Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 65
FIMMTUDAGUR 25. mars 2010 49 FÓTBOLTI „Ég tók ákvörðun með hækkandi sólu um að taka slag- inn,“ segir sóknarmaðurinn Marel Baldvinsson sem geymdi skó sína ekki lengi á hillunni og ætlar að spila með Stjörnunni í sumar. Liðið hefur einnig samið við hinn danska Dennis Danry sem leikið hefur með Þrótti síðustu ár. „Með mér og Danry erum við að fá ákveðna reynslu inn og skapa góða blöndu. Það þarf reynslu- meiri menn í bland við þá ungu og fersku. Danry er nagli og flott að fá hann,“ segir Marel „Mér líst bara mjög vel á það sem er í gangi í Garðabænum, það er hugur í mönnum og þetta gæti verið spennandi. Ég er spenntur fyrir komandi tímabili. Lið hafa oft lent í basli á öðru tímabili í deildinni og menn eru meðvitað- ir um það hér. Menn eru að bæta í frekar en að draga úr. Það eru margir léttleikandi og kraftmikl- ir strákar hér í þessu liði svo þetta leggst vel í mig,“ segir Marel. Hann segir það ekki hafa verið neina fyrirstöðu að Stjarnan spili á gervigrasi. „Það er ekkert mál fyrir mig. Ég hef spilað alla leiki á gervigrasi. Þetta er bara bölvað væl í fólki allt- af. Það er aðeins öðruvísi fótbolti sem er spilaður á þessu en þetta fer ekkert verr með lappirnar. Það er hægt að spila hraðan og góðan fót- bolta á þessu, þetta er rennislétt.“ Stjarnan hefur einnig fengið framherjann Ólaf Karl Finsen lán- aðan út tímabilið frá AZ Alkmaar. Ólafur er uppalinn hjá Stjörnunni. - egm Marel Baldvinsson og Dennis Danry eru komnir í raðir Stjörnunnar og skrifuðu undir samning til eins árs: Menn eru að bæta í frekar en draga úr NÝ FRAMLÍNA? Ólafur Karl Finsen og Marel Baldvinsson mátuðu Stjörnubún- inginn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Enski bikarinn Tottenham-Fulham 3-1 0-1 Bobby Zamora (17.), 1-1 David Bentley (47.), 2-1 Roman Pavlyuchenko (59.), 3-1 Eiður Smári Guðjohnsen (66.). Enska úrvalsdeildin Manchester City-Everton 0-2 0-1 Tim Cahill (33.), 0-2 Mikel Arteta (85.) Portsmouth-Chelsea 0-5 0-1 Didier Drogba (31.), 0-2 Florent Malouda (50.), 0-3 Florent Malouda (60.), 0-4 Didier Drogba (77.), 0-5 Frank Lampard (90.+4) Aston Villa-Sunderland 1-1 0-1 Fraizer Campbell (21.), 1-1 John Carew (29.) Blackburn-Birmingham 2-1 1-0 David Dunn (5.), 1-1 James McFadden (52.), 2-1 David Dunn (65.) Staða efstu liða: STAÐAN: Man. United 31 22 3 6 72-25 69 Chelsea 31 21 5 5 75-28 68 Arsenal 31 21 4 6 73-33 67 Tottenham 30 16 7 7 55-29 55 Man. City 30 14 11 5 55-39 53 Liverpool 31 15 6 10 50-32 51 Aston Villa 30 13 12 5 42-25 51 Everton 31 13 9 9 50-42 48 Birmingham 31 12 8 11 32-36 44 Fulham 30 10 8 12 33-34 38 Blackburn 31 10 8 13 34-50 38 Enska b-deildin Leicester-Reading 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn og tryggði Reading sigurinn á 90. mínútu. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 61. mínútu en Ívar Ingimarsson lék ekki með vegna meiðsla. Sheffield Wednesday-Watford 2-1 Heiðar Helguson lék allan leikinn. West Bromwich-Coventry 1-0 Aron Einar Gunnarsson sat á bekknum. ENSKI BOLTINN HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS FERÐAÆVINTÝRI // Mikið úrval af svefnpokum Verð frá 14.990 kr. Landsins mesta úrval af bakpokum // Dagpokar Verð frá 5.990 kr. // Stærri bakpokar Verð frá 14.990 kr. // Tjöld Verð frá 9.990 kr. Sjónaukar, göngustafir, áttavitar og margt fleira Kíkið á spennandi fermingartilboð á www.utilif.is Í FERMINGARGJÖF FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen skoraði í öðrum leiknum sínum í röð þegar Tottenham tryggði sér sæti í undanúrslitum ensku bik- arkeppninnar með 3-1 sigri á Ful- ham á White Hart Lane í kvöld. Tottenham mætir Portsmouth í undanúrslitaleiknum á Wembley 11. apríl næstkomandi. Tottenham var 0-1 undir í hálf- leik en sneri leiknum við á auga- bragði með því að skora þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútun- um í seinni hálfleik. Varamenn- irnir David Bentley og Roman Pavlyuchenko komu Tottenham í 2-1 en Eiður Smári innsiglaði síðan sigurinn með flottu marki. Mark Eiðs Smári kom á 66. mínútu þegar hann lék á Mark Schwarzer markvörð eftir að hafa fengið sendingu frá Luka Modric inn fyrir vörnina. Eiður Smári batt þar enda á frábæra sókn og sýndi mikið harðfylgi þegar hann skoraði. Tottenham mætir Portsmouth, í undanúrslitaleiknum á Wembley 11. apríl næstkomandi og verður því um Íslendingaslag að ræða þar sem Hermann Hreiðarsson leikur með Portsmouth. - óój Tottenham áfram í bikarnum: Eiður Smári skoraði aftur EIÐUR SMÁRI FAGNAR Eiður Smári skor- aði sitt fyrsta mark á Whiter Hart Lane í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.