Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 78
34 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. dæsa, 6. þys, 8. kænu, 9. hallandi, 11. tveir eins, 12. tólf, 14. laust bit, 16. skóli, 17. ræktað land, 18. þangað til, 20. átt, 21. skrafa. LÓÐRÉTT 1. unaður, 3. í röð, 4. sáttgjarn, 5. sigað, 7. gegnumlýsa, 10. fiskur, 13. lengdarmál, 15. betl, 16. fálm, 19. vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2. mása, 6. ys, 8. bát, 9. ská, 11. tt, 12. tylft, 14. glefs, 16. fg, 17. tún, 18. uns, 20. sa, 21. masa. LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. áb, 4. sáttfús, 5. att, 7. skyggna, 10. áll, 13. fet, 15. snap, 16. fum, 19. ss. Blúsaranum Halldóri Bragasyni hefur verið boðið að spila í Ground Zero-blúsklúbbnum fræga í Clarks- dale í Mississippi sem Hollywood- leikarinn Morgan Freeman er meðeigandi að. Halldór heimsótti klúbbinn á síðasta ári þegar hann fór á tón- leika með Super Chikan, sem spil- ar einmitt á Blúshátíð í Reykja- vík sem hefst á laugardaginn. „Þetta verður voða gaman. Þarna í Clarksdale eru upphaflegu kross- göturnar. Þetta er fæðingarstað- ur blúsins þar sem Robert John- son og Muddy Waters voru,“ segir Halldór, sem býst við því að hitta Morgan Freeman þegar hann spil- ar í Ground Zero. Stutt er síðan fjallað var um klúbbinn í sjónvarpsþætti Step- hens Fry þar sem hann ferðað- ist um Bandaríkin. Áður hefur verið fjallað um hann í frétta- skýringaþættinum 60 mínútum og á sjónvarpsstöðinni Nation- al Geographic. Blústónleikar eru haldnir á staðnum um hverja helgi og einn af fastagestum þar er Super Chikan. „Við sáum Super Chikan spila á laugardeginum og hrifumst af honum og ákváðum að fá hann til að koma til Íslands,“ segir Halldór. Í tengslum við tón- leika hans í Ground Zero hyggur Blús- félag Reykjavíkur á hópferð á hina árlegu blúshátíð í borginni Helena í Arkansas og á hátíð hins aldna Pinetop Perkins, sem spilaði á Blúshátíð í Reykja- vík í fyrra. Að sjálfsögðu verður Ground Zero heimsóttur auk borg- arinnar Memphis og að sögn Hall- dórs hafa þegar tíu manns skráð sig. - fb Dóri spilar í klúbbi Morgans DÓRI OG MORGAN Halldór Bragason spilar í blús- klúbbnum Ground Zero í Clarksdale, Mississippi, í október næstkomandi. Klúbburinn er að hluta til í eigu Hollywoodleikarans Morgans Freeman. „Þetta er bara mjög gaman,“ segir Elías Karl Guðmundsson sem vakið hefur mikla athygli fyrir fram- göngu sína í spurningakeppnum í sjónvarpi undanfarið. Elías komst í úrslit Útsvars fyrir viku sem liðs- maður Garðabæjar en hann var þá þegar kominn í úrslit Gettu betur með framhaldsskóla sínum, MR. Það skýrist í kvöld hverjir verða mótherjar Garðabæjar-liðsins en þá keppa lið Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Á morgun kemur hins vegar í ljós hvort það verð- ur MR eða erkifjendur þeirra úr Verzló sem hreppa hljóðnemann fræga í þessari sívinsælu spurn- ingakeppni framhaldsskólanna. Elías segir að áhuginn á spurn- ingakeppnum hafi kviknað snemma hjá sér. „Já, þetta kemur alveg aftan úr æsku, ég held að ég hafi verið fimm ára þegar ég varð fyrst var við þennan áhuga,“ segir Elías en áréttar þó að fjölskyldan hafi ekki spilað mikið af spurn- ingaspilum. Enda yrði væntanlega um ójafnan leik að ræða um þess- ar mundir. Elías segir spurningakeppnirn- ar taka töluverðan tíma frá hefð- bundnu námi í MR en hann reyni þó alltaf að sinna því eins og hann getur. Hvað sérsviðið varðar segir Elías að það séu bara áhugamálin, íþróttir og landafræði, en mikla athygli vakti í einum Útsvars- þættinum þar sem Elías þuldi upp helstu eyðimerkur jarðkringlunn- ar. Spurningakeppnisstjarnan segir það tvennt ólíkt að taka þátt í Útsvari og Gettu betur. „And- rúmsloftið er miklu afslappaðra í Útsvari, það er meiri fiðring- ur í maganum fyrir Gettu betur,“ útskýrir hann en bætir því þó við að liðsfélagi sinn í Garðabæjarlið- inu, Vilhjálmur Bjarnason, taki Útsvarið engum vettlingatökum og haldi liðsmönnum á tánum. „Nei, hann er mjög kröfuharður, er með svakalegt keppnisskap og leyfir ekkert rugl.“ freyrgigja@frettabladid.is ELÍAS KARL GUÐMUNDSSON: Í ÚRSLITUM GETTU BETUR OG ÚTSVARS Spurningaljónið úr Garðabæ STJARNA Í SPURNINGAKEPPNUM Elías Karl Guðmundsson keppir bæði í úrslitum Gettu betur og Útsvars. Félagar hans úr MR, þeir Halldór Kristján og Ólafur Hafsteinn, gægjast út um glugga menntaskólans og fylgjast með sínum manni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég er ánægður með þessa niður- stöðu. Ég vona að hátíðinni sé fund- inn réttur farvegur með Útón,“ segir Þorsteinn Stephensen, fram- kvæmdastjóri Hr. Örlygs. Í gær var tilkynnt að Icelandair og Útflutn- ingsskrifstofa íslenskrar tónlistar, Útón, hefðu skrifað undir samning þess efnis að Útón sjái um rekstur tónlistarhátíðarinnar Iceland Air- waves næstu fimm árin. Þar með kveður Þorsteinn hátíðina sem hann kom á fót fyrir ellefu árum og hefur komið að skipulagningu síðan. Í samkomulaginu felst þó að Þorsteinn verði nýjum rekstraraðila innan handar næstu tvö árin. Þorsteinn segir að rekstur Air- waves hafi gengið erfiðlega síðustu tvö ár. Skipulagning hátíðarinnar sé tímafrek vinna sem hafi ekki staðið undir sér. Hann segist telja að hátíðin þurfi á auknum styrkjum að halda til að lifa áfram og nýjum rekstraraðila gangi kannski betur að afla þeirra. „Airwaves er sterkt vörumerki og ég vona að það takist að halda anda hátíðarinnar áfram,“ segir hann. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útón, segir að hún muni ekki skipta sér af daglegum rekstri Airwa- ves. Ráðinn verði nýr fram- kvæmdastjóri í hálft starf til að skipuleggja næstu hátíð. Svo verði málin skoðuð betur. Hún segir að strax verði auglýst eftir fram- kvæmdastjóra. „Það er búið að vinna töluverða vinnu og ég býst við að við tilkynn- um fljótlega fyrstu tónlistarmenn- ina sem koma fram á hátíðinni.“ Anna Hildur hafnar því að með þessu sé verið að ríkisvæða tónlist- argeirann. „Þetta verður til þess að breikka samstöðuna og styrkja stoð- ir hátíðarinnar. Það er bara einhver mýta að þetta sé ríkisvæðing.“ - hdm Airwaves í hlýjan faðm hins opinbera Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp heilan þátt af banda- rísku raun- veruleika- þáttaseríunni Bachelorette hér á Íslandi. Aðstandend- um þáttanna var tíðrætt um íslenska náttúrufegurð og ætluðu að taka upp falleg skot af stefnumótum. Þeir hafa þó varla látið sig dreyma um að þeir fengju heilt eldgos en samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins stendur til að sýna vonbiðlum og piparjónkunni hið geysimikla sjónarspil á Fimmvörðuhálsi. Hún vakti töluverða athygli fréttin um íslenskan einkavin skoska stórleikarans Gerard Butler að nafni Halli sem gengið hefur um net- heima. Butler sagði hann margsinnis hafa bjargað lífi sínu og að þeir tveir færu oft út í óbyggðir Íslands til að komast í tæri við kyrrðina. Umræddur Halli er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, sjálfur Halli Hansen, fyrrum herra Ísland og landsfrægur ævintýragarpur. Lag Heru Bjarkar og Örlygs Smára, Je ne sais quoi, verður sautjánda og síðasta lagið sem tekur þátt í undanúrslitakvöldinu í Eurovision. Dregið var um sætin í vikunni. Þetta verður að teljast ágætis hlutskipti því lagið ætti að vera ferskt í minni áhorfenda þegar þeir byrja að hringja inn atkvæðin. Af þessum 17 lögum fara 10 áfram í úrslitin. Það eru því 59 prósenta möguleikar á tveimur góðum Eurovision-partí- um á Íslandi í maí. -fgg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI NÝTT FÓLK Í BRÚNNI Anna Hildur og hennar fólk hjá Útón tekur við rekstri Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar af Þorsteini Stephensen. Ráðinn verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar á næstu tveimur vikum. „Það er ótrúlega misjafnt hvað ég fæ mér. Um daginn fékk ég kengúrubeikon með emúaeggj- um að hætti búskmanna, en þess á milli er þetta nú bara jógúrt.“ Svavar Knútur tónlistarmaður. TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 GLÆNÝ LÚÐA • LAXAFLÖK • RÆKJUR SÉRVALIN TÚNFISKUR • RISAHÖRPUSKEL ÞORSKHNAKKAR • HUMARSÚPA PÁSKAHUMAR 3.990 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Ásgerður Jóna Flosadóttir. 2 Björk Guðmundsdóttir. 3 Skjaldborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.