Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 4
4 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Ný veglína Suðurlandsveg- ar og tvær útfærslur brúarstæðis yfir Ölf- usá er nú í umhverfismati. Vegurinn verð- ur færður norður fyrir Selfoss og ný brú byggð yfir Ölfusá. Tvær leiðir yfir ána eru í skoðun og tvær mismunandi tegund- ir af brúm. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja að byggð verð stagbrú með stólpa í Efri-Laugar- dælaeyju. Vegagerðin hefur haldið fram bogabrú norðan við eyjuna, en þar má byggja hana í einum boga yfir ána. Það er ódýrasti kosturinn. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir að nýjustu mælingar gefi til kynna að ekki sé svo mikill verðmunur á kostun- um tveimur. Hún vonast til þess að Vega- gerðin fallist á sjónarmið bæjaryfirvalda, enda hafi brú þar verið á skipulagi um langa hríð; bæði hjá Árborg og eins hjá Flóahreppi. „Bæjarstjórn Árborgar hefur alveg skýra afstöðu og við viljum sjá brúarstæð- ið yfir eyjuna. Þar viljum við sjá stagbrú,“ segir Ragnheiður. „Við höfum gert ráð fyrir þessu brúarstæði í áratugi. Þar sem hinn kosturinn er teiknaður er útivistar- svæðið okkar, ræktaður skógur og sögu- og náttúruminjar. Við teljum það of dýru verði keypt að fórna því.“ Vegagerðin hefur sett fram hugmynd- ir um fjóra kosti, stag- eða bogabrú yfir Efri-Laugardælaeyju og stag- eða bogabrú norðan við eyna. Brú þar yrði í landi Laug- ardæla. Til eru hugmyndir um íbúðabyggð þar, en óljóst er hvað af þeim verður. Óvíst er hvenær af framkvæmdunum verður, en þær eru hvorki á vegaáætlun fyrir árið 2011 né 2012. Ragnheiður segir mikilvægt að fara sem fyrst í þær, enda sé um mikið öryggismál að ræða. Hún seg- ist ekki óttast minni viðskipti í bænum við það að vegurinn færist út fyrir hann. „Gamla brúin verður áfram og sinn- ir þeirri umferð sem á erindi í bæinn. Öll þungaumferðin fer fram hjá, en hún getur fælt frá. Þá má búast við aukinni umferð eftir að höfnin opnar í Bakkafjöru.“ kolbeinn@frettabladid.is Vilja stagbrú yfir Ölfusána Vegagerðin hefur sett fram tillögu um nýja veglínu Suðurlandsvegar. Óvissa er um brúarstæði en bæjar- yfirvöld vilja stagbrú með stólpa í eyju í miðri ánni. Er dýrari kostur en bogabrú með einum boga. TVEIR KOSTIR Undir liggja tvö brúarstæði með tveimur mismunandi brúm. Enn er óvíst hvað verður fyrir valinu. Tillögurnar eru í umhverfismati. VAL BÆJARYFIRVALDA Bæjarstjórn Árborgar vill stagbrú með stólpa í Efri-Laugardælaeyju. Það er dýrari kostur, en nýjar rannsóknir benda til að hægt sé að lækka þann kostnað. HUGMYND VEGAGERÐARINNAR Bogabrú með einum boga er ódýrasti kosturinn. Eystri endinn verður í landi Laugardæla. Arkitekt sundlaugarinnar á Hofsósi sem vígja á á laugardaginn heitir Sigríður Sigþórsdóttir. LEIÐRÉTTING SVEITARFÉLÖG Tvö sveitarfélög við Eyjafjörð, Hörgárbyggð og Arn- arneshreppur, munu sameinast í framhaldi af sveitarstjórnarkosn- ingum, 29. maí. Þetta var samþykkt í íbúakosn- ingu síðastliðinn laugardag. Alls búa 606 í sveitarfélögunum tveimur: 429 í Hörgárbyggð en 177 í Arnarneshreppi. Af þeim sem kusu um sameininguna í Hörgár- byggð voru 92 prósent henni fylgj- andi. Í Arnarneshreppi voru 57 prósent kjósenda fylgjandi sam- einingu. - kóþ Sameining sveitarfélaga: Hörgárbyggð og Arnarnes- hreppur í eitt PARÍS, AP Tuttugu og fimm ára tölvuþrjótur er í haldi frönsku lögreglunnar sakaður um að hafa brotist inn á Twitter-síður vel þekktra einstaklinga á borð við Britney Spears og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Hinn grunaði var gómaður á þriðjudag í aðgerð frönsku lög- reglunnar og alríkislögreglu Bandaríkjanna. Við yfirheyrslur hélt maðurinn því fram að tiltæk- ið hafi verið hans eigin ákvörð- un og hann hafi ekki brotist inn á síðurnar fyrir peninga. Twitter-síðan hefur orðið fyrir þónokkrum árásum tölvuþrjóta sem hafa birt upplýsingar á síðum annarra einstaklinga eða sent skilaboð í þeirra nafni. - gág Tölvuþrjótur handsamaður: Sendi skilaboð í nafni Obama VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 11° 20° 10° 15° 15° 11° 11° 20° 10° 20° 9° 27° 2° 12° 16° 4° Á MORGUN 5-10 m/s en stífari SA-til. SUNNUDAGUR 8-13 m/s. 4 3 4 5 -4 0 0 0 0 2 -2 9 10 11 10 11 7 12 18 9 13 9 -2 -4 -2 0 2 0 -2 -4 -4 -6 KÓLNAR UM HELGINA Veður verður keimlíkt um helgina en það verður norð- anátt með éljum norðaustan til en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Á sunnudag verður komið frost um nánast allt land en frostlaust við suð- urströndina. Það verður áfram kalt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn segir fulltrúa annarra flokka hafa tekið vel í tillögur þingmanna flokks- ins um endurreisn íslensks efnahags- lífs sem þeir kynntu þeim í gær. Almenn skuldaleiðrétting og ríf- leg vaxtalækkun er meðal þess sem þingmenn Framsóknarflokks- ins vilja ná samstöðu um. Þeir vilja einnig endurskoða samstarfsáætlun Íslands og AGS. Til þess að knýja fram vaxtalækk- un telja þingmenn flokksins nauð- synlegt að Alþingi geri breytingar á peningamálastefnu og vaxtastigi Seðlabankans. „Sjálfstæði bankans var varpað fyrir róða í kjölfar efnahagshruns- ins auk þess sem sú stefna sem nú er rekin í pen- ingamálastjórn- un bankans er á margan hátt pól- itísk,“ segir í tillögum þingmanna flokksins um þjóðarsátt, sem þeir kynntu í vikunni. Tillögurnar eru í tíu liðum og yfirskrift þeirra er „Þjóðarsátt 2010 – samstaða um endurreisn“. Í tillögunum er enn fremur lögð áhersla á sátt um stöðugt verðlag, að farið verði út í framkvæmdir strax, áhættu verði skipt milli lánveitenda og lántaka, gjaldþrotalögum verði breytt og settar verði reglur um meðferð rekstrarfélaga í bönkum. Einnig er lagt til að sérfræðiráð- gjöf verði betur nýtt og gerð verði langtímaáætlun um útgjöld ríkisins. - gb Hugmyndir framsóknarmanna um endurreisn íslensks efnahagslífs: Segja Seðlabankann pólitískan SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON INDLAND, AP Indland hefur ára- tugum saman átt í deilum við Bangladess um eignarhald á lítilli klettaeyju í Bengalflóa. Eyjan er nú sokkin og deilan þar með úr sögunni. „Það sem þessum tveimur löndum hefur ekki tekist í við- ræðum árum saman hefur hlýn- un jarðar nú leyst,“ segir Sugota Hazra, haffræðingur sem stað- festir að Nýja Moore-eyja sé ekki lengur sjáanleg, hvorki á gervi- hnattarmyndum né þegar siglt er á staðinn. - gb Milliríkjadeila um litla eyju: Eyjan sökk og deilunni lokið AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 25.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,1083 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,24 129,86 193,31 194,25 172,47 173,43 23,175 23,311 21,358 21,484 17,834 17,938 1,4043 1,4125 195,62 196,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Allt til rafhitunar Olíufylltir rafmagnsofnar Norskir hitakútar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.