Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 45
geðhjálp ●FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 11 Geðhjálp fékk á dögunum, eins og fleiri svonefnd sjúklingasam- tök , send a r spurningar frá starfshópi um stefnumörkun Landspítala. Formanni fé- lagsins, Sigur- steini Mássyni, var falið að svara fyrir hönd stjórnar og fara spurningar og svör hér á eftir. 1. Hvað viltu sjá í stefnu Land- spítala til ársins 2016? Ég vil sjá að hlutverk og mark- mið Landspítalans sem háskóla- sjúkrahús verði betur skilgreint en nú er. Einnig að bráðaþjónusta verði betur skilgreind og annað- hvort horfið að fullu frá kostnað- arhlutdeild sjúklinga eða hún end- urhugsuð. Það verður einnig að skýra betur skyldur Landspítala gagnvart öllu landinu. Geðheil- brigðisþjónusta í nýju sjúkrahúsi einskorðist við sólarhrings bráða- þjónustu. 2. Hvernig getur Landspítali best þjónað sjúklingum sem þú ert í forsvari fyrir? Mikilvægt er að stór hluti þeirr- ar geðheilbrigðisþjónustu sem spítalinn sinnir nú verði færð út í samfélagið í nánum tengslum við grunnþjónustu heilsugæslu og sveitarfélaga. Landspítalinn mun eftir sem áður þjóna mikilvægu hlutverki varðandi bráðaþjón- ustu, þjónustu við tvígreinda og samræmda teymisvinnu til stuðn- ings nærþjónustunni. Brýnt er að hætta geðþjónustu á Kleppsspítala sem fyrst. 3. Hver er ímynd Landspítala að þínu mati? Hún er frekar góð. Þar er mikill mannauður en endurskipulagning og endurhugsun þjónustunnar er mikilvæg. Það þarf að samþætta mun betur heilbrigðis- og félags- legan stuðning og reyndar innleiða í auknum mæli heildræna nálgun á heilsu og vanheilsu. Landspítalinn á það á hættu að staðna í þröngu læknisfræðilegu módeli ef hann heldur ekki vöku sinni og endur- skoðar hugmyndafræðina með reglulegum hætti. Geðhjálp svarar Landspítala „Ég vil sjá að hlutverk og markmið Landspítalans sem háskólasjúkrahús verði betur skilgreint en nú er,“ segir meðal annars í svari formanns Geðhjálpar, við fyrirspurn frá starfshópi um stefnumörkun Landspítala. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sigursteinn telur brýnt að loka Klepps- spítala sem fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigursteinn Másson formaður Geðhjálpar. ● AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar árið 2010 verður haldinn á Túngötu 7, Reykjavík, laugardag- inn 27. mars nk. og hefst hann kl. 14.00. Dagskrá: ■ Aðalfundarstörf í samræmi við 5. gr. laga Geðhjálpar. ■ Kjör þriggja aðalstjórnarmanna fer fram til tveggja ára í stað þeirra er ljúka stjórnunarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör tveggja skoð- unarmanna ársreikninga til eins árs. Þeir félagar sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í gegnum heimabanka á Netinu, næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi inn á reikning Geðhjálpar nr.: 1175-26-38882, kt. 531180-0469. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík í síma 570 1700. Lög Geðhjálpar er m.a. að finna á vefsíðu félags- ins, www.gedhjalp.is. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Kaffiveiting- ar að fundi loknum. A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.