Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 28
 24. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fermingargjafi r Fullorðna fólkið þykist oft vita hvað fermingarbörnum sé fyrir bestu að fá í fermingargjöf. Unga fólkið hefur hins vegar ansi oft skýrar hugmyndir um hvað það langar mest í eins og kom vel í ljós þegar fimm ferm- ingarbörn voru spurð álits. FARTÖLVA OG NÝTT HERBERGI Brynja Steinþórsdóttir fermist 1. apríl í Dómkirkjunni. „Mig lang- ar í fartölvu sem ég fæ frá mömmu og pabba og svo fæ ég að flytja í stærra herbergi,“ segir Brynja glaðlega. „Svo langar mig í eyrna- lokka, ipod og gítartösku,“ segir hún en Brynja er að læra á gítar. Hún myndi þannig ekki slá hend- inni á móti rafmagnsgítar en gerir sér grein fyrir að það sé harla ólík- legt enda um dýran grip að ræða. Peningur er líka vel þeginn. „Ég myndi líklega spara einhvern hluta og svo mun ég nota hluta hans þegar ég fer til New York með mömmu og pabba í sumar,“ segir hún með tilhlökkun. GJAFIR SEM ENDAST OG NÝTAST Sólveig Stefánsdóttir fermist í Selj- akirkju á sunnudaginn. Hún útbjó fermingargjafalista til að auðvelda ættingjum og öðrum gestum leik- inn. „Mig langar í hluti sem end- ast og maður getur notað,“ segir Sólveig og nefnir dæmi af listan- um. „Til dæmis úlpa, koddi, svefn- poki, ferðataska, sléttujárn og krullujárn.“ Frá foreldrum sínum fær Sólveig körfuboltabúning en hún æfir með körfuboltaliði ÍR. Hún segir jafn gott að fá pening og gjafir. Peningarnir nýtist til framtíðar enda ætlar Sólveig að leggja hann inn á sparnaðarreikn- ing. „Ég er reyndar búin að fá leyfi hjá mömmu til að kaupa reiðhjálm fyrir hluta peninganna ef ég fæ hann ekki í fermingargjöf,“ segir hún kát í bragði. - sg REIÐHJÓL EFST Á ÓSKALISTA Akurnesingurinn Breki Harðar- son er einn af fermingardrengjum þessa vors. Spurður um vænting- ar í sambandi við fermingargjafir svarar hann: „Ja, mig vantar hjól og líka fartölvu.“ Þeir sem þekkja til í heima- Fartölvur, ferðir og trommusett efst á lista Félag íslenskra hú›lækna, Geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagi›, Landlæknisembætti› og L‡›heilsustö› hvetja foreldra og forrá›amenn fermingarbarna til a› fara a› tilmælum alfljó›astofnana um a› börn og unglingar fari ekki í ljósabekki. Brynja Steinþórsdóttir fær fartölvu frá foreldrum sínum og nýtt herbergi að auki. FRÉTTABLAIÐ/STEFÁN Mariu langar í ferð til Chile en hún á ættir að rekja þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það verður veisla í Arnardal, félagsmiðstöð hér á Akranesi,“ segir Breki og hlakkar mikið til fermingar- dagsins. MYND/HÖRÐUR SIGURBJARNASON Victor Alexander Guðjónsson er fermingarbarn í Fella- og Hólasókn. Hann reynir að tala um fyrir móður sinni að fá að kaupa trommusett fyrir fermingarféð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sólveig Stefánsdóttir vill gjafir sem nýtast og endast. Til dæmis reiðhjálm og körfuboltabúning. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI byggð Breka vita að Skaginn býður upp á reiðhjólanotkun, svo flatlend- ur sem hann er. Reyndar kveðst drengurinn eiga hjól en segir það bara alltof lítið. Býst hann við að draumurinn rætist? „Ég held ég fái fartölvuna en er ekki viss um hjól- ið. Kannski fæ ég pening sem ég get notað upp í kaup á því.“ Breki fermist borgaralegri fermingu hjá Siðmennt 18. apríl, sá eini á Akranesi, og athöfnin fer fram í Háskólabíói. Tvær helgar hafa farið í undirbúning, sú fyrri í febrúar og sú seinni í þessum mánuði. Þar hefur fermingargjaf- ir ekki borið á góma að sögn Breka og hann kveðst ekki hafa rætt um þær við væntanleg fermingarsyst- kini sín. En ætlar hann að halda veislu í tilefni dagsins? „Já, já,“ svarar hann og virðist ögn hneykslaður á spurningunni. „Það verður veisla í Arnardal, fé- lagsmiðstöð hér á Akranesi.“ - gun TAKTURINN SKIPTIR MÁLI Victor Alexander Guðjónsson ferm- ist í Fella- og Hólakirkju á skírdag. Hann dreymir um alvöru trommu- sett, eins og þetta gyllta sem fæst í Hljóðfærahúsinu í Síðumúla. „Ég fermist 1. apríl klukkan 11 og hlakka mjög til dagsins, en kvíði líka svolítið fyrir. Ég gæti kannski fipast á trúarjátningunni og ritningarorð- unum, en hef þó haft heilan vetur til að undirbúa mig svo þetta ætti nú að bjargast,“ segir Victor í gríni. „Ég fermist til að staðfesta skírnina og trúna á Krist, en svo verður líka gaman að vera með hinum krökkun- um í kirkjunni og síðar gestunum í veislunni,“ segir Victor sem veit upp á hár hvað hann vill í fermingargjöf. „Draumagjöfin er nýtt og gott rúm því gamla rúmið mitt er orðið hálf- gerður ræfill. Svo koma trommur eða peningar til að kaupa trommu- sett og á eftir því sjónvarp, heimabí- ókerfi og tölva, í þessari röð.“ Victor segir móður sína á móti trommusetti inn á heimilið, en hann sé ekki búinn að sjá fyrir end- ann á þeirri umræðu. „Mamma segir hávaða fylgja trommunum en ég segi að það eigi bara við þá sem kunni ekki á trommur eða að tromma í takt. Mér þykja trommur mest heillandi af hljóðfærum, enda skiptir takturinn öllu máli. Ég hef lengi beðið eftir tækifæri til að læra á þær og eignast sjálfur,“ segir Vict- or og bætir við að mamma sín vilji helst að hann leggi fermingarpen- inginn inn á bankabók. „Það kemur líka til greina því á næsta ári get ég tekið fyrsta prófið á létt mót- orhjól og þá er ekki verra að eiga fyrir einu slíku. Í það minnsta eru þetta mínir peningar sem ég vil fá að verja að vild.“ - þlg FARTÖLVA OG FERÐ TIL CHILE Efst á óskalista Mariu Christinu As- cencio Rain sem fermist í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 22. apríl er far- tölva og ferð til Chile. Tölvuna lang- ar hana að nota til að komast á netið, fara á Facebook og vinna skólaverk- efni en til Chile langar hana að fara til að finna ræturnar. „Pabbi minn er frá Chile og mig langar að kynnast landi og þjóð.“ Faðir Maríu býr í Danmörku og kemur til landsins ásamt fjölskyldu sinni en auk þess er von á foreldr- um fósturföður hennar sem er Dani. „Við ætlum að vera með mat frá Íslandi, Danmörku og Chile svo þetta verður þjóðleg veisla.“ Um- gjörðin verður ekki af verri endan- um og dugar ekki minna til en vík- ingahellirinn á Fjörukránni undir herlegheitin. En ætli það sé eitthvað fleira á óskalistanum? „Mig langar svolítið í einhvers konar græjur og kannski spennubækur.“ Spurð hvort skart- gripir komi til greina er svarið já og nei. María er hins vegar þegar búin að finna kjól og skó og er móð- uramma hennar að hekla ermar. En hvernig verður hárið? „Mér er nokkuð sama um það og ætla að leyfa mömmu að ráða.“ -ve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.