Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 8
8 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR VEISTU SVARIÐ? Farðu á Nanny McPhee með N1 Með Viðskiptakorti færðu miðann á 600 krónur á N1 Hringbraut og Ártúnshöfða eða greiðir hann einfaldlega með punktum af Safnkortinu. WWW.N1.IS Sími 440 1000 Meira fjör í leiðinni PARÍS, AP Franskar vændiskonur mótmæltu á miðvikudag frum- varpi um lögleiðingu vændishúsa í Frakklandi. Konurnar segja að með þeim rökum séu þær sviptar frelsi sínu til að starfa sjálfstætt. Í frumvarpinu er lagt til að vændishús verði opnuð að nýju, meira en sex áratugum eftir að þau voru bönnuð. Tilgangur lag- anna er sá að færa vændiskonur af götunum. Vændiskonur eiga samkvæmt frumvarpinu að njóta verndar á sviði heilbrigðis og fjárhags. Mótmælendur segja frumvarp- ið takmarka möguleika þeirra til að taka eigin ákvarðanir. Mótmælendurnir krefjast þess einnig að lög sem banna sölu vændis, sem sett voru árið 2003, verði felld úr gildi. - gág Frakkar vilja breyta löggjöf: Vændiskonur í mótmælagöngu VIÐSKIPTI Móðurfélag Símans, Skipti, tapaði 10,2 milljörðum króna í fyrra. Þetta er um 3,8 milljörðum krónum meira tap en árið 2008. Mestu munar um afskrift á við- skiptavild upp á rúma 7,2 millj- arða króna og hækkun erlendra skulda af völdum falli krónunn- ar. Tekjur Skipta voru sambæri- legar á milli ára, eða 40,3 millj- arðar króna. Sömu sögu var að segja af gjöldum. Skipti áttu yfir tuttugu millj- arða króna af handbæru fé um áramót og var eiginfjárhlutfallið 21,1 prósent um áramót saman- borið við 28,4 prósent ári fyrr. - jab Skipti töpuðu tíu milljörðum: Afskrifuðu sjö millj- arða viðskiptavild FORSTJÓRI SÍMANS Skipti, sem Brynjólf- ur Bjarnason stýrir, töpuðu 10,2 milljörð- um króna í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT ORKUMÁL Hjörleifur B. Kvaran, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir fjármálafyrirtæki tilbúin að koma að fjármögnun Hverahlíðarvirkj- unar með svokallaðri verkefna- fjármögnun. Í svari til borgaryfirvalda um stöðu framkvæmda Orkuveitunn- ar og fjármögnun þeirra auk stöðu orkusölusamninga segir Hjörleifur að Evrópski fjárfestingarbankinn fjármagni helming Hverahlíðar- virkjunar. Óvissa sé um hinn helm- inginn. Vantar því um 15 milljarða. Hjörleifur segir að verði virkjunin ekki fjármögnuð með hefðbundn- um hætti megi benda á að fjár- málafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að koma að fjármögnuninni í gegnum svokallaða verkefna- fjármögnun. „Ein leið slíkra fjármögn- unar er lánataka með veði í tekjustraumi og/eða eignum verkefnisins. Til þess að þessi leið sé fær yrði að stofna sér- stakt hlutafélag um virkjunina, þar sem Orku- veitunni er ekki heimilt að veita einum lántaka meiri rétt en öðrum,“ segir í skýringum forstjórans. Hann bendir jafnframt á að með þess- ari aðferð sé ekki þörf á sérstakri ábyrgð eigenda Orkuveitunnar á lánum vegna Hverahlíðarvirkjun- ar. - gar Enn vantar 15 milljarða í Hverahlíðarvirkjun og OR íhugar verkefnafjármögnun: Félag stofnað um Hverahlíðavirkjun HJÖRLEIFUR B. KVARAN DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í átta mán- aða fangelsi fyrir líkamsárás. Þar af eru fimm mánuðir skilorðs- bundnir. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúma milljón króna í skaðabætur. Maðurinn réðst á karlmann og sparkaði ítrekað í höfuð hans þar sem hann lá fyrir utan skemmti- staðinn Apótekið. Fórnarlambið nefbrotnaði og brotnaði einnig á fleiri stöðum í andlitinu, auk þess sem tennur brotnuðu. - jss Fangelsi og skaðabætur: Sparkaði í höf- uð fórnarlambs 1 Hvað heitir formaður Fjöl- skylduhjálpar Íslands? 2 Hver tekur lagið með Ólöfu Arnalds á nýrri plötu hennar? 3 Hvað heitir kvikmyndahátíð- in sem haldin verður á Patreks- firði í fjórða sinn í vor? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 NÁTTÚRA Sigmundur Einarsson jarð- fræðingur gerir alvarlegar athuga- semdir við rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma, en niðurstöður annars áfanga voru kynntar á dögunum. Þar eru mögu- legir virkjunarstaðir metnir og þeim gefin ein- kunn, meðal ann- ars eftir náttúru- fari. Sigmundur segir, í grein á Eyjunni, að ranglega hafi verið staðið að vinnunni. Aug- ljósir gal lar hafi verið á mati náttúruverðmæta. Flest möguleg náttúru- og menningarverðmæti séu dregin saman í einn heildar- lista og hverjum einstökum þætti síðan gefið tiltekið vægi. Jarð- myndanir og vatnafar séu metin á 25 prósent, lífverur 20 prósent og menningarminjar 10 prósent, svo eitthvað sé nefnt. „Síðan eru allir mögulegir þætt- ir metnir fyrir hvert svæði, allt lagt saman og út fæst einkunn. Þessi ein- kunn verður há þegar margir þættir fá háa einkunn. Svæði getur á sama hátt fengið lága einkunn ef suma þætti listans vantar alveg, jafnvel þótt þeir þættir sem eru til staðar fái hæstu mögulegu einkunn.“ Við þessa aðferð, segir Sigmund- ur, fá svæði þar sem landnám er skammt á veg komið sjálfkrafa lága einkunn. Surtsey fengi að líkindum falleinkunn og Geysissvæðið einnig, þar sem þar er fátt annað markvert en hverir. Sigmundur gerir einnig athuga- semdir við að allir nefndarmenn hafi greitt leynilega atkvæði um verðmæti náttúrufyrirbæra, jafn- vel þótt þau lægju utan sérsviðs þeirra. Þetta sé vafasamt og hæpið að standist „almennar siðareglur í vísindum“. Þá sé svæðum á köflum skipt upp á óeðlilegan máta; Torfa- jökulssvæðið sé metið sem ein heild, en Krýsuvíkursvæði í fjórum mis- stórum svæðum. „Þetta lítur nánast út eins og úrvinnslan hafi verið sveigð að fyr- irfram ákveðinni niðurstöðu til að slá skjaldborg um svæðin á hálend- inu og fórna svæðum á borð við Reykjanesskaga og Hengli á móti.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra segir bagalegt ef aðferðafræð- in er gagnrýnd. Hún bendir þó á að áfanginn sé í umsagnarferli og allir geti gert athugasemdir við vinnuna til 19. apríl. „Sigmundur hlýtur að gera athugasemdir og þær verða síðan skoðaðar eins og aðrar.“ Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir sjónarmið Sig- mundar áhugaverð. Hún segir mjög mikilvægt að sátt náist um ramma- áætlunina. „Rammaáætlun hefur verið markmið náttúruverndar sinna um mjög langt skeið. Það væri mik- ilvægt fyrir íslenska náttúru að ná sátt um hana.“ kolbeinn@frettabladid.is Gagnrýnir rammaáætlun Jarðfræðingur segir rammaáætlun unna út frá röngum forsendum. Áhugaverð sjónarmið, segir umhverfisráðherra. Bagalegt að aðferðafræðin sé gagnrýnd, segir iðnaðarráðherra. TRÖLLADYNGJA Mat á virkjun jarðvarma við Trölladyngju er að finna í öðrum áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Sigmundur Einarsson jarðfræð- ingur gagnrýnir mjög vinnuna. SIGMUNDUR EINARSSON KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.