiskveiðar varðar segir Summa ljóst að íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki séu samkeppnishæf og rekstrarumhverfi þeirra og fisk- veiðistjórnun hér þróuð. „Um þetta eru ríki ESB meðvituð og þá stað- reynd að kjósi landið að gerast aðili að sambandinu þá komi Ísland til með að leika lykilhlutverk í að móta reglur sambandsins um fiskveiðar.“ Aukinheldur telur Summa að þekk- ing þeirra sem í íslenskum sjávarút- vegi starfa, bæði í geiranum sjálfum og því rekstrarumhverfi sem fyrir hendi sé í Evrópu, geri að verkum að þeir þurfi ekki að óttast þær breyt- ingar sem aðild að ESB kynni að hafa í för með sér. „Þegar þeir hafa fengið ráðrúm til að velta þessu betur fyrir sér sjá þeir betur þau tækifæri sem eru til staðar,“ segir Summa og bætir við að það sé í eðli mannskepnunnar að vera íhaldssöm þegar kemur að breytingum. „Og gildir þá einu hvort manneskjan er tveggja ára eða áttatíu og tveggja.“ SENDIHERRANN Á SKRIFSTOFU SINNI Timo Summa hefur frá því í janúar verið sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, en hann hefur starfað innan sambandsins síðan 1995 og verið framkvæmdastjóri á sviði stækkunarmála síðan 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vill umræðuna um ESB í heitu pottana ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON oka@frettabladid.is Vonir standa til þess að á næstu vikum geti sendinefnd Evrópu- sambandsins á Íslandi flutt í nýtt húsnæði í miðbæ Reykjavíkur þar sem jafnframt verður komið á fót upplýsingamiðstöð fyrir gesti og gangandi. Timo Summa, sendiherra ESB, segir jafnframt standa til að opna útibú sendiskrifstofunnar á Akureyri. „Við höfum lent í vandkvæðum við að finna hentugt húsnæði í Reykjavík,“ segir Summa, en húsnæðið þurfi að standast örygg- iskröfur ESB, auk þess að geta hýst starfsemi sendinefndarinnar og upplýsingamiðstöð um ESB sem helst þurfi að vera hægt að ganga inn í af jarðhæð. „Þá viljum við vera í miðbænum þar sem aðgengi er gott og fólk, nemendur, fulltrúar félagasamtaka og jafnvel ferðamenn geta komið fótgangandi til að heimsækja okkur.“ Summa segir að tekið hafi lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir að finna húsnæði, en þegar það mál leysist aukist heldur starfsemi sendinefndarinnar. Til dæmis þurfi að ráða fólk til að sinna kynningu í upplýsingamiðstöðinni. Hlutverk sendinefndar ESB segir Summa fyrst og fremst vera að veita upplýsingar og kynna staðreyndir um sambandið og hvað aðild að því hafi í för með sér. „Síðan er það fólksins sjálfs að mynda sér skoðun,“ segir hann. Að auki segir hann nefndina stjórnvöldum innan handar, auk þess að veita hagsmunasam- tökum, umhverfissamtökum og öðrum svör við spurningum sem upp kunni að koma. „Hlutverk sendinefndarinnar er að stórum hluta að liðka fyrir í aðildarferlinu og aðstoða við að tryggja að ákvarðanir verði teknar á grundvelli staðreynda og réttra upplýsinga.“ Opnað verður útibú á Akureyri Skipulag sambandsins er mjög lýð- ræðislegt og tekur að fullu tillit til réttinda smærri ríkja. TIMO SUMMA SENDIHERRA ESB Á ÍSLANDI -tryggjum öryggi í viðskiptum Ert þú örugglega þú? www.sff.is Til að auka öryggi í viðskiptum þurfa allir viðskiptavinir banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja að sanna á sér deili með því að framvísa gildu skilríki. Gild skilríki eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini. Samkvæmt lögum um peningaþvætti er skylt að framvísa gildum persónuskilríkjum Hafi r þú ekki sannað á þér deili er mikilvægt að þú gerir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.