Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 10
10 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 KAUPTHING FUND Société d’Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS The Board of Directors convenes the Shareholders of KAUPTHING FUND, Sicav to attend the Annual General Meeting to be held at the registered office of the company on 15 April 2010 at 10.00 a.m. with the following agenda: 1. Report of the Board of Directors and of the Authorized Auditor 2. Approval of the financial statements as at 31 December 2009 3. Allocation of results 4. Discharge to the Directors 5. Renewal of the mandate of the Authorized Auditor 6. Statutory elections. The Shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and that decisions will be taken by a simple majority of the votes cast. Proxies are available at the registered office of the Sicav. The Shareholders who wish to attend the Meeting must inform the Board of Directors (Fax nr: +352 49 924 2501) at least five calendar days before the Meeting. sumarferdir.is Vatnagarðadagar Síðasti dagurinn í dag! bókaðu núna og fáðu frítt fyrir þig og þína í glæsilegan vatnsrennibrautagarð á Tenerife eða Portúgal! Nánar á sumarferdir.is ...eru betri en aðrar Skíðabox Stilling hf. · Sími 520 8000 www.stilling.is · stilling@stilling.is A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… FRÉTTASKÝRING Hvað kom fram í Seðlabankanum í gær? Endurskoða þarf lög um Seðlabank- ann í tengslum við endurskoðun á peningastefnunni, að mati Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra. „En að mínu viti þarf að skoða ýmislegt í þeim lögum hvort sem er,“ sagði hann á ársfundi Seðlabankans sem haldinn var í gær. „Ég tel mjög brýnt að reynt verði að stuðla að eins mikilli þverpólitískri sátt um þá endurskoðun og kostur er.“ Seðlabankastjóri sagði helstu ástæðu endurskoðunar peninga- stefnunnar að móta þyrfti þá stefnu sem tæki við af efnahags- áætluninni með Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. „Því að hún hentar ekki þegar gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt og Ísland er aftur orðið í fullum fjármálalegum tengslum við umheiminn.“ Um leið sagði Már að draga þyrfti lærdóm af framkvæmd peningastefnunnar á ofþenslutímanum og í aðdraganda fjármálakreppunnar. „Verðbólgu- markmið og flotgengi ollu ekki bankahruninu enda væru þá mun fleiri bankakerfi hrunin um allan heim en raunin varð. En peninga- stefnan var hluti af þeirri atburða- rás sem hér varð og margvíslegir erfiðleikar komu fram við fram- kvæmd hennar í þeim aðstæðum sem hún bjó við.“ Hér segir hann vandann helst hafa falist í að samspil mismunandi hluta efnahagsstefnunnar hafi ekki verið sem skyldi. „Auk þess sem ljósara hefur orðið að framkvæmd frjáls flotgengis er flókin og erfið í mjög litlum opnum hagkerfum sem eru tengd umheiminum sterk- um fjármálalegum böndum.“ Már sagði að endurmeta þyrfti hug- myndir sem byggðust á skörpum skilum á milli peningastefnu og fjármálastöðugleikastefnu. „Og taka verður meira mið af þeirri sérstöku áhættu sem fylgir litlum og óstöðugum gjaldmiðli.“ Í endurskoðun bankans verða krufðir til mergjar tveir möguleik- ar. Annars vegar þátttaka í Mynt- bandalagi Evrópu og hins vegar sú peningastefna sem kæmi til greina ef Ísland stendur utan Evrópusam- bandsins og Myntbandalagsins. „Sú stefna gæti líka nýst í aðdraganda aðildar ef af verður. Stefnt er að áfangaskýrslu snemma sumars og ítarlegri skýrslu snemma árs 2011,“ sagði Már. Seðlabankastjóri áréttaði skoðun sína um að gefist til þess tækifæri ætti sem fyrst að aflétta hér gjald- eyrishöftum. „Þau hafa gegnt mikil- vægu hlutverki í þeim árangri sem hefur náðst. Kostnaðurinn af þeim hefur hingað til líklega verið minni en ella sakir þess að aðrir þættir hömluðu viðskiptum og erlendu samstarfi. En eftir því sem á líður mun kostnaðurinn við margs konar óhagræði og glötuð viðskiptatæki- færi færast í vöxt.“ Verði niðurstaðan sú að haldið verði í höftin mun lengur en áður hefur verið áformað og ekki frekari aðgangur að erlendu lánsfé í bráð, nema á afarkjörum, sagði Már að móta þyrfti nýja efnahagsáætlun sem tæki mið af þeirri stöðu. „Þá yrði allt kapp lagt á að koma í veg fyrir að gjaldeyrisforði landsins yrði hættulega lítill í framhaldi af afborgunum lána ríkissjóðs vetur- inn 2011 og 2012. Stefnan í ríkisfjár- málum þyrfti að vera aðhaldssamari en nú er áformað. Að því er peninga- stefnuna varðar myndi togast á að þjóðarbúskapurinn yrði veikari en gengi krónunnar lægra.“ Már sagði að gjaldeyrisforði Seðlabankans hefði í árslok numið rétt rúmlega 480 milljörðum króna eða 2,7 milljörðum evra og hefði lítið breyst síðan. „Skilanefndir föllnu bankanna eiga innstæður í Seðlabankanum fyrir nær einn milljarð evra. Þær munu greiðast út á næstu misserum og árum. Ef þessar innstæður eru dregnar frá forðanum ásamt öðru því sem ætla má að fari úr honum á næstu tólf mánuðum, standa eftir 1,4 millj- arðar evra. Það rétt hrekkur fyrir afborgunum af erlendum lánum ríkissjóðs veturinn 2011 og 2012 sem nema samtals 1,4 milljörðum,“ sagði Már. olikr@frettabladid.is Flókið og erfitt að láta krónuna fljóta Snemmsumars verður til áfangaskýrsla Seðlabankans um endurskoðun peninga- stefnunnar. Líklega þarf að breyta lögum um bankann, segir seðlabankastjóri. Leysist ekki Icesave ílengjast höft, krónan verður veikari og þrengingar meiri. „Fjármálafyrirtæki verða ekki hvít- þvegin þótt skipt sé um stjórnend- ur, eigendur, nafn og kennitölu og ógreiddir reikningar eftirlátnir þrotabúum,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann hélt ræðu á ársfundi Seðla- bankans í gær. Sama segir hann gilda um Seðlabankann, ekki nægði að endurreisa hann og skipa nýja stjórnendur og fjármagna að nýju. „Gera þarf skýr skil milli fortíðar og framtíðar.” Gylfi áréttaði í ræðu sinni að bankinn kæmi til með að gegna lykilhlutverki við að reisa nýtt fjármálakerfi. „Þegar liggur fyrir að það mun búa við mun meira aðhald af hálfu opinberra eftirlitsaðila en áður og mun stífari, skýrari og betri lagaramma en áður. Það verður jafnframt miklu minna og einfaldara en fjármálakerfið sem hrundi.“ Um leið segir hann ýmsum spurningum ósvarað enn. „Sú stærsta er hvaða mynt það mun nota. Óhjákvæmilegt er að fyrstu árin verður grunnur þess íslenska krónan, með öllum sínum kostum og göllum. Fljótlega munum við Íslendingar hins vegar þurfa að gera upp hug okkar um það hvort svo skuli vera til frambúðar eða hvort evran á að leysa íslensku krónuna af hólmi.“ Ráðherrann segist þó ekki í nokkrum vafa um að mjög erfitt verði að byggja hér upp skilvirkt fjármálakerfi án þess að það fái traustari grunn en íslensku krónuna. „Reynum við það þá munu Íslendingar fyrirsjáanlega búa áfram við óstöðugra verðlag, meiri gengissveiflur og hærri vexti, bæði raunvexti og nafnvexti, en viðskipta- lönd okkar. Þá munum við jafnframt áfram ein landa í okkar heimshluta búa við tvískiptan gjaldmiðil, verð- tryggðar og óverðtryggðar krónur. Kostir sveigjanleikans sem sjálfstæð mynt gefur vega ekki þungt á móti þessu,“ segir Gylfi og bætir við að jafnvel þótt við sættum okkur við lítið bankakerfi og að verulegu leyti einangrað frá bankakerfum nágrannalandanna, þá fylgdu því miklir ókostir að byggja það á óstöðugri mynt. - óká GYLFI MAGNÚSSON Viðskiptaráðherra sagði á ársfundi Seðlabankans í gær að tryggja þyrfti, nú þegar hyllti undir hálfrar aldar afmæli bankans, að næstu 50 ár verði öðruvísi en hin fyrri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ráðherra segir ókosti fylgja því að byggja fjármálakerfi á óstöðugri mynt: Gera þarf upp á milli krónu og evru „Í desember síðastliðnum gaf bank- inn álit sem fól í sér að undirliggj- andi hrein erlend staða gæti verið í kringum 90 prósent af landsfram- leiðslu. Nýjustu athuganir benda til þess að um 80 prósent gætu verið nær lagi að meðtöldum nýjustu áætlun um hreina skuldbindingu ríkissjóðs vegna lágmarkstryggingar innlána netútibús Landsbankans í Bretlandi og Hollandi,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ræðu sinni í gær. „Þetta er lægri nettóskuld en Ísland hefur búið við síðan á seinni hluta árs 2005 og auðvitað viðráðanleg.“ Seðlabankastjóri upplýsti jafn- framt að á undanförnum mánuðum hefði Seðlabankinn í fyrsta skipti keypt á eftirmarkaði skuldabréf úr þeim flokkum sem koma til gjalddaga veturinn 2011 og 2012. „Nema þessi kaup að nafnvirði 116 milljónum evra og hafa verið gerð á mjög góðum kjörum. Þessi aðgerð gerir það meðal annars að verkum að forðinn nú hrekkur fyrir þessum afborgunum.“ - óká Endurskoðun sýnir minni skuldir SEÐLABANKASTJÓRI Í RÆÐUSTÓL „Sagan kennir okkur að bjartsýnin er mest rétt fyrir kollsteypurnar og svartsýnin mest rétt áður en landið lyftist. Höfum það hugfast þegar við göngum nú mót vorinu,“ voru lokaorð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á ársfundi Seðlabankans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.