Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 GEÐHJÁLP í 30 ár Geðheilbrigðisráðstefna fór fram í Trieste á Ítalíu í febrúar síðastliðnum. Íslenskir þátttakendur sneru heim reynslunni ríkari. NORDICPHOTOS/GETTY Geðheilbrigðisráðstefnan í Trieste var haldin 9. til 13. febrúar síðast- liðinn, en hana sóttu 700 fagaðilar og notendur frá flestum heimsálf- um. Ráðstefnur af þessu tagi eru reglulega haldnar undir þeim for- merkjum að nauðsyn sé á grund- vallar uppstokkun í geðheilbrigð- isþjónustu og sóttar af fólki sem sameinast um þá hugsun að gam- aldags leið geðsjúkrahúsa sé orðin úrelt og þjóni ekki lengur tilgangi sínum. Samtök fagfólks í geðheil- brigðisþjónustu vill aukna vitund- arvakningu um það þrot sem geð- heilbrigðisþjónusta á Vesturlönd- um er komin í og færa þjónustu frá stórum geðdeildum og sjúkra- húsum yfir í samfélagsþjónustu sem tengist betur heilsugæslu og félagsþjónustu, um leið og horfið verður frá einhliða lausnum geð- læknisfræðinnar og litið heild- stætt og heildrænt á geðheilsu- vanda. Í stefnumótun Geðhjálpar er einmitt unnið með þetta sjónar- mið en stefnumótunin verður lögð fyrir á aðalfundi félagsins á morg- un og síðan kynnt opinberlega. Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, sótti geðheilbrigðis- ráðstefnuna í Trieste. „Trieste er fyrirmyndarsveitar- félag Alþjóða heilbrigðisstofnun- arinnar (WHO) og skiptir miklu að læra sem mest af þeim sem eru að gera það besta í geðheilbrigðis- þjónustu á heimsvísu, um leið og við nýtum þá sérstöðu sem felst í fámenni okkar þjóðar og leiðir til þess að við getum gert hlutina enn betur en aðrir. Um það snýst okkar tillaga að stefnumótun og vona ég og treysti að við sjáum hana verða að veruleika innan tíðar,“ segir Sigursteinn og ítrekar að tíminn vinni ekki með Íslendingum. „Þetta verðum við að vinna mjög, mjög hratt. Peninga í geð- heilbrigðisþjónustu skortir ekki, en nauðsynlegt er að breyta áhersl- um um hvernig við ætlum að verja þeim peningum. Ég vil sjá þá not- aða í geðheilbrigðisþjónustu í nærumhverfi okkar í stað þess að vera með þessa þjónustu á stór- um, þunglamalegum stofnunum. Sú áherslubreyting er auðveld með því fjármagni sem er til staðar og lít ég svo á að við höfum árið fram undan til að undirbúa breytinguna og vil sjá breytingarnar eiga sér stað strax á næsta ári.“ Að sögn Sigursteins eru tvö geð- heilbrigðiskerfi á Íslandi, en það Viðsnúningur fram undan ● Úrelt er að loka geðfatlaða inni á lokuðum geðdeildum til langs tíma og sjálfsögð mannréttindi að gera þeim kleift að lifa lífi sínu í auknum lífsgæðum með því að vera nær sínum nánustu og sækja geðheilbrigðisþjónustu í sitt nærumhverfi. FRAMHALD Á SÍÐU 7 FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA Björgin fagnaði fi mm ára afmæli í febrúar. síða 9 STARFSHÆFNIMAT Í STAÐ ÖRORKUMATS Ný stefna í málefnum öryrkja. síða 4 MATARÆÐI OG GEÐ- HEILSA Jóhanna Mjöll Þórmarsdóttir telur mataræði geta haft áhrif á andlega líðan. síða 6 JÁKVÆÐ UPPLIFUN Sigurður Á. Friðþjófsson sótti námskeiðið Andleg sjálfsvörn og líkaði vel. síða 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.