Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 5 Alain Jean Garrabé opnar sýningu á myndum sín- um í Gallerí Smíðar og skart í dag. „Ég mála mikið af strætum og götum í Reykjavík, en líka landslagsmyndir sem sumar eru abstrakt. Ég sæki andagift í borgina,“ segir myndlistarmað- urinn Alain Jean Garrabé, sem opnar sýningu á myndum sínum í Gallerí Smíðar og skart, Skóla- vörðustíg 16A, í dag. Alain fæddist í Suður-Frakklandi árið 1951 og stundaði myndlistarnám í Listaháskólanum í Toul- ouse frá 1971 til 1977. Að því loknu nam Alain list- fræði við Parísarháskólann Pantheon Sorbonne og hefur einnig lokið námi sem frönsku- og myndlist- arkennari frá Kennaraháskólanum í Stuttgart í Þýskalandi. Hann hefur meðal annars starfað sem myndlistarkennari í Suður-Frakklandi og Þýska- landi. Myndlistarmaðurinn heimsótti Ísland í fyrsta sinn árið 1995 og settist að hér á landi árið 2000. Eins og áður sagði er höfuðborgin honum hugleikin í listsköpun sinni, en Alain hefur dvalið í Reykjavík frá áramótum. Alla jafna býr hann í Bolungarvík og hefur vinnustofu þar, en áður bjó hann í Vestmanna- eyjum í fjögur ár. Meðal áhrifavalda hans eru Nicolas De Staël, Odilon Redon og Henri Matisse. Höfuðborgin í vetrarbúningi Alain Garrabé hefur búið hér á landi frá árinu 2000. Hann opnar sýningu í Gallerí Smíðar og skart í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AUÐUR JÓNSDÓTTIR , rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness, verður gestur á Gljúfrasteini á sunnudaginn klukkan 16. Hún mun fjalla um æskuna út frá verkum skáldsins, einkum Ljósvíkinginn unga í Heimsljósi, stelpuna Sölku Völku og út frá barnabókinni Skrýtnastur er maður sjálfur. „Hugmyndin að þessum degi kemur frá hugmyndaráði skólans, sem allir nemendur 2. til 6. bekkj- ar eiga fulltrúa í. Þau langaði að hafa sérstakan nördadag því þeim þykir orðið nörd vera hlaðið svo neikvæðri merkingu. Þau vilja koma því til skila að það er engin uppskrift að því að vera nörd. Þess vegna er slagorðið dagsins „Nörd- ar eru flottir“, segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugar- nesskóla. Skóladagurinn í dag er tileinkaður nördum og geta nem- endur komið „nördalega“ klæddir í skólann. Að sögn Sigríðar stendur skól- inn fyrir sérstökum þemadögum af og til. Til að mynda mættu nem- endur með jólasveinahúfur í skól- ann fyrir jól og einn daginn var starfsfólki skólans uppálagt að klæðast ljótum peysum í vinnunni. „Það var mjög misjafnt hvað fólki fannst ljótt,“ segir Sigríður. Skólastjórinn segir ritara skól- ans hafa fengið nokkur símtöl frá foreldrum sem spyrjast fyrir um þýðingu orðsins nörd og hvernig börnin þeirra eigi að vera klædd á nördadeginum. „Þetta orð, nörd, er auðvitað viðkvæmt og getur hæg- lega snúist í höndunum á fólki, en við svörum því til að hverjum er í sjálfsvald sett að ákveða hvern- ig nördar eru. Það á að snúa þess- ari neikvæðu merkingu orðsins til baka,“ segir Sigríður. Hún segir nóg um að vera í skólastarfinu eins og endranær. Í vetur er nemendum í 5. og 6. bekk í fyrsta sinn boðið upp á valnám- skeiðið Ungir fréttamenn, sem Lilja Berglind Benónýsdóttir kenn- ir, en hugmyndin að námskeiðinu kviknaði á fundi hugmyndaráðs- ins. „Krakkana langaði að gefa út skólablað og hafa alvöru frétta- menn og þess vegna var þetta sett í framkvæmd. Þau eru alveg ofboðs- lega hugmyndarík og þykir þetta mjög gaman. Einnig er það hefð í skólanum að nemendum sé kennt með markvissum hætti að koma fram. Hér eru reglulega dans- sýningar og hver bekkur stígur á svið með atriði einu sinni á ári,“ segir Sigríður og bætir við að skól- inn taki einnig þátt í stóru Barna- menningarhátíðinni í apríl með ýmsum hætti. Fram að hátíðinni verður meðal annars rithöfundur- inn Kristín Helga Gunnarsdóttir í „fóstri“ hjá 5. bekk og hjálpar til við ritþjálfun nemendanna. kjartan@frettabladid.is Nördar í Laugarnesskóla „Nördar eru flottir“ er yfirskrift dagsins í Laugarnesskóla, þar sem nemendurnir eru hvattir til að mæta nördalega klæddir í skólann. Skólastjóri segir ritara hafa fengið nokkur símtöl frá forvitnum foreldrum. „Það á að snúa þessari neikvæðu merkingu orðsins til baka,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskól- anna, hefur staðið yfir undanfarið. Að hátíðinni, sem var haldin í fyrsta sinn í ár, standa Félag tónlistarskólakenn- ara, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Samtök tónlistarskólastjóra. Nótan fór fram í þremur hlutum í febrúar og mars. Fyrsti hluti hátíð- arinnar fór fram innan hvers skóla. Annar hlutinn fólst í tónleikum sem haldnir voru 13. mars á fjórum stöð- um um land allt. Þriðji og síðasti hluti uppskeruhá- tíðarinnar fer fram í formi tónleika á lands- vísu. Þessir loka- tónleikar verða haldnir í Langholts- kirkju á morgun. Grunnáms- og iðnnámstónleik- ar verða klukk- an 11 og fram- haldsnámstónleikar klukkan 13. Á þess- um tónleikum verða flutt valin tónlistaratriði frá öllum fjórum svæðisbundnu tónleikum uppskeruhátíðarinnar. Lokaathöfnin fer svo fram klukkan 16 í Langholts- kirkju þar sem veittir verða verðlauna- gripir fyrir framúrskarandi tónlistar- atriði. Þriðji og síðasti hluti Nótunnar LOKATÓNLEIKAR NÓTUNNAR, UPP- SKERUHÁTÍÐAR TÓNLISTARSKÓLANNA, FER FRAM Í LANGHOLTSKIRKJU Á MORGUN. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Laugardaga Nýja línan frá Hvítur 119.900 Stál 139.900 Gerð RF-32 Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, Sími 552 0775. Falleg gjöf á tímamótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.