Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 24.03.2010, Qupperneq 54
38 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. teikning af ferli, 6. drykkur, 8. temja, 9. fljótfærni, 11. númer, 12. innkirtill, 14. anda, 16. öfug röð, 17. fiskur, 18. viðmót, 20. tveir eins, 21. treysta. LÓÐRÉTT 1. ófá, 3. guð, 4. amast við, 5. skip, 7. úrræðis, 10. berja, 13. málmur, 15. ferðast, 16. tíðum, 19. gyltu. LAUSN LÁRÉTT: 2. graf, 6. öl, 8. aga, 9. ras, 11. nr, 12. gulbú, 14. sálar, 16. on, 17. ýsa, 18. fas, 20. tt, 21. trúa. LÓÐRÉTT: 1. mörg, 3. ra, 4. agnúast, 5. far, 7. lausnar, 10. slá, 13. blý, 15. rata, 16. oft, 19. sú. „Nemendur og starfsfólk felldu eig- inlega bara tár yfir þessum frétt- um, að Hera gæti ekki gert tónlistar- myndband og ákváðu bara að ráðast í gerð slíks myndbands,“ segir Elísa- bet Bjarkardóttir, framkvæmda- stjóri Kvikmyndaskóla Íslands. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá ákváðu þau Hera Björk og Örlygur Smári að gera ekki myndband við Eurovision-framlag Íslands, Je ne sais quoi, eins og háttur hefur verið á undanfarin tólf skipti. Ástæðan var einfaldlega peningaleysi. En nú hafa nemendur Kvikmyndaskólans ákveðið að koma Heru til hjálpar og gera eitt stykki tónlistarmyndband frítt. Hera hefur verið að kenna söng við Kvikmyndaskólann og vildu nem- endurnir ólmir þakka henni kærlega fyrir góða kennslu. Elísabet segir enn ekki komið ljós hvenær mynd- bandið verði gert. „Það verður tekin ákvörðun um það á fundi klukkan hálf fimm í dag [gær] og kannski byrjum við bara strax eða á morgun [í dag],“ segir Elísabet. Hera var að vonum himinlifandi þegar Fréttablaðið flutti henni þess- ar fréttir. „Guð minn góður, þetta er yndis- legt, vá, geðveikt, ég er bara orðlaus,“ sagði Hera. „Ég ætla að skála í hvít- víni fyrir þeim. Við finnum eitthvað skemmtilegt út úr þessu,“ bætti Hera við. - fgg Hera fær ókeypis Eurovision-myndband ÓVÆNT GJÖF Hera Björk fær ókeypis Euro vision-mynd- band frá nemend- um Kvikmynda- skólans en þar hefur hún kennt söng. „Ég hlusta voðalega mikið á Gullbylgjuna ef ég hlusta á eitthvað í útvarpinu. Svo er ég með slökunarmúsík, til dæmis með Friðriki Karlssyni, því þetta er snyrtistofa.“ Bergdís Þóra Jónsdóttir snyrtifræðingur. „Þetta er svakalegt! Það brennur allt til grunna sem maður kemur við! En við áttum síðasta tóninn þarna,“ segir Krummi í Mínus. Hljómsveitin hélt síðustu tónleikana í Batteríinu á föstudagskvöld- ið. Tónleikastaðurinn brann sem kunnugt er í gær- morgun. Mínus-menn skildu bassa- og gítarmagnara eftir í kjallaranum og hluta af trommusettinu því morguninn eftir tónleikana flaug bandið til Kaup- mannahafnar og spilaði þar á laugardagskvöldið. „Við hefðum eflaust verið löngu komnir heim og búnir að taka græjurnar ef við hefðum ekki verið fastir í Danmörku út af þessum bölvuðu flugvirkj- um og þessu eldgosi!“ segir Krummi, allt annað en ánægður. Þegar það náðist í hann síðdegis í gær var hann ekki búinn að skoða verksummerkin og vissi hreinlega ekki hversu illa græjurnar voru farnar. „Þetta var allt í hefí dútí flight-keisum, svo þetta gæti hafa sloppið,“ segir hann. „Þarna var magn- ari sem Bjarni gítarleikari er búinn að eiga í 17 ár, alvöru Marshall JCM græja, svo það væri mjög slæmt ef hann væri farinn. Það munaði litlu að ég ætlaði að geyma mitt dót þarna, en sem betur fer fór ég með það heim áður en við flugum út.“ Auk dótsins hjá Mínus var magnari í eigu Gregs Barrett í DLX ATX fyrir barðinu á vatni og sóti. Bruninn er slæmur fyrir bransann því það er ekki eins og það sé allt vaðandi í heppileg- um búllum til að spila á. Grand Rokk var til að mynda lokað nýlega. En það er ljós við enda ganganna hjá Krumma og félaga. „Sem betur fer hefur gengið frá- bærlega hjá okkur að semja nýju plötuna og við byrjum að taka hana upp í lok apríl,“ segir hann. - drg Allt í mínus hjá Mínus BRUNNIÐ BATTERÍ Verkföll, eldgos og stórbrunar hafa dunið á Krumma og félögum í Mínus. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þorfinnur Ómarsson, Ástrós Gunnarsdóttir, eiginkona hans, og tveir ballettkennarar lentu í ryskingum við dyraverði Barböru fyrir utan skemmtistaðinn aðfara- nótt sunnudags. Afleiðingarnar urðu þær að ein konan úr hópnum handleggsbrotnaði og framtönn í annarri brotnaði. Þorfinnur vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið en sagði að þau hefðu verið fórnarlömb tilefnislausrar árásar. Hann er búinn að kæra árásina og er málið nú í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Þorfinnur er sjálfur nokkuð laskaður en ekki brotinn. „Ég er að reyna að hrista þetta af mér. Verra þykir mér hins vegar að þeir hafi hand- leggsbrotið eina konu og brotið framtönn í annarri.“ Hann segist ekki vita hvað þau hafi unnið sér til saka þetta laugardagskvöld, þau hafi verið á leið- inni út af staðnum þegar árásin átti sér stað. „Þeir bjuggu til vanda- málið sjálfir og ég veit eiginlega ekki hvernig á að útskýra hvern- ig þetta gerð- ist. En það er alveg skýrt að við látum þetta ekki yfir okkur ganga,“ segir Þorfinnur. Að hans sögn komu lögreglumenn á staðinn, þeir hafi þó ekki talað við nein v itn i heldur tekið sögu dyra- varðanna trú- anlega. Hann hafi því farið með lögregl- unni upp á lögreglustöð til að útskýra s i t t m á l . Þor finnur vildi jafn- framt koma því á fram- f æ r i a ð fjöldi vitna hefði orðið að árásinni og bað hann þau um að gefa sig fram við lögreglu eða hann til að auðvelda rann- sókn málsins. Skemmtistaðurinn Barbara nýtir sér þjónustu örygg- isfyrirtækisins Terr sem leggur til dyraverði til móts við dyra- verði frá skemmtistaðnum sjálf- um. Framkvæmdastjóri Terr, Stefán Stefánsson, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að hann vildi hvetja aðila málsins til að kæra það til lögreglu svo hægt yrði að fá niðurstöðu í það. Hann upplýsti jafnframt að umræddir dyraverð- ir yrðu leystir frá störfum þang- að til málið hefði verið rannsak- að af lögreglunni og hafði boðað þá á fund sinn til að fara yfir það í heild sinni. Ekki náðist í Gunn- ar Má Þráinsson, eiganda staðar- ins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Annar staður í hans eigu, Batterí- ið, brann í fyrrakvöld. freyrgigja@frettabladid.is STEFÁN STEFÁNSSON: DYRAVERÐIR HAFA VERIÐ LEYSTIR FRÁ STÖRFUM Þorfinnur Ómarsson sakar dyraverði um líkamsárás MEINT LÍKAMSÁRÁS Á STAÐNUM BARBÖRU Þorfinnur Ómarsson hefur kært árásina til lögreglu en hann sakar dyraverði skemmtistaðarins Barböru á Laugavegi 22 um að hafa ráðist á sig, eiginkonu sína og tvo aðra ballettkenn- ara að tilefnislausu aðfaranótt sunnudags. Dyraverðir frá öryggisfyrirtækinu Terr voru á vakt þetta kvöld og hafa þeir verið leystir frá störfum þar til rannsókn málsins er lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jónínu Benediktsdóttur og Gunnari Þorsteinssyni var tíðrætt um það þegar fregnir af sambandi þeirra rötuðu á síður blaðanna að þeim væri umhugað um einkalíf sitt. En nú virðast allar flóðgáttir brostnar. Hin nýpússuðu hjónakorn mættu í viðhafnarvið- tal við Ísland í dag á mánudagskvöldið eftir að hafa svarað spurn- ingum útvarpskvenn- anna Heiðu Ólafsdóttur og Margrétar Erlu Maack í morg- unþætti Rásar 2. Þau láta ekki þar við sitja heldur mæta til Sölva Tryggvasonar á Skjá einum í kvöld. Semsagt Þrjú viðtöl á þrem- ur fyrstu hveitibrauðsdögunum. Hvorugir aðalleikaranna í Kóngavegi verða viðstaddir viðhafnar- sýningu myndarinnar í kvöld. Gísli Örn Garðarsson er stadd- ur í Kólumbíu á mikilli leiklistarhátíð og Daniel Brühl er upptekinn við önnur kvikmyndaverkefni en þeir tveir prýða plakat kvikmyndarinnar. Hins vegar munu flestir meðleikarar myndarinnar mæta á svæðið. Og eins og Fréttablaðið greindi frá um jólin ætlar Vaktar-gengið að skrifa nýja sjónvarpsseríu og hyggst hefja þá vinnu seinnipart sumars. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins renna Jón Gnarr og félagar hýru auga til Arnarholts þar sem eitt sinn var geðsjúkrahús. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst vann Jón þar um stundarsakir áður en leið hans lá á Kópavogshælið þar sem hann og Sigurjón Kjartansson hittust í fyrsta skipti. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.