Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 41
Páll Matthíasson, framkvæmda- stjóri geðsviðs Landspítala, tók þátt í geðheilbrigðisráðstefnunni í Tries- te og segir margt gagnlegt hafa komið fram. „Þessi ráðstefna var að mörgu leyti mjög fróðleg fyrir mig þar sem við stöndum frammi fyrir því að breyta skipulagi geð- heilbrigðisþjónustu á Íslandi svo hægt sé að takast á við ný verkefni í breyttum aðstæðum þrátt fyrir minni fjárveitingar. Þarna tóku til máls ýmsir aðil- ar úr heilbrigðisgeiranum sem út- skýrðu hvernig sams konar vanda- mál höfðu verið leyst í þeirra heima- landi. Þrennt vakti sérstaka athygli. Í fyrsta lagi fannst mér áhugavert að heyra hvaða leið menn kusu að fara í Trieste. Þar var ungur braut- ryðjandi, Bassina, sem beitti sér fyrir því í kringum 1975 að hætt yrði að leggja fólk inn á geðveikra- hæli. Stofnanavæðingin var þá gríð- arleg í Trieste en manninum tókst að snúa henni við og byggja ásamt fleirum upp öfluga samfélagsþjón- ustu, tengdri móttökudeildum á víð og dreif um borgina. Í dag er nú boðið upp á fleiri bráðalegupláss í Trieste, þessari einu borg, en við bjóðum upp á á öllu Íslandi.“ Páll segir því Íslendinga vera ágætlega á veg komna í afstofnana- væðingu geðþjónustu, hins vegar vanti upp á skipulagða samfélags- þjónustu sem nái út í nærsamfélag- ið. „Við erum að stofna slíkt teymi, hið fyrsta opinbera og þverfag- lega en hér hafa áður starfað minni teymi einstakra fagstétta.“ Þá segir Páll hafa verið áhuga- vert að heyra hvernig endurhæfing geðsjúkra fer fram annars staðar í heiminum. „Við erum að róa á sömu mið, þar sem áhersla er lögð á sam- vinnu við aðra þætti velferðarþjón- ustunnar. Hér er stefnt að því að starfið gerist meira utan stofnana en innan þeirra.“ Loks fannst Páli fróðlegt að vita hvernig menn hafa sett geðheil- brigðisþjónustu undir einn hatt í Trieste og víðar. „Þar er þjónust- an ekki á ábyrgð sveitarfélaganna eins og rætt hefur verið að gera hér heldur stjórnskipulagseining sem á í miklu samspili við aðra vel- ferðarþjónustu í landinu. Menn hafa góða yfirsýn yfir málin og láta vel af þessu skipulagi. Þessa leið tel ég ákjósanlega fyrir Ísland.“ Öflug endurhæfing Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, varð margs vísari á ráðstefnunni í Trieste. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA er annars vegar Akureyrarkerfið og svo Reykjavíkurkerfið. „Akureyri varð að svokölluðu tilrauna- sveitarfélagi 1996 og tók þá yfir ábyrgð á málefnum fatlaðra og stjórn heilsugæslu í sínu sveitarfélagi. Við það varð til mjög áhugaverður vísir að samfélagsgeðþjón- ustu, þar sem félagsþjónusta, heilsugæsla og geðheilbrigðisþjónusta vinna miklum mun betur saman en á höfuðborgarsvæðinu þar sem málefni geðfatlaðra hafa verið í miklum ólestri. Af hálfu ríkisins er nálgun á geðheil- brigðisþjónustu hérlendis afar gamaldags, þrátt fyrir að hafa lukkast mjög vel á Ak- ureyri þar sem hún hefur kallað á víðtækt samstarf allra aðila og heildræna nálgun.“ Sigursteinn segir brýnt að allir aðilar taki sig saman og skipuleggi fyrirhugaða breyt- ingu eins hratt og auðið er. „Í jafn litlu samfélagi og á Íslandi höfum við tækifæri til að vinna hratt því við vitum upp á hár hvað við viljum gera. Breyting- una þarf hins vegar að gera í áföngum og um hana þarf að vera rík samvinna. Ég er sann- færður um að vel muni takast vegna þess að geðheilbrigðisþjónusta er hér í talsverðum ógöngum. Því er ekki um annað að ræða en að skera upp þetta kerfi og gera á því grund- vallarbreytingar,“ segir Sigursteinn, fullur trausts á almennum og góðum hljómgrunni þegar málin verða skoðuð ofan í kjölinn. „Ég treysti því að fólk skoði þetta með víðsýni og opnum huga, og með hag almenn- ings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda, að leiðarljósi. Vissulega verður breyt- ing á högum starfsfólks þegar þjónustu er gerbreytt, en ég er sannfærður um að fólk sjái að störfin verði miklu áhugaverðari eftir sem áður.“ Sigursteinn segir nýja kerfið verða á allan hátt sveigjanlegra, enda lagað að þörfum hvers og eins og með meiri eftirfylgni, sem mikill skortur hefur verið á. Þá muni fólk fá aukinn félagslegan stuðning. „Í samanburði við geðheilbrigðisþjónustu sem við höfum hingað til búið við munum við fljótt sjá breytingu til hins betra á til- gangi og hlutverki geðheilbrigðisþjónust- unnar. Þá munum við leggja mikla áherslu á að hverfa frá lokuðum deildum og langvar- andi meðferðarúrræðum sem byggja fyrst og fremst á lyfjameðferð. Þrjátíu ára reynsla annars staðar frá sýnir svo ekki er um villst að með öðrum áherslum, samfélags- og nær- þjónustu, og auknum félagslegum stuðningi, hefur bati gengið miklu betur og einstakling- ar, sem við venjulega köllum króníska sjúk- linga og eru mánuðum eða árum saman á lokuðum geðdeildum, farnir að virka í sam- félaginu á miklu betri hátt og njóta mun meiri lífsgæða á ótrúlega skömmum tíma. Það er kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd að við höfum ekki verið að gera hlutina með réttum hætti, en nú er tækifær- ið í höndum okkar. Því er algjör viðsnúning- ur fram undan og ekki um annað að ræða.“ - þlg FRAMHALD AF FORSÍÐU Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinn- ar – geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, varð fyrir mikilli upplifun í Trieste. „Mér fannst óborganlegt að koma inn í geðhjálparmiðstöð Trieste og sjá með eigin augum hvernig slík starfsemi virkar í stærra samhengi og fá um leið staðfest að maður er virkilega að gera rétt. Þarna sátu geðlæknar til borðs með skjólstæð- ingum sínum og greinileg virðing borin fyrir sjúklingum í léttu and- rúmslofti þar sem geðfatlaðir voru farnir að taka ábyrgð á eigin lífi. Þá voru miðstöðvarnar allar í mið- borginni í stað þess að standa sem lengst burtu frá samfélaginu, en slíkt minnir óneitanlega á fang- elsi,“ segir Ragnheiður, sem skoð- aði fjórar geðheilsumiðstöðvar í Trieste. „Inni í þessum miðstöðvum, sem eru opnar allan sólarhringinn, starfa geðlæknar, geðhjúkrunar- fólk og annað fagfólk, ásamt teymi sem fer heim til fólks eftir þörfum. Þá geta sjúklingar gist einhverj- ar nætur ef með þarf og þeir sem verða bráðveikir yfir nótt komið strax inn á slíka miðstöð daginn eftir að hafa fyrst verið fluttir á sjúkrahús, en áður mátti það eiga von á að vera lokað inni á spítala dögum saman,“ segir hún. „Fólk verður oft veikara við að vera inni á lokuðum geðdeild- um og því felast mannréttindi í því að leggja þær niður, en bjóða þess í stað þjónustu eins og gert er í Trieste, og við erum að reyna að gera í Björginni. Það skiptir öllu fyrir geðfatlaða að vera sem næst sinni heimabyggð og sinni fjöl- skyldu. Það þýðir aukin lífsgæði fyrir sjúklinga jafnt sem aðstand- endur sem eru undir miklu álagi. Í mínu starfi hef ég séð einstakl- inga sem í lengri og skemmri tíma hafa verið vistaðir á stofnunum, en eru nú farnir að taka virkan þátt í samfélaginu og lifa sínu lífi við aukin lífsgæði.“ - þlg Lifað við aukin lífsgæði Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir er forstöðumaður Bjargarinnar – geðræktarmið- stöðvar Suðurnesja, sem er vísir að geðhjálparmiðstöð í anda þess sem unnið er að í Trieste. MYND/ÚR EINKASAFNI Brynjólfur Ingvarsson og Ólafur H. Oddsson geðlæknar við Sjúkrahúsið á Akureyri sátu alþjóðlega geðheilbrigð- isráðstefnu í Trieste. Þar ræddi fagfólk og notendur geðhjálparþjónustu hvernig komast megi yfir ósýnilega múra milli stofnana og samfélagsins. „Í geðlækningum er það einmitt mjög baga- legt því þær byggjast mikið á samskipt- um,“ útskýrir Brynjólfur. Hann segir boð- skap ráðstefnunnar enn fremur hafa verið að geðfatlaðir eigi heima innan um ófatlaða og geti sótt fagþjónustu í sínu heimahverfi rétt eins og aðra heilsugæslu. Ólafur segir þá uppbyggingu sem átti sér stað í Trieste á áttunda áratugnum merki- lega en á 15 árum tókst að loka stóru sjúkra- húsi með 1200 rúmum fyrir geðfatlaða og flytja skjólstæðingana út í íbúðarhverfin. Þjónustueiningar voru settar upp á fjórum stöðum í borginni. „Með því að brjóta niður múra og færa þjónustuna nær fólkinu verða allar framkvæmdir liðugri og í sátt við fólk- ið. Til dæmis er engin læst geðdeild í Tries- te, borg með 215.000 íbúa. Engin þessa fjög- urra þjónustueininga er læst og lítil bráða- geðdeild á almenna sjúrkahúsinu í borginni er líka opin. Þetta fannst okkur mjög áhuga- vert en í okkar litla samfélagi á norð-austur- landi þurfum við stundum að læsa 11 rúma legudeild hér á geðdeild sjúkrahússins, þó oftast sé hún opin.“ Brynjólfur bætir við að á Íslandi séum við ennmeð miðstöðvar inni á stóru sjúkra- húsunum en erum að færast í þessa áttina. „Hér á Akureyri fer geðlæknastarfið ekki allt fram inni á sjúkrahúsinu heldur starf- rækja geðlæknar stofur úti í bæ. Eins eru Sálfræðingar, félagsráðgjafar og aðrir að efla sig í hugrænni atferlismeðferð og fleiru sem skiptir svo miklu máli fyrir utan lyfin en þau eru ekki aðalatriði þó þau þurfi að vera með.“ Hann nefnir enn frekar að á Ak- ureyri hafi verið starfrækt dagdeild úti í bæ fyrir geðfatlaða. Deildin var lögð var niður vegna niðurskurðar um áramótin 2008-9 en unnið er að uppbyggingu hliðstæðrar þjón- ustu í bænum. „Okkur þótti slæmt að loka þessari deild og þarna varð langt og erfitt hlé á dagdeildarþjónustu. Afleiðingarnar voru vel sýnilegar á þeim skjólstæðingum sem urðu fyrir barðinu á niðurskurðinum. Þegar peningar koma aftur inn í heilbrigðis- geirann munum við fjölga fagfólki í geðheil- brigðisstétt sem starfa við hliðina á læknun- um í daglega starfinu hér á svæðinu. “ Ólafur tekur undir með Brynjólfi og ítrek- ar að með nánu samstarfi milli allra aðila náist besta þjónsutan fyrir geðfatlaða. -rat Samstarf skilar sér í miklu betri þjónustu Ólafur H. Oddson og Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri segja náið samstarf skili sér í betri þjónustu við geðfatlaða. MYND/HEIDA.IS Sigursteinn Másson er formaður Geðhjálpar, sem á morgun leggur fram nýja stefnumótun í geðheil- brigðisúrræðum og vill að horfið verði frá lokuðum geðdeildum og einhliða úrræðum geðlæknisfræð- innar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA geðhjálp ●FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.