Fréttablaðið - 24.03.2010, Síða 40

Fréttablaðið - 24.03.2010, Síða 40
24 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, Páls Theódórs frá Stórholti. Guðbjörg Jónsdóttir Guðmundur Theódórs Þrúður Karlsdóttir Elinborg Theódórs Bjarni Jensson Benedikta Theódórs Ólafur Gunnlaugsson Jón Brands Theódórs Ragnheiður Benediktsdóttir Páll Theódórs Hrafnhildur Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ásgeir Hallsson Hvassaleiti 101, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn 21. mars. Margrét Halldóra Sveinsdóttir Guðný Ásgeirsdóttir Stauble Markus Stauble Ásgeir Ásgeirsson Ingibjörg Ýr Pálmadóttir afabörn og langafabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug vegna and- láts elskulegrar eiginkonu minnar, mömmu, tengdamömmu og ömmu, Ruthar Kristjánsdóttur Sæviðarsundi 100, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Landspítalanum við Hringbraut og hjá hjúkrunarþjónustunni Karitas, sem annaðist hana í veikindum hennar. Óskar Hjartarson Sigurborg Óskarsdóttir Ólöf Sesselja Óskarsdóttir Árni Árnason Hrafnhildur Árnadóttir Arngunnur Árnadóttir Valgerður Árnadóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Páll Ólafsson bóndi, Brautarholti, Kjalarnesi, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. mars, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 26. mars kl. 13.00. Guðrún Pálsdóttir Sveinn G. Segatta Ásta Pálsdóttir Gunnar Páll Pálsson Þórdís Pálsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir Bjarni Pálsson Ólöf Hildur Pálsdóttir Sigurður Valgeir Guðjónsson og barnabörn. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Upplýsingar um stærðir og verð, hafið samband í síma 512 5490 - 512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Yndislegur eiginmaður minn, besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Jóhann Magnússon skipstjóri frá Hrísey Birkiási 35, Garðabæ, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut, mánu- daginn 15. mars, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 26. mars kl. 13.00. Anna Björg Björgvinsdóttir Grétar Þór Magnússon Hrönn Hreiðarsdóttir Magnús Snorri Magnússon Jóhanna Rós F. Hjaltalín Linda Sólveig Magnúsdóttir G. Freyr Guðmundsson Arnheiður Fanney Magnúsdóttir Guðmundur R. Bjarnason Haraldur Róbert Magnússon Hrafnhildur Björnsdóttir og barnabörn. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Stefán Brynjar Óskarsson lést þann 6. mars í Kaupmannahöfn. Útförin verður auglýst síðar. Erna Stefánsdóttir Arnar Steinþórsson Rósa Hlín Óskarsdóttir Guðjón Egilsson Sunna Arnarsdóttir Tinna Arnarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Sigríður Jónsdóttir frá Vatnsnesi í Keflavík, Sólheimum 20, Reykjavík, lést á líknardeild Landakots laugardaginn 20. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 26. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Grensásvegi 7, Reykjavík, sími 533-4900. Jóhann Hjartarson Bjarnfríður Jóhannsdóttir Örn Bárður Jónsson Jóhann Jóhannsson Jóna Lúðvíksdóttir Málfríður Jóhannsdóttir Ragnar Snær Karlsson Hjörtur Magni Jóhannsson Ebba Margrét Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Þorsteinsson Gullsmára 5, er andaðist sunnudaginn 14. mars, verður jarðsunginn föstudaginn 26. mars frá Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins, s. 543 3724 eða hringurinn@ simnet.is Sæunn Mýrdal Sigurjónsdóttir Steinunn I. Einarsdóttir Halldór Runólfsson Þorsteinn Einarsson Guðrún H. Eiríksdóttir Þórir Einarsson Guðrún Aradóttir og fjölskyldur. LEIKKONAN LARA FLYNN BOYLE ER FERTUG. „Um leið og þér fer að verða sama hvað fólk er að hugsa, ferðu að hafa það gott.“ Lara Flynn Boyle hefur löng- um verið milli tannanna á fólki vegna líkamsþyngdar sinnar og vaxtarlags. Hún hefur leikið bæði í sjónvarpsþáttum og kvikmynd- um og fór meðal annars með hlutverk Donnu Hayward í þátt- unum Twin Peaks. Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna voru veitt í fjórða sinnið á sunnudaginn var. Kristín Arngrímsdóttir, myndlistarkona og rithöfundur, var ein fjögurra sem hlutu verðlaun en hún skrifaði barnabókina Arngrímur apaskott og fiðlan. „Sagan um Arngrím apaskott spratt upp úr vinnu minni hér á Borgarbókasafninu en ég var að myndskreyta trékoff- ort sem áttu að fara inn á leikskóla. Ég varð uppiskroppa með myndir á síðustu koffortin og bjó því til sögu í höfðinu á mér sem ég myndskreytti út frá. Sögupersónan var apa- skottið,“ segir Kristín um tilurð Arngríms apaskotts. Í fram- haldinu fór hún svo með tvö af koffortunum niður í Sölku bókaforlag og spurði hvort áhugi væri á sögunni sem hún væri með í kollinum. Kristín hefur starfað síðustu níu ár sem bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Áður hafði hún skrifað örsög- ur sem birtust í Tímariti Máls og menningar en Arngrím- ur apaskott er fyrsta bókin hennar sem gefin er út. Kristín myndskreytti bókina sjálf en hún hefur fengist talsvert við að myndskreyta barnabækur eftir aðra höfunda. „Mér fannst mjög gaman að geta myndskreytt bókina sjálf og þurfa ekki að eiga við duttlunga annars höfundar en sjálfrar mín. Ég veit ekki hvaðan innblásturinn að bók- inni kom en ég hef alltaf haft gaman af að klippa út, bæði myndir og dúkkulísur. Kannski kemur þetta til af því að hér á safninu er svo mikið til af pappír.“ Arngrímur apaskott stelur fiðlu í upphafi bókar og fer að spila á hana hljóð eftir því sem hann heyrir í kringum sig. Í umsögn dómnefndar segir að sagan „lýsi á hlýlegan hátt list- þörfinni sem blundar í okkur öllum, hvernig tónlistin getur vakið gleði og sameinað ólíka heima“. Bókin er ætluð börn- um á aldrinum þriggja til fimm ára og naut Kristín aðstoðar fjögurra ára barnabarns við gerð bókarinnar. Kristín er Arngrímsdóttir og þegar blaðamaður forvitn- ast um nafnatengslin kemur í ljós að hún á líka son sem heitir Arngrímur. Hún segir þó Arngrím apaskott ekki eiga sér fyrirmyndir í þeim. „Ég spurði son minn reyndar hvort honum væri sama en ég held að pabba hafi kannski brugðið aðeins. Mér finnst Arngrímur bara svo fallegt nafn og sterkt og apaskott kemur síðan lítið og létt á eftir.“ Kristín kann vel við sig innan um bækur. Hún viðurkenn- ir að það liggi ekki bara ein bók á náttborðinu hverju sinni heldur heill stafli enda hæg heimatökin að kippa með sér bókum úr vinnunni. Hún er að vonum ánægð með verðlaun- in og segir þau vera henni hvatning. „Nú finnst mér að ég hljóti að geta þetta fyrst ég hlaut verðlaun fyrir og verð hugrakkari fyrir vikið. Arngrímur apaskott er enn þá í höfðinu á mér og það er aldrei að vita nema hann taki upp á einhverju fleiru í framhaldinu.“ heida@frettabladid.is KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR: HLAUT FJÖRUVERÐLAUNIN FYRIR BARNABÓK Með apaskottið enn í höfðinu GAMAN AÐ GETA MYNDSKREYTT SJÁLF Kristín Arngrímsdóttir, mynd- listarkona og rithöfundur, hlaut Fjöruverðlaunin fyrir barnabókina Arngrímur apaskott og fiðlan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.