Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.03.2010, Blaðsíða 50
34 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is IE-deild kvenna: Hamar-Keflavík 93-81 (45-46) Stig Hamars: Julia Demirer 39 (18 fráköst), Koren Schram 19, Kristrún Sigurjónsdóttir 14 (10 stoðsendingar, 6 fráköst), Guðbjörg Sverrisdóttir 8 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Fanney Lind Guð mundsdóttir 7, Sigrún Ámundadóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 28 (9 fráköst), Svava Ósk Stefánsdóttir 23, Kristi Smith 11, Bryndís Guðmundsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 6, Hrönn Þorgrímsdóttir 3, Marín Rós Karlsdóttir 2, Pálína Gunnlaugsdóttir 1. Hamar vann einvígið 3-2 og mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. N1-deild kvenna: FH-Fram 23-27 (9-17) Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 8, Ragn hildur Guðmundsdóttir 7, Birna Íris Helgadóttir 4, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Margrét Ósk Aronsdóttir 1, Hafdís Kristínardóttir 1. Mörk Fram: Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Pavla Nevarilova 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1, Eva Hrund Harðardóttir 1. Enska úrvalsdeildin: West Ham-Wolves 1-3 0-1 Kevin Doyle (28.), 0-2 Ronald Zubar (58.), 0-3 Matthew Jarvis (61.), 1-3 Guillermo Franco (90.+3) Enska B-deildin: Bristol City-Barnsley 5-3 Emil Hallfreðsson spilaði fyrstu 72 mínúturnar. Ipswich-Plymouth 0-2 Kári Árnason gat ekki leikið með Plymouth vegna meiðsla. Þýska úrvalsdeildin: Flensburg-Hamburg 25-29 Alexander Petersson skoraði 4 mörk. Rhein Neckar Löwen-Dormagen 37-24 Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu báðir 2 mörk í leiknum. ÚRSLIT KKÍ veitti í gær verðlaun fyrir síðari hluta Iceland Express-deildar karla. KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson var valinn besti leikmað- urinn og Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var valinn besti þjálfarinn. Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson var valinn dugnaðarforkurinn og Sigmundur Már Herbertsson besti dómarinn. Stuðningsmenn Snæfells voru síðan valdir þeir bestu. Einnig var valið úrvalslið síðari hlutans og það skipa ásamt Brynjari þeir Pavel Ermon- linskij KR, Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík, Christopher Smith Fjölni og Hlynur Bærings- son Snæfelli. „Það hefur gengið frábærlega hjá mér seinni hlutann og samstarfið við Pavel verið frábært,“ sagði Brynjar Þór en hann hefur blómstrað sérstaklega eftir að Pavel Ermolinskij kom í lið KR í stað Semaj Inge. „Það er allt annað að vera með evrópskan leikstjórnanda. Ég er feginn að við fengum alvöru leikstjórnanda í stað einhvers leikmanns sem á að vera að skora 30 stig í leik. Þá hefði ég aldrei blómstrað og ekki sýnt mönnum hvað ég get,“ sagði Brynjar Þór sem skoraði tæplega 29 stig að meðaltali í leik í síðari hlutanum. „Ég hef aldrei spilað svona vel á Íslandi og þetta er það langbesta sem ég hef sýnt. Nú er bara að halda dampi og vera jafngóður í úrslitakeppninni,“ segir Brynjar en KR mætir ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Við erum minnugir hvernig fór gegn ÍR fyrir tveim árum og ætlum ekki að láta það endurtaka sig.“ KR-INGURINN BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON: VALINN BESTUR Í SÍÐARI HLUTA ICELAND EXPRESS-DEILDAR KARLA Mjög feginn að við skyldum fá Pavel í KR > Miðnæturleikur við Mexíkó Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir HM-liði Mexíkó í nótt í vináttulandsleik í Charlotte í Norður-Karól- ínuríki Bandaríkjanna. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23.50 í kvöld. Búið var að selja rúmlega 60.000 miða á leikinn í gær en Bank of America-völlurinn tekur 72.500 manns í sæti. Líkt og hjá íslenska landsliðinu, er leikmannahópur Mexíkó skipaður leikmönnum sem leika í sínu heimalandi en íslenskur strákarnir hituðu upp með því að vinna 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum á sunnudaginn. FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son kvennalandsliðsþjálfari hefur orðið að gera breytingu á lands- liðshópi sínum fyrir leikina á móti Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Það er nefnilega orðið stað- fest að Erna Björk Sigurðardótt- ir sleit krossbönd í hné í fjórða skiptið á ferlinum. „Þetta er sorglegt því hún er frábær karakter og frábær leik- maður bæði í liði Breiðabliks og hjá okkur í landsliðinu,“ segir Sig- urður Ragnar. Erna Björk hafði fyllt í skarð Guðrúnar Sóleyju Gunnarsdóttur í miðvarðarstöð- unni við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Guðrún hefur ekkert getað verið með landsliðinu frá því á EM í Finnlandi. Sigurður Ragnar hefur kallað á KR-inginn Mist Edvardsdóttur inn í hópinn. Mist fær ekki mik- inn tíma til að undirbúa sig því liðið fer út í fyrramálið. „Við vorum í því að finna hafsent því Gunna er frá um óákveðinn tíma. Við lendum síðan nú í því að missa annan hafsent í Ernu og nú vona ég bara að Kata spili sem allra lengst,“ segir Sigurður Ragnar sem segir að mikilvægi Katrínar Jónsdóttur hafi líklega sjaldan verið meira en einmitt í dag. „Ferillinn hennar er að styttast í annan endann en hún er ennþá að spila mjög vel fyrir okkur. það er frábært að hún sé ekki hætt því þá værum við í ennþá verri málum hvað varðar hafsentastöðuna. Við þurfum að finna tvo hafsenta og hugsa vörn- ina okkar svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurð- ur Ragnar og hann finnur mikið til með Ernu Björk eins og aðrir. „ Þ að my ndu allir skilja það ef hún myndi vilja hætta núna. Það er ótrúlegt ef hún myndi taka einhverja aðra ákvörðun því læknisráðið er að þú átt að hætta ef þú hefur slitið tvisvar sinn- um,“ segir Sigurður Ragnar en Erna hefur nú slitið tvisvar sinnum á hvoru hné. „Henni var ráðlagt að hætta þegar hún sleit í þriðja skiptið en hún hélt áfram og vann sig inn í A-landsliðið aftur. Það er ótrúleg- ur árangur og ég hafði ekki heyrt um neinn leikmann sem hafði slit- ið þrisvar sinnum og verið samt í A-landsliði,“ segir Sigurður og segir að meiðslin hafi haft mikil áhrif á íslenska hópinn. „Því miður gerist þetta í enn eitt skiptið og það er mjög sárt fyrir hennar hönd. Það má segja að allir séu í sjokki í landsliðinu og líka í liði Breiðabliks sem er að missa lykilleikmann. Það er ekki til nein önnur sem stígur í hennar spor þar og við munum rembast við að fylla í fótsporin hennar.“ - óój Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi Mist Edvardsdóttur í stað Ernu Sigurðardóttur sem sleit krossbönd í fjórða skiptið: Ótrúlegt ef hún myndi ekki hætta núna Á EM Í FINNLANDI Erna Björk Sigurðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ OSSI AHOLA FÓTBOLTI Leyfisráð Knattspyrnu- samband Íslands samþykkti á fundi sínum í gær allar átta leyf- isumsóknir félaganna sem var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum á fyrri fundi ráðsins fyrir viku. Sextán félögum var veitt þát- tökuleyfi í síðustu viku en í gær bættust hin átta félögin í hópinn, þrjú félög úr 1. deild karla og fimm félög úr Pepsi-deild karla. Þremur félögum, Keflavík, Selfoss og Fjarðabyggð, er veitt þátttökuleyfi með ákveðnum fyrirvörum um mannvirkjamál. Keflavík þarf meðal annars að setja upp 500 sæta áhorfendaað- stöðu við Njarðvíkurvöll þar sem liðið spilar á meðan það er verið að leggja nýtt gras á Keflavík- urvöll. Tvö félög, Fjölnir og Þróttur, verða sektuð vegna dráttar á skil- um á fjárhagslegum gögnum og eitt félag, Haukar, fær áminningu þar sem krafa um aðstoðarþjálf- ara meistaraflokks og menntun hans er ekki uppfyllt. Breiðablik og ÍBV var veitt þátttökuleyfi án athugasemda. - óój Efstu deildir karla í fótbolta: Öll félög komin með leyfi SEKT Fjölnir og Þróttur skiluðu fjárhags- gögnum of seint. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Hamarskonur brutu blað í sögu Hveragerðis þegar þær tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í gærkvöldi eftir 93-81 sigur á Keflavík í hreinum úrslitaleik lið- anna í Hveragerði. Hamar fór á útivöll í stöðunni 1-2 fyrir Keflavík en kom til baka og vann tvo síðustu leikina í einvíginu. Hamar mætir KR í lokaúrslitunum og fyrsti leik- urinn er á laugardaginn. „Við erum stolt af því að vera komin í úrslitin í fyrsta skipt- ið í sögu Hamars,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars. „Það var mjög erfitt að tapa þess- um þriðja leik þar sem þær vinna okkur í framlengingu, við vorum að spila vel í sókninni en ekki nógu vel varnarlega. Þær vinna okkur á flautukörfu og við notuðum þetta tap til að undirbúa okkur. Stelpurn- ar komu dýrvitlausar í leik fjög- ur og mættu líka mjög tilbúnar í þennan leik,“ sagði Ágúst. Hamarsliðið virtist vera að taka upp þráðinn frá því í fjórða leikn- um þegar liðið komst í 11-2 og 19-8 í upphafi leiks þar sem liðið leitaði hvað eftir annað til Juliu Demir- er sem skoraði fjórtán stig í fyrsta leikhluta. Birna Valgarðsdóttir kveikti í Keflavíkurliðinu með baráttu sinni og áræðni, átti þátt í fyrstu fjór- um körfum liðsins og skoraði 6 stig þegar Keflavík breytti stöðunni úr 19-8 í 19-18 á stuttum kafla. Hamar var 23-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann og komst í 30-23 í upp- hafi annars en þá kom annar góður sprettur gestanna þar sem Birna fékk góða hjálp frá Svövu Ósk Stef- ánsdóttur sem skoraði sex stig þegar Keflavík breytti stöðunni úr 33-29 í 35-37. Liðin skiptust á að hafa forustuna út hálfleikinn en Keflavík var 46-45 yfir í hálfleik. Birna Valgarðsdóttir skoraði 20 stig í fyrri hálfleik og var hrein- lega óstöðvandi. Líkt og í byrjun leiks byrjaði Hamarsliðið seinni hálfleikinn af krafti og var komið í 54-48 og 64-54 áður en sex stig frá Svövu Ósk Stefánsdóttur á 15 sekúndum minnkuðu munninn aftur niður í fjögur stig. Julia Demirer átti hins vegar lokaorð leikhlutans þegar hún kom Hamar í 66-60 með sínu ellefta og tólfta stigi í leikhlutan- um og var því komin með 30 stig. Hamarsliðið hélt frumkvæðinu út leikinn og síðasta von gestanna fór þegar Birna Valgarðsdóttir fékk sína fimmtu villu en Birna gaf allt í þennan leik og átti sann- kallaðan stórleik. Hamar vann að lokum með tólf stiga mun, 93-81. Julia Demirer átti enn einn stór- leikinn og var með 39 stig og 18 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir spilaði mjög vel fyrir liðið og þá átti Koren Schram sinn besta leik í einvíginu, því hún skoraði ekki aðeins 19 stig heldur hélt aftur af Kristi Smith sem átti mjög erfitt uppdráttar í leiknum. Birna Valgarðsdóttir átti frá- bæran leik og Svava Ósk Stefáns- dóttir svaraði kallinu því hún kom í fyrsta sinn inn í byrjunarliðið og skoraði 23 stig. Aðrir lykilmenn liðsins voru langt frá sínu besta og því verður Keflavík í fyrsta sinn í sögunni ekki með í tveimur lokaúr- slitum í röð í kvennakörfunni. ooj@frettabladid.is Hamarskonur í úrslitin Hamar vann 93-81 sigur á Keflavík í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í Hveragerði í gærkvöldi. Keflavíkurliðið réði ekki við Juliu Demirer sem var með 39 stig og 18 fráköst í leiknum. NÁLÆGT ÞRENNUNNI Kristrún Sigurjónsdóttir lék vel með Hamarsliðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Gianfranco Zola, stjóri West Ham, stjórnaði líklega sínum síðasta leik hjá félaginu þegar liðið tapaði 1-3 á móti Wol- ves í sex stiga leik í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Þetta var fimmta tap West Ham í röð. Kevin Doyle kom Wolves í 1-0 á 28. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Ronald Zubar og Matthew Jarvis gerðu síðan út um vonir West Ham með tveim- ur mörkum með þriggja mín- útna millibili á 58. og 61. mínútu. Guillermo Franco minnkaði mun- inn fyrir West Ham West Ham situr nú í síðasta örugga sætinu í deildinni, þremur stigum á undan Burnley og Hull sem koma í næstu sætum. Hull á leik til góða og getur því náð West Ham að stigum. - óój Úlfarnir unnu á Upton Park: Fimmta tap West Ham í röð SÍÐASTI LEIKURINN? Gianfranco Zola, stjóri West Ham. MYND/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.