Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 46
30 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > ANCHORMAN 2 Í BIÐ Leikarinn Will Ferrell segir að áform um gera framhaldsmynd af hinni vinsælu Anchorm- an hafi verið sett í salt. Ástæðan er sú að leikstjóranum Adam McKay hefur ekki tekist að bóka allan leikhópinn í verkið. Ferrell er sannfærður um að framhaldsmyndin verði að veru- leika, en hann telur að erfitt verði að toppa frumgerðina frá 2004. „Myndin gæti orðið hræðileg, en ef þeir vilja borga okkur fyrir þetta, af hverju ekki?“ segir Ferrell. Madonna ætlar að flytja aftur til London á næstunni. Ekki er liðið ár síðan tónlistarkonan kunna yfirgaf London og settist að í New York. Hin 51 árs Madonna flutti til New York eftir að hafa skilið við eiginmanninn Guy Rit- chie. Hún á hús í Marlybone-hverfinu og ætlar að koma sér fyrir þar í sex mánuði meðan á tökum næstu kvik- myndar hennar stendur. Um er að ræða kvikmynd sem hún leik- stýrir eftir sögu Játvarðs VIII. sem afsalaði sér krúnunni til að kvænast ástkonu sinni, Wallis Simpson. Flytur til London AFTUR TIL LONDON Madonna kemur sér fyrir í Marlybone-hverf- inu í hálft ár hið minnsta. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta gekk stórvel, það var gerður góður rómur að spilamennskunni okkar,” segir Davíð Þór Jóns- son tónlistarmaður. Hann spilaði á fernum tón- leikum með söngkonunni Ólöfu Arnalds á SWSX- tónlistarhátíðinni í Texas. Davíð segir allt hafa verið krökkt af áhugafólki um góða tónlist en í ár rakst hátíðin á við kvikmyndahátíð sem haldin var vikuna áður og var að ljúka þegar gítarleikar- ar og aðrir tónlistarmenn hófu innreið sína. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna tróð upp á hátíðinni en auk Ólafar og Davíðs spiluðu Seabear á hátíðinni, Kría Brekkan og svo Steed Lord. „Ég hitti nú eitthvað af þessu liði og þetta var mjög gaman. Þetta er auðvitað fyrst og fremst bransa- hátíð þar sem allir eru að reyna að koma sér á framfæri,“ segir Davíð en hátt í tvö þúsund tón- listarmenn og hljómsveitir koma fram á þessari hátíð. Davíð hreifst af Austin og segir þetta ákaf- lega umburðarlynda borg af Texas-borg að vera. Þarna gangi ekki allir um með kúrekahatt og skammbyssu. „Karlmenn mega allavega standa þétt saman án þess að vera handteknir fyrir sam- kynhneigð. Við Mugison spiluðum reyndar á ann- arri tónlistarhátíð þarna fyrir tveimur árum, um svipað leyti og Ísland hrundi, og hún var miklu afslappaðri. Þetta var svolítið mikill asi.“ -fgg Ys og þys á götum Austin GÓÐAR STUNDIR Davíð Þór og aðrir íslenskir tónlistarmenn áttu góðar stundir á tónlistarhátíðinni SXSW í Austin, Texas. F í t o n / S Í A ÞÚ TALDIR RÉTT: 2 MILLJARÐAR OG 50 MILLJÓNIR KRÓNA Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.