Fréttablaðið - 24.03.2010, Page 18

Fréttablaðið - 24.03.2010, Page 18
18 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Gunnar Axel Axels- son skrifar um hlut- verk Seðlabankans Árið 2004 fóru áhyggj-ur af vexti bankanna og skuldasöfnun erlend- is vaxandi. Í ræðu á árs- fundi Seðlabankans það ár nefndi forsætisráðherra að bank- inn hefði gert athugasemdir vegna þessa enda gæti lánshæfiseinkunn Íslands lækkað. Hann bætti við: „En ef ekki dregur úr skuldsetning- unni [...] hljóta forystumenn Seðla- bankans að velta fyrir sér til hvaða aðgerða skuli grípa, þannig að ekki horfi til vandræða. Áminningarnót- an er ekki plagg sem bankinn send- ir til þess að vísa í, ef illa fer, og firra sig þar með ábyrgð.“ Ráðherra gekk út frá frum- kvæði Seðlabankans gegn ofvexti og skuldasöfnun bankanna og áréttaði það síðar: „Þýðingarmest er að stjórnendur bankanna sjái þetta sjálfir og ekki þurfi að koma til aðgerða Seðlabanka. En á hinn bóginn má enginn vafi ríkja um að Seðlabankinn tekur fast á málum ef ekki er farið að vinsamlegum til- mælum, sem hann sendir frá sér.“ Ábyrgð á fjármálastöðugleika Þessi skilningur Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra rímar við lög, samþykktir og samstarfs- samninga sem fjalla ekki um skyldu til viðvarana heldur aðgerða. Í greinargerð með frumvarpi til laga um Seðlabankann frá 2001 segir: „Áherslan á virkt og öruggt fjármálakerfi er í samræmi við þá auknu áherslu sem lögð er á það í seðlabönkum flestra landa að stuðla að öryggi fjármálakerfisins, þ.e. að tryggja fjármálastöðugleika. Þetta er vaxandi viðfangsefni í Seðla- banka Íslands og nauðsynlegt þykir að kveða sérstaklega á um það í lög- unum.“ Við setningu laganna var áhersla lögð á sjálfstæði Seðlabankans. Sú kvöð að leita samþykkis ráðherra fyrir beitingu bindiskyldu var afnumin. Bankinn fékk sjálfdæmi um ákvörðun dag- sekta væru ákvarðanir um bindiskyldu, laust fé og gjald- eyrisjöfnuð ekki virtar. Allt eru þetta mikilvæg stjórn- tæki auk þess sem samráð og gagnkvæm upplýsingaskylda Seðla- bankans og FME var tryggð. Samþykkt um eigin verkefni Árið 2006 gerði stjórn Seðlabank- ans samþykkt um hvernig viðfangs- efnum á sviði fjármálastöðugleika skyldi sinnt: „Með setningu reglna um lágmark eða meðaltal lauss fjár lánastofnana og reglna um gjald- eyrisjöfnuð lánastofnana og eftir- liti með því að þeim sé fylgt. Með setningu reglna um starf- semi greiðslu- og uppgjörskerfa og með kerfislegu eftirliti með þeim. Með því að beita sér fyrir breyt- ingum á reglum og lagalegri umgjörð um starfsemi fjármálafyr- irtækja og viðskipti á markaði eftir því sem hann telur tilefni til.“ Ekki er um viðvörunarskyldu að ræða heldur aðgerðaskyldu. Í kaflanum „Greining og kynning“ er áréttað að það skuli gert „[m]eð því að koma ábendingum bankans um úrbætur og breytingar skýrt á framfæri og fylgja þeim eftir.“ Meðal þess sem fyrrnefndum samráðshópi um fjármálastöðug- leika var ætlað að ræða á fundum sínum var „[m]eiriháttar breyting- ar á lögum, reglum og starfshátt- um er varða Fjármálamarkaðinn.“ Ekki liggur fyrir hvort Seðlabank- inn nýtti þetta samráð til að leggja einhverjar tillögur formlega fram og fylgja þeim eftir í samræmi við eigin samþykktir. Átti að vara sjálfan sig við Í ræðu formanns bankastjórnar Seðlabankans á morgunfundi Við- skiptaráðs 18. nóvember 2008 birt- ist annar skilningur á hlutverki og skyldum bankans. Meginefni ræð- unnar var að lýsa munnlegum við- vörunum. Viðbrögð fræðimanna voru hörð eins og sjá mátti í Frétta- blaðinu daginn eftir. Jón Daní- elsson, hagfræðingur við London School of Economics, benti á að Seðlabankinn bæri ábyrgð á fjár- málastöðugleika og spurði „Er ekki eini aðilinn sem hann þarf að vara við hann sjálfur?“ Hagfræðing- arnir Jón Steinsson, Gylfi Magn- ússon, Ólafur Ísleifsson og Yngvi Kristinsson sögðu upplýsingar um viðvaranir aðeins vekja spurning- ar um hvers vegna Seðlabankinn beitti ekki stjórntækjum á borð við bindiskyldu, reglur um laust fé og sértæka bindiskyldu vegna erlendra útibúa. Gylfi Magnússon bar ræð- una saman við niðurstöðu Seðla- bankans um trausta stöðu bank- anna í Fjármálastöðugleika í maí 2008 og sagði: „Það hlýtur að hafa verið gróft brot á starfsskyldum Seðlabankans að gefa út slík heil- brigðisvottorð fyrir bankakerfið opinberlega ef æðstu stjórnendur Seðlabankans töldu á sama tíma að kerfið stæði á brauðfótum.“ Viðvaranir firra engan ábyrgð Nýjar upplýsingar auka efasemd- ir um styrk og hæfni þeirra „kjöl- festufjárfesta“ sem valdir voru til að fara með ráðandi hlut í bönkun- um við einkavæðingu. Sérfræðing- ar á borð við Anne Sibert og Willem Buiter bentu á það í skýrslu sum- arið 2008 að íslenska bankakerfið hafi hætt að vera sjálfbært fyrir mörgum árum. Allt tal um „við- varanir“ Seðlabankans vekur því aðeins spurningar – ekki um það hvað stjórnendur bankans sögðu heldur hvað þeir gerðu enda gefur bankinn ekki út viðvaranir „til þess að vísa í, ef illa fer, og firra sig þar með ábyrgð“. Höfundur er viðskiptafræðingur. Lengri útgáfu má lesa á Vísi. Seðlabankinn á að framkvæma, ekki vara við GUNNAR AXEL AXELSSON UMRÆÐAN Kristinn Örn Jóhannesson skrifar um VR Björn S. Lárusson við-skiptafræðingur skrif- ar grein er birtist í Frétta- blaðinu í gær, 23. mars. Heldur hann upptekn- um hætti og leitast við að gera þá tortryggilega sem starfa fyrir VR, í stað þess að höfða til félags manna á forsendum eigin verðleika og stefnu. Björn segir helsta áherslumál hans fyrir yfirstandandi stjórnar- kjör vera að opna félagið, án þess þó að skýra það nánar. Undanfarið hefur staðið yfir opin stefnumótun innan félagsins sem öllum félags- mönnum hefur gefist kostur á að taka þátt í. Þessi vinna er í full- um gangi og þessa dagana er verið að boða enn fleiri félagsmenn til starfsins á stóran stefnumótunar- fund í lok apríl. Öll stjórn VR er sammála um að breyta þarf fyrirkomulagi kosn- inga innan félagsins. Það verður hins vegar eingöngu gert á aðal- fundi félagsins. Ný stjórn sem kjör- in hefur verið hefur ekki starfað svo lengi að aðalfundur hafi verið haldinn. Næsti aðalfundur verð- ur haldinn 28. apríl 2010 og verða breytingatillögur á kosningafyrir- komulaginu lagðar þar fram. VR er líklega eina stóra stétt- arfélagið sem gerir upplýsingar um fjármál félagsins aðgengileg- ar á vef sínum. Allir stjórnarmenn geta fengið nánari upplýsingar um fjármál þess, gert athugasemdir og komið með tillögur til úrbóta. Í stað þess hafa nokkrir stjórnarmenn frekar kosið að senda fjölmiðlum upplýsingar sem ætlaðar eru fyrir félagsmenn og gera þær tortryggi- legar á opinberum vettvangi. VR er ekki lífeyrissjóður en félagið á kjarasamningsbundinn rétt til að tilnefna stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna (Lv). Ný stjórn VR gerði meiri breytingar á stjórn Lv en gerðar voru á nokkr- um öðrum lífeyrissjóði í kjölfar kreppunnar með tilnefn- ingu þriggja nýrra stjórn- armanna. Reynslumikill og varfærinn maður var feng- inn til að leiða stjórnina, Ragnar Önundarson, sem var einn fárra sem vöruðu við áhættusækni íslensku fjármálafyrirtækjanna fyrir hrun. Stjórn VR ber fullt traust til Ragnars og það er virkilega dapurlegt að Björn S. Lárusson skuli kjósa að draga heiðarleika Ragnars í efa. Kosningar eru árlegur viðburð- ur í VR en einungis einu sinni áður hafa félagsmenn óskað eftir alls- herjarkosningu. Félagsmenn hafa í ár sameiginlega kosið sér lista og lagt fram undir merki A-lista. A- listinn er skipaður blöndu af nýju fólki og fólki með reynslu. En það er einnig verið að kjósa 82 manna trúnaðarráð sem er stjórninni til ráðgjafar. Á það minnist Björn hvergi. Þetta er mikilvægur hópur sem nauðsynlegt er að sé virkur og upplýstur. Þetta eru fulltrúar okkar á þingum ASÍ og LÍV, ásamt því sem ráðið sinnir ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Reynsla af yfir- standandi starfsári hefur því miður verið sú að aðeins lítill hluti þeirra sem skipuðu L-listann virtist hafa áhuga á starfi trúnaðarráðsins, öðrum kom jafnvel á óvart að sjá nöfn sín í ráðinu. Þetta er óheppi- legt. A-listinn er tilraun til að sam- eina alla þá sem vilja vinna félag- inu og félagsmönnum gagn. Hann er mikilvægt skref í átt til sátta milli þeirra sem tekið hafa þátt í VR í gegnum tíðina og þeirra sem komið hafa með nýtt blóð og nýja strauma inn í félagið. Það er von mín að A-listinn nái góðri kosningu svo félagið geti gengið sameinað til verka á kjara- samningsári, tekist á við erfið- ar aðstæður tæplega þrjátíu þús- und félagsmanna sinna og haldið áfram uppbyggingu VR sem leið- andi stéttarfélags á Íslandi – stétt- arfélags sem er sterkt, opið og lýð- ræðislegt. Höfundur er formaður VR. Galopið VR KRISTINN ÖRN JÓHANNESSON Helgar tilgangurinn meðalið? UMRÆÐAN Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar um at- vinnumál og herfyrirtæki Nú hafa ýmsir fulltrúar Samfylking-arinnar látið hafa eftir sér stuðn- ing við áform um að E.C.M. Program ltd., fyrirtæki sem í raun er einkaher, fái aðstöðu á Suðurnesjum. Ef rétt er eftir þeim haft þá er mér verulega misboðið. Ég veit vel að það er atvinnuleysi á Suðurnesjum – eins og víðar um land og að þar eru margir fylgjandi því að þetta fyrir- tæki fái leyfi og fyrirgreiðslu. Ég leyfi mér hins vegar að efast um að nokkur raunveruleg störf séu þarna að baki enda allt mjög óljóst um fyr- irtækið. Veiting slíks leyfis myndi brjóta í bága við stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þar sem segir að gera eigi Ísland að vettvangi fyrir friðarumræðu og leggja áherslu á baráttu fyrir friði og afvopnun í heim- inum. Einn atvinnulaus maður er einum manni of mikið. Atvinnuleysi er böl. Það afsakar þó ekki þjónkun við þá sem hafa stríðsrekstur að atvinnu. Afrakst- ur slíkrar starfsemi er enn þá verri en atvinnuleysisbölið. Við skulum heldur ekki gleyma því að þegar staða einnar þjóðar er eins og þeirrar íslensku nú þá flykkjast að alls kyns fjárplógsmenn sem sjá tækifæri til þess að græða á neyð smáþjóðar. Við þurfum að vanda okkur í atvinnuuppbyggingunni. Þó að við séum hnípin þjóð í vanda, megum við ekki selja sálu okkar. Við eigum að hafa lært af reynsl- unni þegar kemur að skyndilausnum. Við getum byggt upp atvinnu án hjálpar fyrirtækja á sviði herþjónustu. Samfylkingarfélagið í Reykjavík heldur fund um þetta mál og önnur atvinnumál á Hallveig- arstíg 1, kl. 20.30 í kvöld. Þangað eru allir vel- komnir. Höfundur er varaformaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR Einn atvinnulaus maður er einum manni of mikið. Atvinnuleysi er böl. Það afsakar þó ekki þjónkun við þá sem hafa stríðsrekstur að atvinnu. Afrakstur slíkrar starfsemi er enn þá verri en atvinnuleysisbölið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.