Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 3 HVAÐ ER Í MATINN? Á kynnir skemmtilegan sérvef um matargerð og hagkvæm matarinnkaup. Með því að nota einfalt og skemmtilegt kerfi útbúum við handa þér matseðil eftir þínu höfði. Kynntu þér ótrúlegan fjölda gómsætra uppskrifta á Hvað er í matinn? á ...ég sá það á visir.is „Ég byrjaði að elta mömmu til Grænlands þegar ég var bara smá- polli,“ segir Árni, sem er nýlagð- ur af stað í mánaðarferð til norð- austur-strandar Grænlands með hóp ferðamanna. „Umhverfið og menningin varð strax að ástríðu hjá mér.“ Helena Dejak, eigandi Nonna Travel og móðir Árna, byrjaði að ferðast til Grænlands um miðj- an tíunda áratuginn, þegar fólk var almennt ekki farið að venja komur sínar þangað. Hún féll strax fyrir landinu og stofnaði dótturfyrirtækið Nonni Travel Greenland. Draumur Helenu var að sjá heimamenn geta aflað sér peninga með ferðamannaþjónustu og gaf hún því reksturinn til íbúa þorpsins Ittoqqortoormiit. Hefur hann verið í höndum þeirra síðan og séð fjölda fólks fyrir atvinnu. „Það er synd að sjá veiðimenn- inguna hverfa smám saman,“ segir Árni. „Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því hvað þetta land hefur upp á að bjóða.“ Nonni Travel sér um hundasleða- ferðir, skíða- og snjóbrettaferðir, göngu- og bátsferðir og í raun allt sem landið hefur upp á að bjóða. Vorin eru vinsælasti ferðamanna- tíminn, þegar sólin er hátt á lofti og bjart nær allan sólarhringinn. Árni vinnur sem leiðsögumað- ur með hópunum, en segir þó að nauðsynlegt sé að hafa innfædda veiðimenn með í för. „Ferðamenn vilja komast í snertingu við þessa fornu menningu sem einkenn- ir Grænland, en innfæddir eru í raun líka þeir einu sem sem þekkja landið eins og nauðsyn- legt er.“ Meginferðasvæði Nonna Trav el er við stærsta fjörð í heimi, Scor- esby Sund á NA-Grænlandi. „Þetta er einn ósnortnasti partur Græn- lands,“ segir Árni. „Sú tilfinning að velta fyrir sér hvort maður sé fyrsti maðurinn til að koma á eitt- hvert svæði í heiminum – að eng- inn hafi stigið þar fæti fyrr – er alveg ótrúleg upplifun.“ Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nonna Travel, www. nonnitravel.is - sv Allt annar heimur, rétt handan við hornið Grænland er ein af best földu náttúruperlum heims að mati Árna Vals Vilhjálmssonar sem unnið hefur hjá hinu rótgróna Nonna Travel í átta ár. Þó er landið í aðeins eins og hálfs klukkutíma fjarlægð frá Íslandi. Ævintýralegur blær eru yfir þessu húsi á Cap Tobin. MYNDIR/NONNI TRAVEL Árni Valur með einum vina sinna í Grænlandi. Hundasleðaferðir eru skemmtileg upplifun. Á Grænlandi má gera sér margt til dundurs. Island ProTravel sem selur ferðir til Íslands hlaut annað sæti Golden Palm-verðlaunanna fyrir sjó- stangveiðiferðir. Golden Palm-verðlaunin voru veitt á alþjóðlegu ferðakaupstefnunni ITB í Berlín nýlega en Island ProTravel hlaut annað sætið fyrir sjóstangveiðiferðir til Íslands. Frá þessu er greint á vef Ferðamálastofu. Það er þýska ferðatímaritið GEO SAISON sem veitir verðlaunin en tímaritið er vel þekkt og kemur út í 137 þúsund eintökum. Eru verðlaunin veitt fyrir bestu einstöku pakkaferð sem skipulögð er af ferða- þjónustuaðila og er tekið tillit til nýsköpunar og frumleika, sem og góðs skipulags. Pakkaferðin sem Island ProTravel hlaut annað sætið fyrir er ferð sem fyrirtækið hefur boðið upp á síðan árið 2006 og er samstarf Island ProTravel í Þýskalandi, Island ProTravel á Íslandi, ferðaskrif- stofunnar Vögler‘s Angelreisen í Þýskalandi og fyrir- tækisins Hvíldarkletts á Vestfjörðum. Ferðirnar eru pakkaferðir fyrir sjóstangveiðimenn en þeir koma hingað til lands og dvelja í viku á Suðureyri eða Flat- eyri á Vestfjörðum við veiðar. Island ProTravel er ferðaþjónustufyrirtæki í eigu Guðmundar Kjartanssonar og Ann-Cathrin Bröck- er. Þau hafa aðsetur og stýra skrifstofu fyrirtækis- ins í Hamborg og hafa um 20 ára reynslu í að bjóða erlendum ferðamönnum ferðir til Íslands. Auk skrif- stofunnar í Hamborg er Island ProTravel með sölu- skrifstofur í eigin nafni í Sviss, Bretlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í Íslandsferðum og býður upp á margs konar ferðir til landsins. Island ProTravel verðlaunað Island ProTravel hlaut verðlaunin fyrir sjóstangveiðiferðir til Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.