Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 32
6 • Tónastöðin er með meiriháttar úrval magnara í öllum stærðum og gerðum frá heimsþekktum framleiðendum! Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. gerðu tónlist á makkann þinn Í fremstu röð í framleiðslu á hljóðversbúnaði. nýtt í Tónastö ðinni POPPGÚRÚ: HLJÓÐFÆRASAFNARINN VALTÝR BJÖRN THORS Valtýr Björn Thors er tækja- og hljóðfæra- safnari í Reykjavík. Hann hefur verið í ýmsum hljómsveitum, lengst í hljómsveitinni Funk Harmony Park. „Þetta er klárlega fíkn,“ segir hann um áhugamálið. „Maður veit að þegar maður kaupir rafmagnsgítar og þremur dögum síðar er maður orðinn friðlaus því mann langar í annan, þá er eitthvað ekki alveg í lagi.“ Eins og með kerlingar Valtýr segir að fíknin hafi ágerst síðustu sex árin eða svo. „Það hafa alltaf verið hljóðfæri í kringum mig, en svona síðustu sex árin hef ég verið hvað verst haldinn. Í rauninni er þetta þannig að maður vill eign- ast hlutinn. Þegar maður á hann er markmiðinu náð. Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta er eiginlega eins og með kerlingarnar. Maður vill sofa hjá þeim, en ekki nauðsynlega búa með þeim eða giftast þeim. Þetta er þannig. Þessi hljóðfæri koma og fara. Ég hef oft verið búinn að selja gítara áður en ég hef náð að skipta um strengi í þeim.“ En væri þá ekki nóg að fara í hljóðfærabúðir og prófa? „Nei, það væri nú heldur slappt!“ segir Valtýr og hlær. „Það væri eins og að fara á bílasölur og sparka í dekkin. Það er ekki að gera sig. Stundum nægir mér að vera kominn með hlutinn í hendurnar, eiga hann og taka mynd af sér með hann í höndunum. Það er eitthvað afbrigði- legt við þetta, ég veit það.“ Gangandi orðabók Valtýr segir að fæst hljóðfærin stoppi lengi við hjá sér. Og hann eyðir engum himinháum upphæðum í fíknina. „Það er undantekning að ég kaupi eitthvað nýtt. Það er eiginlega úti- lokað enda hafa ný hljóðfæri hækkað um sirka 80 prósent síðan gengið fór í fokk. Ég kaupi því aðallega notað dót. Ég er mikið inni á Huga. is, Barnalandi og hvað þetta drasl allt saman heitir. Ég stofnaði meira að segja eina svona síðu sjálfur til að ginna inn eitthvað fólk. Það er síðan „Hljóðfæradrasl óskast/til sölu“ á Facebook. Þar eru komnir um 3.000 manns – glæný skotmörk. Það er fullt af gaurum á mínum aldri sem eiga alls konar drasl í geymslunum hjá sér. Endrum og sinnum vantar þessa gaura pening og ef maður er heppinn og á pening þá er maður í góðum málum.“ Valtýr viðurkennir að þrátt fyrir mikla söfnunaráráttu sé hann enginn virtúós á hljóðfæri. „Ég veit miklu meira um hljóðfæri en það að ég kunni á þau,“ segir hann afsakandi. „Ég er gangandi orðabók með gjörsamlega gagnlausum upp- lýsingum um hljóðfæri. Draumurinn er að eignast 200 fermetra húsnæði undir dótið. Það þrengir mjög að þessu hérna í kompunni. Þetta dót tekur pláss.“ drgunni@frettabladid.is HALDINN AFBRIGÐILEGRI HLJÓÐFÆRAFÍKN VALTÝR BJÖRN THORS Hefur oft verið búinn að selja gítarana áður en hann skiptir um strengi í þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓTAKASSINN: Úff, þú ert að grínast … Þrír bassar, þrír rafmagnsgítarar, stálstrengjakassagítar, nælonstrengjagítar, dobro með stál- búk, mandólín, ukelele, kúbanskur tres, bólivískt charango, tyrkneskur saz, víetnamskt rafmagns dan bau (rafmagnsgítar með einum streng), indverskar tablatrommur, slatti af alls konar slagverksdóti (hristur, kúabjalla, tambúrín o.s.frv.), tveir synthesizerar, melódikka, hrúga af munnhörpum og ég er örugglega að gleyma einhverju. FRAM UNDAN: Fram undan í tækjakaupum er rafmagnspíanó (Fender Rhod- es eða sambærilegt), annar rafmagnsgítar (hugsanlega Fend- er Jazzmaster), altsaxofónn eða klarinett og bassamagnari. Ég er ekki að hljómsveitast neitt í augnablikinu og á síður von á að gera slíkt á næstunni. Ég er með lítið hljóðupptöku- ver þar sem ég dunda mér við að semja og taka upp lög og meiningin er að fara eitthvað út í það að endurhljóðblanda lög fyrir aðra en það er samt eitthvað sem myndi bara mæta afgangi hjá mér. Ég hef ekki það mikinn frítíma að ég nenni að nota hann í að föndra í tónlist annarra nema að mér finnist sú tónlist vera alveg frábær. FERILLINN: Nokkrar misvondar bílskúrshljómsveitir (til dæmis Graup- an og Bíllinn 1989 til 1992) og þátttaka í hinum og þessum músíktengdu viðburðum. Til dæmis Fylgjan 1993, gestaspilari með Vindva Mei og Helvítis gítarsinfóníunni og fleira. Meðlim- ur í og gaf út einhvern slatta af danstónlist og endurhljóðblöndunum með Funk Harmony Park frá sirka 2000 til 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.