Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 70
26 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR Jesse James, sem mun væntan- lega verða fyrrverandi eiginmað- ur Söndru Bullock, hefur verið sakaður um að hafa haldið fram- hjá Óskarsverðlaunaleikkon- unni með tveimur öðrum konum meðan á hjónabandi þeirra stóð. Bullock og James hafa verið gift síðan 2005 en harðjaxlinn virðist ekki hafa verið við eina fjölina felldur og hafa haldið við fjölda kvenna, meðal annars strippara og ljósmyndara. Sandra vísaði því á bug að hafa ráðið sér skiln- aðarlögfræðinga en það virð- ist næsta víst að þeir séu á leið í hennar þjónustu á allra næstu dögum. Rað-fram- hjáldari Í VONDUM MÁLUM Jesse James var gripinn við að halda framhjá konu sinni, Söndru Bullock. „Við erum ekkert hættir,“ segir Gunnar Torfi Steinarsson, einn af þremur grunnskólapiltum á Akureyri sem eru eigendur hinn- ar nýstofnuðu netútvarpsstöðvar Brekkunnar. Stef, samband tónskálda og eig- enda flutningsréttar, krafðist þess á dögunum að stöðinni yrði lokað vegna þess að láðst hafði að borga fyrir lögin sem hún spilaði. „Við vissum ekkert af þessu. Þegar við opnuðum áttuðum við okkur á því að það þyrfti að borga,“ segir Gunnar Torfi. Í framhaldinu ákváðu Gunnar og félagar að óska eftir fjárframlögum og viðbrögðin hafa verið góð. „Við erum komnir með rúmlega átján þúsund krón- ur. Það er líklegast nóg út þennan mánuð. Við ætlum líka bara að hafa opið um helgar. Það sparar rosa- lega peninga.“ Gunnar er ákaflega svekktur yfir því að hafa þurft að loka stöð- inni en vonast til að hún opni aftur um helgina. „Við ætluðum að gera unglingunum á Akureyri greiða og skemmta okkur í leiðinni,“ segir hann og nefnir að um 150 manns hafi hlustað á stöðina. „Þetta ætti að vera þannig að ef það eru yfir þúsund hlustendur þá myndu þeir byrja að rukka en það eru bara 150. Þess vegna er þetta svo óréttlátt.“ Stutt er síðan önnur netút- varpsstöð á Akureyri, Toppfm.is, þurfti að loka vegna sambærilegra aðgerða Stefs. - fb Útvarpsstöð lokað á Akureyri GUNNAR TORFI STEINARSSON Einn eig- enda útvarpsstöðvarinnar Brekkunnar. Bandaríska söngkonan Lady Gaga hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækurnar. Þessi sérvitra söngkona frá New York er nefni- lega fyrsti listamaðurinn sem nær yfir einum milljarði áhorfenda á myndbönd sín á YouTube. Þetta kemur fram á tölfræðisíðunni Visi- ble Measures. Sam- kvæmt umræddri síðu hafa tæplega fjögur hundruð milljónir séð Poker Face, 272 milljón- ir hafa horft á Just Dance og 360 milljón- ir hafa fundið Bad Romance. Lady Gaga m u n þ ó eflaust ekki ná að halda þessu meti lengi því 980 milljónir hafa séð myndbrot úr Twilight-myndunum og 860 milljónir hafa leitað eftir smellum Soulja Boy‘s. Gaga-met VINSÆL Lady Gaga er umtalaðisti tónlista- maður heims. Staðarblaðið Chaska Herald í Minnesota greindi frá því í gær að tónlistarmaðurinn Prince væri skuldum vafinn. Samkvæmt blaðinu skuldar hann og fyr- irtæki tengd honum rúma fimm hundruð þúsund dollara eða 66 milljónir íslenskra króna í fast- eignagjöld og aðrar skatttengdar greiðslur. Chaska Herald segir frá því að samkvæmt skatt- skýrslum Carver-sýslunn- ar í fylkinu hafi listamað- urinn sérlundaði ekki greitt þessi gjöld á síð- asta ári. Mestu munar um að upptökufyrirtæki Prince, PRN Music Corp, skuldar rúmlega 220 þúsund dollara í skatt. Prince hefur verið gefin frestur til 1. apríl til að andmæla þessari uphæð. Ef hann gerir það ekki verð- ur hann fyrir barðinu á svo- kölluðu fjárnámi. Prince hefur hins vegar tíma til 1. maí 2013 að greiða upp þessa skuld án þess að gengið verði á persónulegar eigur hans. Skuldar skattinum SKATTMANN Prince á í höggi við skattmann í Minnesota fyrir að greiða ekki fasteignagjöld. Gísli Rún ar og Lad di árita Heilsubæli ð 2 í ELKO Lindum í dag á mill i klukkan 1 6 og 18. Heilsubæ lið 2 lang þráður Se inni hluti nú loksins kominn á DVD.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.