Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 74
30 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is IE-deild karla: KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Kristjánsson 12, Brynjar Björnsson 10, Pavel Ermolinskij 10 (15 frák., 16 stoðs.), Finnur Atli Magnússon 8. Stig ÍR: Robert Jarvis 29, Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1. , N1-deild karla: Akureyri-Fram 26-31 (13-13) Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Sigtryggs son 4 (12), Andri Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Árnason 3 (9), Guðmundur Helgason 2 (4), Hörður Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmunds. 2 (6). Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörð ur Flóki Ólafsson 4 (19) 21%. Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Hostert 6 (12), Andri Haraldsson 5 (14), Daníel Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Drengss. 2 (2), Einar Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánars.1 (1), Jóhann Reyniss. 1 (1). Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%. Haukar-Valur 20-24 (9-10) Sigurbergur Sveinsson 10, Elías Már Halldórsson 6 - Fannar Þór Friðgeirsson 8, Elvar Friðriksson 5 FH-Grótta 23-30 (11-16) Bjarni Fritzson 11, Ólafur Gústafsson 7 - Hjalti Þór Pálmason 7, Anton Rúnarsson 7. Stjarnan-HK 33-28 (15-17) Vilhjálmur Halldórsson 10, Daníel Einarsson 7, Tandi Konráðsson 6 - Valdimar Fannar Þórsson 6 STAÐAN: Haukar 18 13 2 3 461-433 28 Akureyri 18 10 2 6 489-461 22 Valur 18 9 3 6 444-422 21 HK 18 9 2 7 487-469 20 FH 18 9 1 8 503-484 19 Grótta 18 6 0 12 454-481 12 Stjarnan 18 5 1 12 426-483 11 Fram 18 5 1 12 426-483 11 ÚRSLIT > Stórleikir í körfunni í kvöld Körfuboltaáhugamenn fá heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð í kvöld þegar þrír stórleikir fara fram. Tvær áhugaverðustu rimmurnar í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla fara þá í gang er Stjarnan tekur á móti Njarðvík og Snæfell sækir Grindavík heim. Úrslitarimman í Iceland Express-deild kvenna hefst einnig í kvöld er Hamar fer vestur í bæ og spilar gegn KR. Allir leikirnir í kvöld hefjast klukkan 19.15. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu á móti Tindastól eftir 19 stiga sigur, 94- 75 í Toyota-höllinni í gærkvöld. Keflavík hafði frumkvæðið allan leikinn en munurinn var þó aldrei svona mikill fyrr en í lokaleik- hlutanum. Fimm leikmenn Keflavíkurliðs- ins skoruðu tólf stig eða meira en stigahæstur var Draelon Burns með 21 stig. Þröstur Leó Jóhanns- son kom með 19 stig inn af bekknum. Cedric Isom skoraði 27 stig fyrir Tindastól, þar af voru 13 þeirra í þriðja leikhluta. - óój Keflavík-Tindastóll 94-75 (46-43) Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21 (5 stoðsend ingar), Þröstur Leó Jóhannsson 19, Gunnar Einarsson 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 14 (8 stoðsendingar), Uruele Igbavboa 12 (7 fráköst, 3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6, Gunnar H. Stefánsson 3, Sverrir Þór Sverrisson 1. Stig Tindastóls: Cedric Isom 27 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Donatas Visockis 14 (14 fráköst), Helgi Rafn Viggósson 10 (8 fráköst), Friðrik Hreinsson 9, Axel Kárason 6 (8 fráköst), Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Sigmar Logi Björnsson 2. Iceland Express deild karla: Keflavík 1-0 yfir FLOTT INNKOMA Þröstur Leó Jóhanns- son hjá Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI ÍR vann eftirminnileg- an sigur á KR í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum en ÍR-liðið sem mætti í leikinn í gær er farið í sumarfrí ef þeir hysja ekki upp um sig buxurnar á sunnudag. Það var hálffurðuleg stemning í upphafi leiksins. Rólegt yfir leik- mönnum og ekki að sjá að menn væru mættir til leiks í úrslita- keppninni. Lítil barátta í mönnum og leikurinn hafði í raun yfirbragð æfingaleiks. Það var ekki fyrr en í öðrum leikhluta sem KR-ingar stigu aðeins á bensínið, settu svolítinn kraft í vörnina og fóru að keyra hratt á gestina úr Breiðholtinu. Það skilaði 14 stiga forskoti sem ÍR-ingar minnkuðu í tíu stig fyrir hlé. Morgan Lewis blómstraði í KR- liðinu og sýndi loksins að hann getur eitthvað meira en troðið boltanum. Hann skoraði falleg- ar körfur ásamt því að rífa niður fráköst og gefa fínar sendingar. Pavel spilaði einnig vel og daðraði við enn eina þrennuna sem hann náði síðan áður en leikurinn var allur. Hjá ÍR var Nemanja Sovic í sérflokki og hélt liðinu á floti lengstum. Robert Jarvis hálfmeð- vitundarlaus og grimmdina vant- aði í liðið sem kom í óvart. KR var mun sterkara lið í þriðja leikhlutanum og fjórði leikhluti virtist ætla að verða formsatriði. Allt þar til Robert Jarvis ákvað að taka þátt í leiknum. Hann fór að raða niður þriggja stiga körfum og allt í einu opnast smá rifa á glugg- ann. KR lokaði þeirri rifu snögg- lega og límdi gluggann aftur. Morgan Lewis lék lengstum líkt og hann væri andsetinn. Allt annar leikmaður en í síðustu leikj- um. Pavel var ótrúlega drjúgur og það virðist vera álíka auðvelt fyrir hann að ná þrefaldri tvennu eins og að starta bíl. Hann virðist ekk- ert hafa fyrir hlutunum. „Mér fannst við vera með leik- inn í okkar höndum eftir fyrsta lei khluta. Það tók smá tíma að kom- ast í gang en síðan var þetta aldrei spurning. Það fór reyndar aðeins um mig í restina þegar það fór allt niður hjá Jarvis en við stöðvuðum það sem betur fer,“ sagði sigurreif- ur þjálfari KR, Páll Kolbeinsson, eftir leikinn en hans menn þurftu vart að fara upp úr þriðja gír til þess að vinna. „Ég náði að rúlla liðinu vel og þetta var svolítið smurt. Þetta var mjög gott og reyndar bara nokkuð létt. Við verðum að vera tilbúnari í næsta leik en í kvöld. Mér fannst menn svolítið lengi í gang. Við ætlum að klára þetta í næsta leik og viljum engan oddaleik. Menn eru ekki búnir að gleyma 2008,“ sagði Páll. Það var engu líkara en ÍR-ingar hefðu enga trú á sér í kvöld. Þeir voru ekki tilbúnir að færa þær fórnir sem til þurfti og voru of mikið að horfa á KR-ingana í stað þess að djöflast í þeim og selja sig dýrt. „Mínir menn voru alls ekki nógu mikið á tánum í kvöld en við ætlum ekki að dvelja of lengi við þennan leik heldur horfa fram á veginn. Við komum hingað aftur næsta fimmtudag,“ sagði Gunn- ar Sverrisson, þjálfari ÍR, brattur eftir leikinn. „Það sorglega er að við vorum að klikka á einföldum atriðum í dag. Vorum ekki nógu grimmir í fráköstin og seinir til baka og þeir refsuðu fyrir það. Það átti ekki að gerast og mun ekki gerast í næsta leik.“ henry@frettabladid.is Fyrirhafnarlítill sigur meistaranna KR er komið í 1-0 í rimmunni gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir öruggan sigur, 98-81, í fyrsta leik í gær. KR þurfti engan stórleik til þess að leggja bitlausa ÍR-inga og komast í 1-0. ÞRJÁTÍU STIG OG SEX TROÐSLUR Morgan Lewis leysti Tommy Johnson af í byrjunarlið- inu og fór á kostum á fjölum DHL-hallarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þessi maður á ekkert að æfa, hann á bara að spila,“ sagði vígreifur þjálfari Fram um Magnús Gunnar Erlendsson mark- mann. Hann var maður leiksins gegn Akureyri í gær en hann varði 23 skot og lagði grunninn að 26-31 sigri Safamýrarpilta. Fram hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum á meðan Akureyri hefur dottið niður og leikið tvo mjög slaka leiki í röð. Leikurinn var raunar ekki ýkja vel spilaður. Jafnt var í hálfleik en þegar 20 mínútur voru eftir stakk Fram af. Akureyringar virkuðu áhugalausir og engin stemning var í liðinu. Hún var öll hjá Safamýrarpiltum sem voru með sjálfstraustið í botni og leikgleðina í fyrirrúmi. Lokatölur 26-31. „Ég hef verið meira og minna meiddur frá því fyrir fyrsta leik. Ég hef í mesta lagi hjólað. Ég hef ekki staðið í marki síðan í janúar, enda var ég orðinn þreyttur undir lokin. Sérstaklega í þriðja leiknum á einni viku,“ sagði Magnús sem varði frábærlega í leiknum, oft úr dauðafærum Akureyringa. „Ég er búinn að standa í marki í 20 ár, þannig að ég hlýt að kunna þetta. Ég held að greddan hafi verið okkar megin. Það var frábært að sjá unga stráka eins og Robba koma inn og gjörsamlega slátra Akureyrarvörninni, þeir vissu ekkert hvað þeir áttu að gera við hann,“ sagði Magnús. „Við gengum út frá því að leikurinn gegn Gróttu hafi verið slys þar sem við höfðum spilað mjög vel fram að því. Ég held að það hafi bara ekki verið slys, við erum bara ekki betri en þetta,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. „Framarar voru miklu ákveðnari en við og betri á öllum sviðum. Þeir áttu svo sannarlega skilið að vinna. Ég er ósáttur með okkur. Það var talað um að við værum í ágætri stöðu, en það er bara of stór biti fyrir liðið núna. Við spilum bara ekki nógu vel, bara ekki sem lið. Það er ekki nema vika síðan við unnum FH. Það er bara svona stutt í skítinn,“ sagði Rúnar hreinskilinn. - hþh MAGNÚS ERLENDSSON ÆFIR EKKERT OG SPILAR BARA: LAGÐI GRUNNINN AÐ SIGRI FRAM Á AKUREYRI Í GÆR Hef verið meiddur frá því fyrir fyrsta leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.