Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 2
2 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR SUÐURNES Ef pólitísk ákvörðun verður tekin um að setja upp regluverk til að skrá orrustuþotur E.C.A. Program í íslenska flugflotann þyrfti Flugmálastjórn, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að koma upp deild með sérfræðingum til að líta eftir starfseminni. Þeir þyrftu fyrst að gangast undir eins árs þjálfun erlendis, í ríki þar sem herþotur eru starfræktar. Flugmálastjórn vinnur enn að skoðun á málum E.C.A. Program fyrir samgönguráðherra. Fyrir ligg- ur að skráning orrustuþotna í íslenska flugflotann myndi ekki samræmast evrópskum flugreglum. Engin fordæmi eru erlendis um skráningu orrustuþotna í borgaralega flugflota, jafnvel þótt þær séu ekki búnar vopnum. „Það vantar regluverk fyrir slíka skráningu,“ sagði Valdís Ásta Valdimarsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, við Fréttablaðið. „Það er pólitísk ákvörðun að setja slíkt regluverk.“ Ekki er þó talið útilokað að skrá vélarnar borgara- lega ef pólitísk ákvörðun um það liggur fyrir. Valdís sagði að ef af yrði fengju vélarnar sérstakt lofthæfnivottorð hér á landi. Það þýðir að E.C.A. þyrfti að afla sérstaks leyfis fyrir hverri flugferð þar sem flogið væri um lofthelgi erlends ríkis og gæti aðeins flogið um íslenska lofthelgi án sérstaks leyfis hverju sinni. - pg Þotur E.C.A. Program þyrftu samþykki fyrir hverri einustu flugferð frá Íslandi: Flugmálastjórn þyrfti að sér- staka deild fyrir E.C.A E.C.A. Á heimasíðu fyrirtækisins eru birtar myndir frá Keflavík- urflugvelli þar sem það hefur áhuga á að setja upp viðhalds- og þjónustustöð. Gunnar, hefur þingið margar skuggahliðar? „Skuggarnir leynast víða en við vilj- um fá þjóðina til að kveikja ljósið.“ Gunnar Grímsson heldur úti vefnum skuggathing.is, þar sem meðal annars má gefa ræðum þingmanna einkunnir. UMHVERFISMÁL Brunarústir við Klapparstíg 17 hafa staðið óhreyfð- ar og óvarðar í rúmlega ár. Íbúar í nálægu húsi nota ónýtan húsgrunn- inn sem sorphaug og börn leika sér á svæðinu. Íbúar hafa ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna málsins. Húsið á lóðinni, timburhús á steyptum kjallara, stórskemmdist í bruna 16. janúar í fyrra. Strax í kjöl- farið var timburvirkið rifið vegna almannahættu, en kjallarinn stend- ur enn, ríflega ári síðar. Hann blasir við úr öllum áttum og börn hafa að honum greitt aðgengi. Leikvöllur er nokkra metra frá lóðinni. „Mér finnst ekki hægt að bjóða fólki upp á þennan subbuskap,“ segir Jóna Jónsdóttir, sem býr gegnt brunareitnum. Hún hefur kvartað margoft yfir umgengninni og furðar sig á því að kjallarinn standi enn óhreyfður, rúmu ári eftir brunann. „Kvartanir íbúanna eru réttmæt- ar,“ segir Magnús Sædal, bygging- arfulltrúi Reykjavíkur. „Þetta er óþolandi ástand. Það leggur af þessu ólykt og þarna er sóðaskapur.“ Embætti byggingarfulltrúa lagði til í byrjun febrúar að beitt yrði dag- sektum til að knýja á um að kjallar- inn yrði fjarlægður, lóðin jöfnuð og tyrfð og girt af. Í ljós kom að eigendur lóðarinn- ar höfðu þá sótt um byggingarleyfi á reitnum til skipulagsyfirvalda. Magnús segir að búið sé að gera athugasemdir við fyrirliggjandi teikningar. Hann búist við að málið sé nú að leysast og að kjallarinn hverfi á brott á næstu vikum. „Og því verður fylgt eftir að rústirnar fari þó svo að ekki verði af byggingu strax,“ segir Magnús. Í andmælum til byggingarfulltrúa gagnrýna lóðareigendur hversu illa hefur gengið að afla svara hjá borg- inni um framkvæmdareglur og taf- irnar sem það hefur valdið þeim. Þá benda þeir á að brunarústirn- ar séu sönnunargögn í dómsmáli sem þeir standa í gegn trygginga- félögum, sem halda því fram að í grunni hússins felist verðmæti. Þar til niður staða fæst í málið geti þeir ekki fjarlægt það sem enn stendur eftir af húsinu. stigur@frettabladid.is Ólykt og slysagildrur í ársgömlum rústum Óþef leggur frá sorphaugi í ársgömlum brunarústum við Klapparstíg. Íbúar hafa ítrekað kvartað og telja rústirnar slysagildru fyrir börn. „Óþolandi ástand,“ segir byggingarfulltrúi, sem hefur hótað dagsektum. Beðið eftir byggingarleyfi. SÓÐALEGT Brunarústirnar hafa staðið óhaggaðar í rúmt ár. Íbúar í næsta húsi losa sig gjarnan við sorp í húsgrunninn og af því leggur ólykt. Þá telja íbúar í nágrenninu að rústirnar skapi slysahættu fyrir börn sem þar leika sér. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN ELDGOS Mikill áhugi er á gosinu á Fimmvörðu- hálsi og þeir sem hafa yfir loftförum að ráða leggja leið sína að gosinu. Stundum hefur mikið kraðak myndast í loftinu þegar tugir véla og þyrlna sveima kringum gíginn og einn flugmaður líkti því við villta vestrið. Engin stjórn er á flugleiðum einstakra flugvéla. Hörður Vignir Arilíusson, varðstjóri í flugstjórn, sagði í samtali við Fréttablað- ið að engin stjórn væri á flugi einstakra véla undir ákveðinni hæð. Reglurnar eru þannig að þegar sjónflug er flogið tilkynna flugmenn sig þegar þeir fara í loftið og hvenær þeir áætla að lenda. Fylgst er með því hvort sú áætlun stenst, en að öðru leyti ráða flugmenn sjálfir leið sinni. Þetta á ekki við um alla flug- velli, sumir eru utan stjórnar, til dæmis flug- völlurinn í Þórsmörk. Hörður segir að mikil umferð sé fyrir aust- an, allt að tuttugu vélar séu stundum í loftinu í einu. Fjölmargir hafi nýtt sér góða veðrið í gær til að skoða eldgosið. Verði gott veður um helgina, eins og búast má við, megi reikna með mikilli umferð. Hörður segir enga árekstra hafa orðið; flug- menn séu upp til hópa skynsamir menn og fari varlega. - kóp Mikil flugumferð er við gosið á Fimmvörðuhálsi og flugmenn vara við árekstri: Engin stjórn á flugumferð yfir gosinu MIKIÐ SJÓNARSPIL Mikill áhugi er á jarðeld- unum á Fimmvörðuhálsi og fjöldi flugvéla og þyrlna hefur verið í loftinu við gíginn í einu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Íslenska ríkið var í gær sýknað af kröfu Friðriks Más Jónssonar um bætur vegna heilsutjóns sem hann varð fyrir þegar hann var við friðar gæslu- störf í Afganistan. Friðrik hefur verið óvinnufær síðan hann varð fyrir árásinni. Hæstiréttur telur óumdeilt að heilsutjón Friðriks megi rekja til árásarinnar. Því var hins vegar hafnað að vanmat á aðstæðum og ófullnægjandi vernd væri um að kenna. Friðrik var staddur, ásamt fleiri friðargæsluliðum, í teppa- verslun í Kabúl þegar varpað var handsprengjum að þeim. Hæsti- réttur telur ekkert benda til ann- ars en að sprengjuárásin hafi verið ófyrirséð og hending ráðið því að íslensku friðargæslulið- arnir urðu fyrir henni. - kóp Sjálfsmorðsárás í Afganistan: Fær ekki bætur ÞÝSKALAND Allir flokkar á þýska þjóðþinginu hafa lýst yfir ein- dregnum stuðningi við að Evr- ópusambandið hefji aðildarvið- ræður við Ísland sem allra fyrst. Báðir þingflokkar þýsku hægristjórnarinnar hafa lagt fram á þýska þinginu tillögu að þingsályktun um málið og þing- flokkar stjórnarandstöðunnar hafa einnig lýst yfir stuðningi sínum. Meðal annars hafði Vinstri- flokkurinn hvatt til þess að málið yrði afgreitt strax á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær og lýkur í dag. Fjallað var um málið á fundi Evrópunefndar þýska þingsins á miðvikudag. - gb ESB-aðild Íslands: Þýska þingið vill viðræður ÍSLENSKA LIÐIÐ Friðrik varð fyrir sprengjuárás þegar hann var staddur í verslun með nokkrum félögum sínum í friðargæslunni. MYND/VÍKURFRÉTTIR Litla hafmeyjan til Kína Styttan af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn var í gær tekin upp ásamt steininum sem hún situr á og verður send af stað til Kína. þar sem hún verður hluti af framlagi Dana á Heimssýningunni, sem hefst þar í byrjun maí. DANMÖRK STJÓRNMÁL Meirihlutinn í Ölfusi er fallinn og nýr tekinn við. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins, sem var við völd, gengu í gær til liðs við minnihlutann og mynduðu nýjan meiri- hluta. Ólafi Áka Ragnarssyni bæjarstjóra var sagt upp störf- um. Bæjarfull- trúarnir eru Birna Borg Sig- urgeirsdóttir og Stefán Jónsson. Ólafur Áki, sagði í samtali við Vísi, að þetta hefði verið að gerj- ast fyrir jól. Hann bar fyrrver- andi félögum sínum illa söguna og sagði þá fasta í framsóknar- hjólförum. Hann boðar nýtt fram- boð. „Þetta verður óháður listi og það eru allir velkomnir.“ - kóp Bæjarstjórinn farinn frá: Meirihlutinn sprakk í Ölfusi ÓLAFUR ÁKI RAGNARSSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.