Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Þegar ég er beðin um að rifja upp sögur af ferðalögum mínum kemur alltaf upp í hugann atvik sem átti sér stað þegar ég fór í Int- errail-ferð ásamt vinum mínum úr menntaskóla sumarið 1997,“ segir Birgitta Birgisdóttir leikkona, sem þessa dagana fer með hlutverk Höllu í uppfærslu Borgarleikhúss- ins á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Birgitta og vinir hennar sam- mæltust um að hefja ferðina með því að fljúga til Parísar og sjá svo til hvert haldið skyldi eftir það. Hópurinn fikraði sig niður Frakk- land og yfir til Ítalíu, þar sem uppákoman sem Birgittu er minn- isstæð átti sér stað. „Við þurftum að fara út í litlu fjallaþorpi til að skipta um lest,“ segir Birgitta. „Þegar lestin sem við vorum í stoppaði ætluðum við að drífa okkur út úr lestinni, því þær stoppa fáránlega stutt þess- ar ítölsku litlu lestir. Þá var fimm manna fjölskylda á undan okkur, með margar ferðatöskur, og í ein- hverju óðagoti opnuðu þau hurð sem lá út á brautarteinana. Við hlupum öll út á eftir þeim, ég var síðust og lestin var að fara af stað þegar ég rétt náði að stökkva út.“ Þegar hópurinn hafði stað- ið á miðjum brautarteinum í lít- illi brautarstöð í smáu fjallaþorpi skamma stund komu aðvífandi tveir brautarverðir með skamm- byssur á lofti og öskruðu hástöf- um á ítölsku. Allir ferðalangarnir voru teknir, settir inn í herbergi og var ekki gefið leyfi til að fara á klósettið í dágóða stund, hvað þá meira. „Þeir tóku passana okkar og voru heillengi að skrifa ein- hverja skýrslu um „alvarlega“ glæpinn sem við frömdum. Svo tóku þeir ljósrit af vegabréfunum og slepptu okkur loks eftir nokk- urra klukkustunda veru þarna á pínulitlu brautarstöðinni. Þeir töluðu enga ensku og við enga ítölsku þannig að þetta var allt frekar vandræðalegt. Á einhvern hátt tókst okkur samt að skilja að verið væri að taka okkur fyrir að fara öfugum megin út úr lestinni. Okkur stóð ekki alveg á sama rétt meðan á þessu stóð, en um leið og öllu lauk þá hlógum við að þessu. Sérstaklega í ljósi þess hve bærinn var lítill og næsta lest líklega ekki væntanleg fyrr en mörgum tímum síðar,“ segir Birgitta og hlær. Leikkonan minnist þess einnig að Díana prinsessa lést þetta sama sumar. Þá var hópurinn staddur í Róm á Ítalíu. kjartan@frettabladid.is Lestarverðir með alvæpni Birgitta Birgisdóttir leikkona skellti sér í Interrail-ferð sumarið 1997 ásamt vinum sínum úr menntaskóla. Hópurinn lenti í heldur óþægilegu, svo ekki sé minnst á eftirminnilegu, atviki á brautarstöð á Ítalíu. Birgitta ferðast mikið, sérstaklega á sumrin. „Innanlands finnst mér best að fara á Vestfirðina og næla mér í orku úr fjöllunum. Það er einhver algjör galdur sem fylgir fjöllunum fyrir vestan.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISVOTTAÐIR VESTFIRÐIR er yfirskrift ráðstefnu sem Ferðamálasamtök Vest- fjarða standa fyrir laugardaginn 17. apríl á Hótel Núpi. www.vestfirskferdamal.is Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is Lifandi – Nærandi – Gefandi Hvers vegna er ég sjúk(ur) í sykur og hvað er til ráða? Hefur einstaka löngun í sykur breyst í þörf fyrir sykur eftir hverja máltíð? Setur sykur og kolvetnisþörf sífellt strik í reikninginn þegar þú ert að reyna að bæta mataræðið og heilsuna? Er ekki kominn tími til að komast að undirliggjandi ástæðum og finna leiðir til að ná tökum á sykurþörfinni í eitt skipti fyrir öll? Linda Pétursdóttir, Certified Holistic Health Counselor kemur til Íslands og heldur fyrirlestur í Maður Lifandi Borgartúni fimmtudaginn 25. mars kl. 17:30–19:30. • • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.