Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 2
2 27. mars 2010 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Ásakanir forsvars- manna vefsíðunnar Wikileaks þess efnis að íslensk lögregla hafi handtekið starfsmann vefsíðunn- ar og yfirheyrt í 21 klukkustund má rekja til þess þegar piltur á sautjánda ári var gripinn við inn- brot í fyrirtækið Málningu í Kópa- vogi á mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þar á ferð sami piltur og stal gögnum frá Milestone í desember og bauð fjölmiðlum til kaups. Ríkisútvarpið hafði eftir Juli- an Assange, forsvarsmanni Wiki- leaks, á fimmtudag að aðstandend- ur vefjarins hefðu þurft að sæta njósnum og ofsóknum af hálfu bandarískra yfirvalda eftir að þeir komust yfir myndband sem á að sýna árás bandarískrar herþotu á óbreytta borgara. Unnið hafi verið að tæknilegri vinnslu myndbands- ins hér á landi og þá hafi ýmislegt undarlegt farið að gerast. Assange fullyrðir að bandarísk- ir leyniþjónustumenn hafi fylgt honum í flugvél frá Íslandi til Nor- egs og að á mánudag hafi íslensk- ur starfsmaður vefsíðunnar verið handtekinn og yfirheyrður í 21 klukkustund og meðal annars sýndar myndir af Assange, tekn- ar á laun. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar höfuðborgarlögreglunnar, stað- festir við Fréttablaðið að ungur maður hafi verið handtekinn á mánudagskvöld við innbrot, og að það sé eina málið sem hugsanlega kunni að tengjast ásökunum Wik- ileaks-manna. Hann vill ekki tjá sig frekar um málið, en fullyrðir að handtakan hafi ekkert með Wik- ileaks að gera og að engin rann- sókn standi yfir á vefsíðunni eða forsvarsmönnum hennar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var pilturinn hand- tekinn við innbrot í Máln- ingu í Kópavogi. Pilturinn var sá sami og stal trúnað- argögnum úr tölvu lögfræð- ings Milestone fyrir jól og bauð fjölmiðlum þau síðan til kaups. Þegar pilturinn var handtekinn á mánudag var hann með fartölvu í fórum sínum. Við yfir- heyrslur sagði hann að fartölvan væri eign Wikileaks. Ekki ligg- ur fyrir hvort pilt- urinn starfar í raun fyrir Wikileaks. Hann hefur átt við nokkra erfiðleika að stríða og hefur frá því að hann var handtekinn vegna stuldarins frá Milestone dvalið um hríð á með- ferðarstofnun fyrir ungmenni. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra segir að um leið og fréttist af málinu hafi það verið kannað í ráðuneytinu og óskað eftir upplýsingum frá lögreglu. Skýr svör hafi feng- ist um að engin rann- sókn stæði yfir. Ragna segir enn fremur úti- lokað að bandarískir leyniþjónustumenn með lögregluvald hafi verið hér við störf. Til þess hefði þurft að koma til réttar- beiðni að utan. Svo hefði ekki verið. stigur@frettabladid.is Milestone-piltur sakar lögregluna um njósnir Íslenskur heimildarmaður hafði samband við Wikileaks og sagði lögreglu hafa yfirheyrt sig tímunum saman um vefsíðuna. Sami piltur og stal gögnum frá Milestone og falbauð fjölmiðlum. Var handtekinn við innbrot í Málningu hf. WIKILEAKS Pilturinn var með fartölvu í fórum sínum sem hann sagði eign Wikileaks. Hann hefur átt við erfiðleika að stríða og dvalið á meðferðarstofnun. JULIAN ASSANGE Elías, er komið að svardögum? „Þú verður að spyrja einhvern annan að því.“ Elías Karl Guðmundsson náði alla leið í úrslit spurningakeppnanna Útsvars og Gettu betur, með liðum Garðabæjar og Menntaskólans við Reykjavík. EFNAHAGSMÁL Íslenskir ráðherrar sem funduðu með forsvarsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lögðu mikla áherslu á að endur- skoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins tefðist ekki vegna Icesave-málsins. „Það kom skýrt fram að menn hér líta svo á að endurreisnin íslenska hafi gengið ágætlega og við séum að standa fullkomlega við okkar hluta af áætluninni,“ segir Gylfi Magn- ússon efnahags- og viðskiptaráð- herra. Gylfi átti, ásamt Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, fund með Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóra AGS, auk annarra yfirmanna hjá sjóðinum. Þrátt fyrir það komst ekki á hreint hvenær áætl- unin verður tekin á dagskrá. Eftir fundahöld gærdagsins bind- ur Gylfi vonir við að áætluninni verði þokað áfram. „Það var ríkur skilningur á því að það væri óvið- unandi að áætlunin myndi tefjast,“ segir hann. Hann segir íslensku ráðherrana ekki hafa verið beitta þrýstingi um að komast að niðurstöðu í deilunni við Breta og Hollendinga vegna Icesave, þó vissulega hafi öllum verið ljóst að ljúka þurfi því máli. Staðan í því máli sé þó sú að allir aðilar þurfi að vera tilbúnir til að koma að málinu til að hægt verði að ljúka því. - bj Fundur íslenskra ráðherra með framkvæmdastjóra AGS í Washington í gær: Endurreisnin hér gengið vel DOMINIQUE STRAUSS-KAHN GYLFI MAGNÚSSON MENNTAMÁL Nýr skóli, Krikaskóli, var tekinn í notk- un í Mosfellsbæ í gær. Skólinn er fyrir börn á aldr- inum eins til níu ára. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ kemur fram að skólinn sé „sniðinn að þörfum nútímafjölskyldna“; skólinn starfar frá klukkan 8 til 17 alla virka daga, allt árið um kring. Börnin fá ekki hefðbundin frí um jól, páska og sumar, eins og tíðkast í grunnskól- um heldur taka börnin fjögurra til sex vikna sum- arfrí. Í tilkynningunni segir enn fremur að skólinn miði við skólaár leikskólans, sem fylgi nútímalegu heimilis- og atvinnulífi meðan grunnskólinn „virð- ist stundum miða við annað samfélag þar sem börn fóru til sveita og voru vinnuafl á sumrin“. Tíminn sem foreldrar, skólinn eða sveitarfélagið þurfa að brúa geti verið ómarkviss. Haldin var samkeppni um þróun skólastefnu Krikaskóla fyrr á árinu og var vinningstillagan unnin af hópi sem kallar sig Bræðing. Í honum eru meðal annarra Andri Snær Magnason rithöfundur, Helgi Grímsson skólastjóri, auk arkitekta, verk- fræðinga, landslagsarkitekts og fleiri. - bs Börn í nýjum skóla í Mosfellsbæ fá fjögurra til sex vikna sumarfrí: Skólastarf allt árið um kring BRÆÐINGUR Í MOSFELLSBÆ Nemendur og kennarar í Krika- skóla gerðu listaverk í anda skólastefnu skólans sem unnin var af hópi sem kallar sig Bræðing. SAMGÖNGUR Eftirlitsmenn Vega- gerðarinnar stöðvuðu alls 6.332 ökutæki á árunum 2006 til 2009 til að kanna hvort ökumenn hefðu dælt litaðri vinnuvélaolíu á tank- ana. Af þeim fjölda reyndust 312 brotlegir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sektarupphæðin fyrir að nota litaða olíu á venjuleg farartæki fer stighækkandi eftir þyngd ökutæk- isins. Að lágmarki nemur sektin 200 þúsund krónum og allt upp í 1.250 þúsund krónum fyrir farar- tæki yfir 20 tonnum. - bj Eftirlit með litaðri dísilolíu: Um 300 sektir á fjórum árum TÆPLEGA 5% BROTLEG Ár Stöðvaðir Brotlegir Prósent 2006 1.141 77 6,7% 2007 1.446 83 5,7% 2008 1.481 75 5,1% 2009 2.264 77 3,4% Samtals 6.332 312 4,9% ÍRAK, AP Flokkabandalag Ayads Allawi, fyrrverandi forsætisráð- herra Íraks, fékk 91 þing- sæti í kosn- ingunum sem haldnar voru 7. mars. Flokkabanda- lag Nouris al-Maliki, núverandi for- sætisráðherra, fékk 89 þingsæti, tveimur minna en Allawi. Úrslitin voru loks kunngerð í gær, tæpum þremur vikum eftir kosningarnar. Sameinuðu þjóðirnar segja framkvæmd kosninganna ekki gefa tilefni til að tortryggja úrslit- in. Al-Maliki sagðist hins vegar í gær ekki ætla að fallast á þau. - gb Kosningaúrslit birt í Írak: Allawi fékk flest þingsætin AYAD ALLAWI VIÐSKIPTI Samþykkt var á hlut- hafafundi Bakkavarar í gær að óska eftir afskráningu félagsins. Að því loknu verður Bakkavör breytt í einkahlutafélag. Til stóð að breyta Bakkavör í einkahlutafélag í gær en bæði Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið gerðu athugasemdir við það. Einkahlutafélögum er bannað að vera skráð á markað og hefði það verið brot á Kauphallarreglum að breyta félagaformi Bakkavarar fyrir afskráningu. Kauphöllin getur beitt félög sem brjóta reglur févíti, allt að tíföldu árgjaldi auk 0,002 prósenta af markaðsvirði félagsins. Árgjaldið er 825 þúsund krónur. - jab Bakkavör vill úr Kauphöll: Fer eftir reglum markaðarins FRÁ HLUTHAFAFUNDINUM Bakkavarar- bræður missa eignarhlut sinn í félaginu eftir að því verður breytt í einkahlutafé- lag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslensk kona ákærð í Perú Ríkissaksóknari Perú hefur ákært íslenska konu sem tekin var með tvö kíló af kókaíni á flugvelli í Perú fyrir hálfum mánuði að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Hún er ákærð fyrir að fjármagna kaupin og vörslu fíkni- efna sem hún er grunuð um að hafa ætlað að selja á alþjóðlegum markaði. DÓMSMÁL MENNTAMÁL Ekkert fjármagn er til að stofna framhaldsdeild á Hvammstanga frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þetta kemur fram í svari mennta- og menning- armálaráðuneytisins við umleitan sveitarstjórnar Húnaþings vestra og Húnahornið greinir frá. Sveitarstjórnin óskaði eftir því í nóvember að ráðuneytið heimilaði stofnun framhaldsdeildarinnar og veitti því verkefni fjárhagslegan stuðning. Í bréfi ráðuneytisins er tilkynnt að ekki sé til fjármagn á árinu 2010 til verkefnisins. - shá Hvammstangi fær ekki skóla: Framhaldsdeild ekki möguleg Sinubruni við Korpúlfsstaði Slökkvilið barðist í gærkvöldi við stóran sinubruna við veginn að Korpúlfsstöðum. Talið var að eldurinn væri á allt að 3.000 fermetra svæði, en hvorki hús né trjágróður var í hættu. Ekki var búið að slökkva eldinn þegar Fréttablaðið fór í prentun. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is Gleráreyrum 2, Akureyri + Sími: 580-0060 + akureyri@a4.is + www.a4.is Fram að páskum stendur A4 fyrir páskaföndurkeppni. Þátttakendur föndra fallegt páskaföndur sem þeir skila í verslun A4 á Smártorgi eða Akureyri. Vegleg verðlaun eru í boði auk þess sem þáttakendur fá páskaegg númer 3 frá Nóa Síríus fyrir að taka þátt. Skila þarf föndrinu inn fyrir 26. mars nk. Sjá nánar á www.a4.is Hjá A4 er hægt að KEPPA í páskaföndri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.