Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 44
28 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is ath kl. 11. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda á Akureyri hefst í dag og stendur til þriðjudagsins 6. apríl. Lokað er föstudaginn langa og páska- dag. Markaðurinn er á sama stað og undanfarin ár, við hlið Bakarísins við brúna, Gleráreyrum 2, rétt við Gler- ártorg. Opið er alla daga, jafnt virka daga sem um helgar, frá 11 - 18. > Ekki missa af … síðustu Háskólatónleikum vormisseris í dag kl. 12.30. Þá frumflytja Pamela De Sensi flautuleikari og slagverksleikar- arnir Eggert Pálsson og Frank Aarnink ný verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Antonio Cocomazzi og í fyrsta skipti hér á landi verkið Iceland eftir Anthony Holland. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona er sögumaður í verkinu. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 í Norræna húsinu. Fáir minnast þess nú en boðunar- dagur Maríu var lengi vel í háveg- um hafður og var ártal gjarnan miðað við hann víða um lönd. Kaþ- ólskum var hann heilagur enda fyrsti dagur þeirra almæltu tíð- inda að drottinn hafi numið stað- ar á hinni syndum spilltu jörð og boðberinn ekki af verri endan- um. Á fimmtudag efnir kirkjukór Bústaðakirkju til veglegra tónleika í einu besta tónleikahúsi landsins, Landakotskirkju, og þar verða flutt lofkvæði ýmis til Maríu meyjar og fleiri lofsöngvar. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og leið- ir Jónas Þórir organisti og kórstjóri kórinn með einvalaliði einsöngvara úr Kirkjukór Bústaðakirkju með formann kórsins, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, í broddi fylking- ar. Aðrir einsöngvarar eru Gréta Hergils Valdimarsdóttir, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, Hlöðver Sig- urðsson, Kristín Sædal Sigtryggs- dóttir, Nathalía Druzin Halldórs- dóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Sæberg Sigurðsson. Á tónleik- unum mun séra Pálmi Matthías- son lesa ritningarorð. Miðasala er í Bústaðakirkju. - pbb Boðunardagur Maríu TÓNLEIKAR Jóhann Friðgeir fer fyrir hópi einsöngvara svo sem Grétu Hergils, Guðrúnu Jóhönnu, Hlöðveri Sigurðssyni, Kristínu Sædal, Nathalíu Druzin, Svövu Kristínu og Sæberg Sigurðssyni. Nú styttist í mikla sýningu fyrir alla fjölskylduna en á laugardag leggur Latibær undir sig Laug- ardalshöllina. Hefur undirbúningur að Lata- bæjarhátíðinni staðið í langan tíma og verður öllu til tjaldað en fullyrt er að á hátíðinni komi Magnús Scheving fram í síðasta sinn sem íþróttaálfurinn. Staðfest er hverjir leika hinar landsþekktu persónur úr Latabæ: Örn Árnason er bæjarstjórinn, Gói er Glanni glæpur og við kynnum til leiks Unni Eggertsdóttur sem hina nýju Sollu stirðu. Eftirfarandi stórstjörnur hafa þar að auki boðað gestakomu sína: Björgvin og Fransína mús, Ingó úr Veðurguðun- um, Jónsi úr Svörtum fötum, Jógvan, Jóhanna Guðrún, Laddi, Skoppa og Skrítla og Sveppi & Villi. Ráðgert er að skemmtunin taki um 70 mínútur en klukkutíma áður en fjörið hefst á sviðinu verður húsið opnað og það verður sannarlega nóg um að vera í anddyrinu þangað til tónleik- arnir byrja. Töframaður mun leika listir sínar, krökkum mun bjóðast Latabæjarmyndatökur, hægt verður að taka þátt í lukkuleik og svo mætti lengi telja. Boðið er upp á þrjú verðsvæði: númer- aða stúku, ónúmeraða palla (uppselt) og ónúmerað standandi gólf. Á gólfinu verða þó sérstök barnasvæði í kringum fremsta hluta sviðsins og þar fyrir aftan sérsvæði fyrir foreldra viðkomandi barna, en á báðum þessum svæðum verður hægt að setjast á mjúkt gólf. Magnús sem álfur í allra síðasta sinn Stórsöngvari íslenskr- ar dægurtónlistar, Ragn- ar Bjarnason, snýr aftur til upphafs síns á tveimur tón- leikum með Stórsveit suð- urlands þegar hann syngur með sveitinni lög úr söng- bók big-bandsins á tónleik- um á Selfossi í kvöld og í Iðnó annað kvöld. Ragnar hóf feril sinn í hljómsveit föður síns á þeim árum þegar böndin voru stór á íslenskan mæli- kvarða og eltu bigband-hljóm- inn ameríska sem allsráðandi var frá blómatíma millistríðsáranna. Ragnar hefur síðan verið einn ást- sælasti söngvari þjóðarinnar og skemmt landsmönnum í stórum og smáum húsum um allt land. Raggi Bjarna er engum líkur og er þekktur fyrir glaðværð sína og skemmtilega sviðsframkomu: fyrri hluta tónleikanna mun Stórsveitin leika ein og óstudd nokkur lög. Má þar heyra hefðbundin swinglög, samba og funk. Eftir hlé kemur svo Raggi Bjarna og tekur lagið. Þá munu hljóma lög eins og New York New York, My way, All of me, Paper Moon og líka nokkur lög sem alþjóð þekkir í flutningi Ragga til dæmis hans eigið lag, Barn. Sunnlendingar og nærsveita- menn eru hvattir til að fjölmenna á þessa skemmtun sem verður bara í þetta eina sinn hér sunnanlands. Daginn eftir geta svo Reykvíking- ar safnast saman og notið flutn- ings Ragga og Stórsveitar Suður- lands í Iðnó en langt er síðan svo feitur hljómur hefur heyrst í gamla samkomuhúsi iðnaðarmanna við Tjörnina. pbb@frettabladid.is Raggi Bjarna með stórsveit TÓNLIST Ragnar Bjarnason syngur í kvöld og á morgun með Stórsveit Suð- urlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ÍRIS Á morgun verður hljómurinn fagur þegar Þorgerður Ingólfsdóttir kór- stjóri mætir með Hamrahlíðarkó- ra sína í Háskólabíó og tekur þátt í tónleikum vikunnar með Sinfón- íunni. Flestir eru á einu máli um að balletttónlistin við Dafnis og Klói sé með því besta sem Maurice Ravel samdi um ævina, og er þó af nógu að taka. Goðsögnin um elsk- endurna ungu sem lenda í hremm- ingum þegar hin yndisfagra Klói er numin á brott af sjóræningjum, er allt í senn: ástleitin, spennandi, hrífandi fögur, en ballettinn hefur ekki heyrst í heilu lagi hér á landi svo áratugum skiptir. Æskubjart- ur hljómur þeirra Hamrahlíðarkór- anna fer einkar vel í þessu verki sem lýsir ungum ástum með svo mögnuðum hætti. Auk þess hljómar á tónleikunum hin geysifagra Mathis der Maler- sinfónía eftir Paul Hindemith, annað lykilverk í hljómsveitartón- list 20. aldarinnar. Hind- emith samdi sinfón- íuna árið 1934 upp úr samnefndri óperu sinni um þýska málarann Matthias Grü- newald, sem meðal annars gerði meistaralega altaristöflu í Isen- heim. Hvorki sinfónían né óper- an féllu yfirvöldum í geð í Þýska- landi á sinni tíð, nasistar lögðu hart að stjórnandanum Wilhelm Furtwängler að aflýsa flutningn- um og að endingu flýði tónskáldið land undan ógnarstjórninni. Verkið hefur þó ávallt verið talið eitt það besta sem Hindemith samdi um ævina og sérstakt ánægjuefni að það skuli hljóma á tónleikum SÍ. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Eva Ollikainen. Hún er ekki nema 27 ára gömul en hefur þegar vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Eva Ollikainen hefur meðal annars stjórnað Útvarpshljómsveitunum í Finnlandi og Svíþjóð, Fílharm- óníuhljómsveitunum í Stokkhólmi og Turku, Tapiola-sinfóníettunni og Sinfóníuhljómsveitunum í Hels- ingborg og Þrándheimi. Þá debút- eraði hún við Konunglegu sænsku óperuna 2008 í óperum eftir Ravel og Stravinskíj, og hefur auk þess stjórnað við Finnska þjóðarballett- inn. Hún kom fyrst til Íslands haustið 2005 og stjórn- aði framhalds- skólatónleikum. Þetta er í annað sinn sem hún stjórn- ar hljómsveitinni á þessu starfsári en síð- ast var hún hér í nóvem- ber og stjórnaði Schumann og Brahms. pbb@frettablaðið.is Dafnis og Klói eftir Ravel TÓNLIST Þorgerður Ingólfsdóttir leiðir kóra sína með Sin- fóníunni í flutningi á Dafnis og Klóa eftir Ravel annað kvöld. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ Cornelis Vreeswijk kvöldskemmtun NORRÆNA HÚSIÐ Forsala á midi.is 27/3 kl. 21:00 Örfá sæti laus Aukatónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.