Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 16
16 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þetta gerðist fyrir skömmu í framhaldsskóla í úthverfi skammt fyrir vestan París. Kennslukonan ætlaði að fara að tala við bekkinn um gamanleiki og slíkt, en þá datt henni í hug að spyrja nemendurna um það hvað þeim fyndist sjálfum vera fynd- ið, hvers konar gamansögur þeir segðu sín á milli. Nemendurnir urðu hissa andartak, litu hver á annan, og sögðu svo allir einum rómi: „Jússef, segðu nú eina sögu!“ Jússef hikaði og lét ganga á eftir sér, en svo kom sagan: „Það var fyrsti skóladagurinn og kennarinn spurði lítinn dreng „hvað heitir þú?“ og drengurinn svaraði: „ég heiti Múhameð“. „Nei“, sagði kennarinn, „þú heitir ekki Múhameð. Nú býrðu í Frakklandi og nú heitirðu Roger“. Svo leið skóladagurinn, dreng- urinn fór heim til sín, og mamma hans spurði: „hvernig var í skól- anum, Múhameð litli?“ „Nú heiti ég ekki lengur Múh- ameð“, sagði hann. „Nú búum við í Frakklandi og ég heiti Roger.“ Og það skipti engum togum, mamm- an rak syni sínum glymjandi löðr- ung. Skömmu síðar kom pabbinn heim og spurði drenginn sömu spurningar: „hvernig var í skól- anum, Múhameð litli?“ Og hann fékk sama svar og aftur fékk son- urinn löðrung. Þegar drengurinn kom í skól- ann daginn eftir spurði kenn- arinn: „hvernig líður þér í dag, Roger litli?“ Og drengurinn svar- aði: „Mér líður illa. Ég var ekki fyrr kominn heim til mín í gær en það réðust á mig tveir Arabar“. Og bekkurinn veltist um af hlátri yfir sögu Jússefs. Um það leyti sem þessi saga var sögð í framhaldsskólanum var kosningabarátta fyrir hér- aðsstjórnarkosningar að hefjast í Frakklandi og þá gerðist sitthvað sem var ekki alveg eins spaugi- legt. Þegar farið var að birta framboðslista heyrðist skyndilega hvellur: það fréttist sem sé að trot- skíistar einhvers staðar í Suður- Frakklandi hefðu sett á sinn lista unga konu af marokkóskum upp- runa sem væri með „blæju“. Þetta þótti óskaplegt hneyksli, að sjálfir trotskíistarnir skyldu bjóða fram konu sem spókaði sig á almanna- færi, jafnvel á framboðsfundum, með þetta skelfilega tákn hjátrú- ar, ofstækis og kvennakúgunar, ef ekki hryðjuverka. Konan fékk þó stuðning, en hann kom úr hinni óvæntustu átt, frá sjálfum höfuðpaurnum Le Pen, forsprakka þeirra sem eru allra lengst til hægri. „Það sést vel í andlit konunnar“, sagði hann, „og það eitt skiptir máli. Annað er ekki nema smá sérviska í klæðaburði.“ Það hefur löngum verið leynivopn Le Pen, að stund- um segir hann sitthvað sem ligg- ur alveg í augum uppi og heilbrigð skynsemi gefur til kynna en ríkj- andi rétttrúnaður bannar að sagt sé. Því svo fór pressan að birta myndir af konunni og þá kom í ljós að „blæjan“ var ekki annað en lítil og einkar smekkleg skupla af því tagi sem íslenskar mjalta- stúlkur hafa löngum borið. Einn- ig voru höfð viðtöl við frambjóð- andann og virtist hún ekki síðri kvenréttindakona en hvaða trot- skíisti annar, og reyndar margir fleiri en þeir. En látunum linnti ekki við það, blöðin birtu grein- ar og yfirlýsingar með röðum af undirskriftum þar sem menn viðruðu stöðugt hneykslun sína. Einnig létu merkingarfræðingar og táknfræðingar ljós sitt skína, og þeir sögðu: andlitsblæja er trú- arlegt tákn og höfuðdúkurinn er það einnig, þarafleiðandi er höf- uðdúkurinn „blæja“. Við þessu var ekkert að segja. En svo féllu þessar umræður í skuggann fyrir öðru. Frambjóð- endur stjórnarflokksins einhvers staðar í Norður-Frakklandi tóku að básúna í öllum fjölmiðlum að efsti maður á lista sósíalista í sama kjördæmi, Ali nokkur Soum- aré, upprunninn frá Senegal, væri margdæmdur glæpamaður; heimt- uðu þeir að sósíalistar drægju hann til baka og bæðust afsök- unar. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að téður Ali hafði einhvern tíma fyrir mjög mörgum árum fengið að gista í steininum fyrir bernskubrek, sem hann var ekkert að draga fjöður yfir, en öðrum sökum neitaði hann sem von var, andstæðingar hans höfðu farið mannavilt, það var einhver allt annar Ali Soumaré sem hafði lent í kasti við lögin. Nú gerist það vafalaust á bestu bæjum að menn villist á Ali og Ali, en marg- ir spurðu: hefði einhver farið að leita logandi ljósi í sakaskrám – sem hann átti reyndar ekki að hafa aðgang að – ef frambjóðand- inn hefði ekki verið þeldökkur maður í úthverfi? Nóg er víst til af vandamálun- um og því ekki ástæða til að búa til enn fleiri. Því er það fagnað- arefni, ef menn geta söðlað arab- íska kinnhesta og hlegið að öllu saman. Líkamsárásin EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Kinnhestar og blæjur UMRÆÐAN Baldur Kristjánsson skrifar um kyn- þáttamisrétti Í ávarpi sínu, í tilefni af Alþjóðadegi baráttu gegn kynþáttamisrétti 21. mars, lögðu mannréttindanefndir Evr- ópuráðsins og Evrópusambandsins áherslu á baráttu gegn dreifingu kyn- þáttahaturs á veraldarvefnum. Varað er við því að kynþáttahatarar hafi tekið netið í þjónustu sína þar sem þeir breiði út óhuggulegan boðskap sinn sem nái þar eink- um til ungs fólks. Við þessu verði að bregðast af krafti. Okkur hefur lengi verið ljós hættan á orðræðu á netinu sem kyndir undir hatur á öðru fólki og nefndir okkar hafa reynt að bregðast við, segir í sameiginlegu ávarpi. ECRI, nefnd Evrópuráðs- ins, hefur áður lagt línurnar um hvernig hægt sé að berjast gegn kynþáttahatri á netinu bæði með löggjöf og uppfræðslu. Til þess að ná árangri þurfi að lögsækja þá er að slíku standa. Það þurfi að þjálfa lögreglumenn og saksóknara til þess að rekja efni á vefnum og finna leiðir til þess að ákæra. Yfirvöld þurfa að huga að löggjöfinni og ríki þurfa að hafa samstarf sín á milli. Sérstaklega þarf að huga að því að ung börn liggi ekki flöt fyrir þessum mannfjandsamlega áróðri. Þá eru stjórnvöld hvött til þess að gefa gaum og kanna umfang kynþáttahat- ursáróðurs og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bregðast við. Kynþáttahatur og kynþáttafordómar leiða til ofbeldis og misréttis. Markmið okkar er að skapa samfélag þar sem slíkt þekkist ekki þar sem allir sitja við sama borð án tillits til uppruna, litarháttar eða trúar eða nokk- urs slíks. Íslensk stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega, taka þá áskorun ECRI alvarlega, að staðfesta við- auka nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu en Ísland er í hópi Evrópuríkja sem hafa samþykkt hann en ekki staðfest. Innleiðing sáttmálans auð- veldar alla baráttu fyrir hvers konar misrétti. Höfundur er tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum í sérfræðingaefnd ECRI og var varaforseti nefndarinnar um þriggja ára skeið. Kynþáttahatur á netinu BALDUR KRISTJÁNSSON sumarferdir.is Frábært golftilboð! Villaitana, Benidorm – Alicante 12.-17. apríl Verð á mann m.v. 2 fullorðna. í tvíbýli. Innifalið er flug með sköttum og flutningi á golfsetti. Akstur til og frá flugvelli erlendis. Gisting með morgun og kvöldmat. 5 golfdagar 119.900 kr.frá Skapandi hugsun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, er frekar jákvæður fyrir komu hernaðarfyrirtækisins E.C.A. til Íslands. Honum finnst líka „langt til seilst“ að halda því fram að fyrirtæki sem hefur það að starfa að þjálfa hersveitir sé „í hernaðarbrölti“. Bjarni sagði í Fréttablaðinu í gær: „Við erum sjálf að reka hér Varnar- málastofnun sem rekur eftirlit með lofthelginni á Norður-Atlantshafi og kemur upplýsingum og merkjum til hinna NATO-ríkjanna. Með skapandi hugsun mætti segja að þar með værum við komin í hernaðarbrölt, sem við erum ekki, frekar en þetta félag.“ Að láta hugann reika Já, það þarf fjörugt ímyndunarafl til að tengja saman þátttöku í og samstarf við hernaðarbandalag sem einhvers konar hernaðarbrölt. Þetta er svona eins og að halda því fram að það að klæða sig í stuttbuxur og sparka bolta á milli tveggja stanga á grasbala eigi eitthvað skylt við fótbolta. Kom á óvart Skömmu fyrir áramót sendu Sam- tök atvinnulífsins frá sér tilkynningu þar sem þau sögðu að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, svonefnd skötu- selslög, brytu í bága við stöðugleika- sáttmálann. Í bréfi til forsætisráðherra 22. febrúar bættu samtökin um betur og sögðu lögin jafngilda uppsögn stöðugleikasáttmálans. Sú skoðun var ítrekuð í bréfi á mánudag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að þessi viðbrögð hafi komið sér á óvart. Hve mörg bréf hefðu Samtök atvinnulífsins þurft að senda? bergsteinn@frettabladid.isE nn er hver höndin komin upp á móti annarri í björgunar- bátnum sem þjóðin velkist í eftir skipbrot stjórnarhátta undangenginna áratuga, hrun krónunnar og fjármálafyr- irtækjanna. Síðasti afleikurinn í óhappasögu þessarar þjóðar er upphlaup Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna þess að ríkisstjórnin fór ekki að vilja útvegsmanna við endurskoð- un á úthlutun veiðiheimilda á skötusel. Samtökin segja ákvörðun- ina „kornið sem fyllti mælinn“ og hafa sagt sig frá stöðugleika- sáttmálanum. Kannski er það til marks um áhrifavald hagsmunaaðila í sjávar- útvegi að látið skuli brjóta á jafnlitlu máli þegar að stöðugleikasátt- málanum kemur. Í röksemdafærslu SA á vef samtakanna í gær eru þó talin upp mörg dæmi þar sem ríkisstjórnin er sögð hafa farið á svig við umræddan sáttmála. Er því borið við að seinagangur hafi verið í atvinnumálum, skattahækkanir hafi verið úr takti við það sem ákveðið hafi verið, gjaldeyrishöft séu enn við lýði og í morgunútvarpi gærdagsins mátti heyra Vilhjálm Egilsson, fram- kvæmdastjóra SA, kalla enn eftir vaxtalækkun Seðlabankans. Í huga leikmanns skýtur þó upp þeirri hugsun hvort ríkisstjórn landsins sé með þessu ekki ætlaðar fullmiklar sakir. Háir vextir og gjaldeyrishöft um ófyrirséða framtíð skrifast jú á þá óvissu sem ríkir vegna dráttar á lausn deilunnar um Icesave, sem aftur tefur efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Vandséð er að margir hafi lagst á árar með ríkisstjórninni í að leysa þau mál. Nú síðast var það þjóðin sjálf sem kaus yfir sig óbreytt ástand. Lítið virðist standa eftir af fullyrðingunni um hversu mikið einróma „nei“ myndi styrkja samningsstöðu lands- ins. Núna ágerist líka umræða um að í skjóli gjaldeyrishafta þurfi ekki háa vexti til að styðja við gengi krónunnar. Vexti megi lækka strax og losa með því peninga til „góðra verka“. Skoðun þessi á hljómgrunn hjá hagsmunasamtökum jafnt sem í „villta vinstrinu“. Undirrituðum þykir hins vegar vanta að sögunni fylgi hvað gerist svo. Ávæning af því mátti heyra hjá Má Guðmundssyni seðlabanka- stjóra við vaxtaákvörðun bankans 17. þessa mánaðar. Þar ræddi hann um leið „B“ í efnahagsmálum, sem verður æ líklegri eftir því sem lausn Icesave dregst. Leiðin felur í sér að hverfa verður frá efnahagsáætluninni sem unnin var í samvinnu við AGS. Hægt verður að lækka vexti bratt, en gjaldeyrishöftum verður haldið um ófyrirséða framtíð. Naumlega verði hægt að forða greiðsluþroti ríkisins í lok næsta árs og byrjun þess þarnæsta þar sem miklir gjalddagar erlendra lána bíða. Er þá ósvarað spurningunni um það hvort segja verði upp samningnum um evrópska efnahagssvæðið þar sem kveðið er á um frjálst flæði fjármagns. Gjaldeyrishöftin eru látin viðgangast eins og er vegna þess að þau eru sett á í skjóli AGS. Óvíst er að höftin verði látin viðgangast verði horfið frá samstarfi við sjóðinn. Sömuleiðis verður að velta fyrir sér viðhorfi umheimsins til lands- ins sem neitar að greiða skuldir sínar við Breta og Hollendinga. Eitt er að stjórna og reyna að taka ábyrgar ákvarðanir og annað að hrópa ábyrgðarlaust á vanhugsuð úrræði. Hvaða framtíð sjá þeir fyrir sér landi og þjóð til handa sem hvað ötulastir eru í hlutverki gagnrýnenda? Má biðja um svör sett fram í fullri alvöru? Ábyrg umræða og ábyrg afstaða: Hver vill leið B? ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.