Fréttablaðið - 25.03.2010, Page 35

Fréttablaðið - 25.03.2010, Page 35
FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 Strigaskó gat á áratugum áður vantað í verslanir hér í bæ og þegar sendingar komu í skóbúðir varð oft handagangur í öskjunni þegar fólk reyndi að tryggja sér eitt par. Í Alþýðublaðinu frá 22. júlí 1949 má lesa grein þar sem sagt er frá löngum biðröðum sem mynduðust í Bankastræti daginn áður fyrir utan Skóverslun Lárusar G. Lúð- víkssonar, en strigaskór höfðu komið í verslunina þann sama dag. „Ösin varð svo mikil, að raðirnar náðu alla leið niður undir Lækjar- torg og upp að Ingólfsstræti,“ segir í blaðinu og jafnframt er þess getið að tveir lögregluþjónar hafi hald- ið sig í grennd við dyrnar og gætt þess að ásókn fólksins að dyrunum yrði ekki óhæfileg mikil. - jma Langar vaktaðar biðraðir Skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar var í marga áratugi stærsta skóbúð Íslendinga en hún var í Bankastræti 5. Nike Sportswear kallast tísku- vörur Nike þar sem uppistaða línunnar er klassískar íþrótta- vörur sem þróast hafa út í að verða flottar og vinsælar tískuvörur. Anna Margrét Gunnarsdóttir ber ábyrgð á Sportswear-línunni hér á landi og segir Nike Dunk-skóna sem tilheyra henni hafa náð miklum vin- sældum. „Nike notar sér þá tækni sem er til staðar í íþróttafötum og -skóm og nýtir einnig í tískuvör- ur sínar. Þannig eru efnin léttari, anda vel og slíkt þannig að fötin eru ekki síður þægileg en að vera há- tískuvara,“ segir Anna Margrét og segir sögu Nike Dunk-skónna vera forvitnilega. „Þessir skór voru upphaflega hannaðir til að vera körfuboltaskór og komu á markað sem slíkir árið 1985. Michael Jordan byrjaði að nota þá og úr því varð sérlína, Jor- dan I, hjá Nike. Nike Dunk-skórn- ir ollu byltingu innan háskólakörfu- boltans í Bandaríkjunum því þeir voru þeir fyrstu sem hægt var að fá í öðrum litum en þeim hefðbundnu, svörtum og hvítum og skórnir komu út í litum háskólaliðanna sjálfra, bláum, appelsínugulum og grænum sem gerði þá strax afar vinsæla.“ Eftir langt tímabil vinsælda fóru Dunk-skórnir að fara á útsölu- markaði og urðu um tíma ódýr- ir en Nike hætti að framleiða þá í bili í kringum 1990. „Hjólabretta- iðkendur gerðu þá skóna að sínum eftirlætisskóm og fyrir tilstilli hjólabrettahópanna urðu þeir aftur vinsælir en skórnir þóttu henta afar vel þar sem þeir voru sterk- ir og á góðu verði. Árið 1998 var eftirspurnin orðin svo mikil að Nike byrjaði að framleiða þá aftur og þá bæði klassísku útgáfuna en einnig nýjar útgáfur svo sem sér- staka hjólabrettatýpu og kven- lega útgáfu,“ segir Anna Margrét og bætir við að kvenskórnir séu fíngerðari, þynnri og með fleiri smáatriðum. „Skórnir fást í dag í öllum regn- bogans litum og eru mjög léttir og þægilegir. Allir ættu að geta fund- ið sér skó, bæði þeir sem vilja gróf- kenndari skó og svo þeir sem vilja tískuskó til daglegra nota. Vin- sældir skónna aukast bara með árunum.“ Alls kyns gerðir og litir Starfsmenn Nike-umboðsins á Íslandi, Anna Margrét Gunnarsdóttir og Þórunn Ingjaldsdóttir, með úrval af Nike Dunk skóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● TIL SKRAUTS Vor er í lofti og þeir sem vilja vera sportlegir í klæða- burði verða að eiga strigaskó til að bregða sér í. Þeir sem vilja vera enn skrautlegri en aðrir í sínum strigaskóm lita þá gyllta og líma á þá pallíettur. Svo má líka smeygja punti upp á reimarnar eins og perlum, pallíettum eða skrautsteinum. Þeir allra frumlegustu hekla pínulitlar dúllur og enn aðrir finna sér eitthvað í skúffunum, til dæmis parta úr eyrnalokkum. Wmns Nike Dunk High Verð 19.990 kr. Fást í skór.is Wmns Nike Dunk Hi Premium Verð 24.990 kr. Fást í Skór.is Nike Dunk High Verð 19.990 kr. Fást í skór.is Nike Dunk High Verð 19.990 kr. Fást í skór.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.