Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 56
6 föstudagur 26. mars tíðin ✽ tíska og fegurð Naglalökkin frá OPI njóta mikilla vinsælda enda eru þau til í öllum regnbogans litum, endast vel og eru ekki of dýr fyrir pyngjuna. Nýja línan frá OPI er verulega spennandi en þar eru á ferðinni litir sem sækja innblástur til Feng Shui. Samkvæmt þessum asísku fræðum eru allir litir annað hvort jin eða jang. Jin-litir eru róandi en jang- litir veita orku. Nú er um að gera að vera dálítið ævintýragjarn og lífga upp á útlitið með þessum skemmtilegu litum. -amb Ný litalína frá OPI Innblásið af Feng Shui OPI heldur því fram að litir séu annaðhvort róandi eða orkugefandi. FRÉTTABLAÐIÐ /ANTON M argt athyglisvert bar fyrir augu á hinni glæsilegu tískuhátíð Reykjavík Fashion Festival sem var haldin um síð- ustu helgi í húsnæði Ó. Johnson og Kaaber. Ný fatalína hönnuð- arins Unu Hlínar Kristjánsdóttur sem nefnist Royal Extreme vakti mikla hrifningu gesta á föstudags- kvöldinu og hefur fengið mikla umfjöllun á erlendum bloggsíð- um í kjölfar hátíðarinnar. Klæðin hennar Unu voru sérlega tignarleg og minntu að vissu leyti á prúss- neskar prinsessur: kápur í gráu og svörtu með háum fléttuðum krög- um og sokkabuxur með fléttum að framan í sama litaskalanum. Una tefldi djarft með því að etja sinnepsgulum og rauðum saman og útkoman var verulega glæsileg. Kvenlegar silkiblússur í bronslit- um við einstaklega fallega sniðnar leðurbuxur ásamt stórskemmti- legum dúskatreflum var líka frá- bærlega vel heppnuð samsetning. Frágangur og gæði fatnaðarins voru líka á áberandi góð. Í heild- ina voru þetta klæðileg og kvenleg föt sem nútímakonur munu hafa „unun“ af að klæðast. - amb Konunglegir litir og bryddingar hjá Royal Extreme: Vel heppnuð sýning Una Kristjánsdótt- ir fékk mikið lófatak í lok sýningarinnar á föstudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UNA SLÆR Í GEGN Konunglegt Gul og rauð silkislá við gráar sokkabuxur með fléttu. Ríkmannleg kápa Háir flétt- aðir kragar á kápum minntu á prússneskar prinsessur. Djörf lita- samsetning Rauður silki- kjóll ásamt sinnepsgul- um sokka- buxum og dúskatrefli. Kvenlegt Falleg silki- blússa við leðurbuxur og svartan trefil. NÁTTÚRULEG FÖRÐUN Þetta nýja skyggingarbox í „nude“-línu Diors er handhægt í veskið. Það inniheldur ljóst púður fyrir t-svæðið, dekkri tón til að nota undir kinnbeinin og svo ljósferskjulitaðan tón til að nota í kringum augnsvæðið til að lýsa það og mýkja dökka bauga. Frá franska fyrirtækinu l‘Occitane er komin spennandi og náttúru- leg nýjung sem kallast Ma créme nature. Um er að ræða tvær blönd- ur sem eru gerðar úr lífrænum ólívulaufum og ólívuolíu. Þessum tveimur blöndum er blandað saman heima og notast beint á andlitið sem maski og/eða andlitskrem og geymist aðeins í sex vikur í ísskáp. Kremið er því laust við rotvarnarefni og er hundrað prósent náttúru- legt. Það má nota kvölds og morgna og húðin verður strax mýkri og meira ljómandi. Hægt er að kaupa áfyllingarpakkningu með blöndun- um tveimur sem gerir kremið bæði hagkvæmt og umhverfisvænt. Maski sem þú blandar sjálf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.