Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 10
10 27. mars 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvað má lesa um þankagang kjós- enda úr niðurstöðum skoðanakönn- unar á fylgi flokkanna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor? Það kemur ef til vill ekki sérstak- lega á óvart að Besti flokkurinn, grínframboð Jóns Gnarr, njóti nokkurs stuðnings eftir það sem á undan hefur gengið í íslenskum stjórnmálum. Fáir reiknuðu þó líklega með að flokkurinn mældist með stuðning tæplega þrettán prósenta kjósenda, eins og niðurstöður skoðanakönn- unar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudagskvöld leiddu í ljós. Fengi flokkurinn þann stuðning í kosningunum næði hann tveimur mönnum í borgarstjórn. „Mitt mat er að kjósendur séu að senda stjórnmálamönnum ljótan fingur,“ segir Grétar Þór Eyþórs- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir kjósendur senda stjórnmálamönnum almennt þessi skilaboð, ekki borgarfulltrúunum sérstaklega. Skilaboðin séu send með því annars vegar að neita að lýsa stuðningi við einhvern af flokkunum, og hins vegar með því að styðja yfirlýst grínframboð. Frambjóðendur Besta flokks- ins hafa þegar gefið út nokkurn fjölda kosningaloforða á borð við að fá íkorna í Hljómskálagarðinn, en hafa einnig lýst því yfir að þeir hyggist svíkja öll kosningaloforð. Þá er yfirlýst markmið framboðs- ins að koma Jóni Gnarr, skemmti- krafti og oddvita listans, í þægi- lega og vel launaða vinnu. Það síðastnefnda virðist í það minnsta ætla að ganga eftir. Breyt- ist ekkert er spurningin frekar hversu marga hann tekur með sér í borgarstjórnina. Grétar Þór segir augljóst að borgarpólitíkin komist ekki að hjá borgarbúum, hún sé einfaldlega ekki í umræðunni. Almenningur virðist í það minnsta eiga nóg með að velta fyrir sér Icesave, væntan- legri rannsóknarskýrslu, atvinnu- ástandinu og hruninu almennt. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, sem væntanleg er 12. apríl, mun að mati Grétars gera það að verkum að kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí verður stutt og snörp. Hann segir ólíklegt að sveitarstjórnar- málin komist að í umræðunni fyrr en í maí. Enn eru rúmir tveir mánuðir til kosninga, kosningabaráttan er eftir og því getur margt breyst. Verði niðurstaða kosninga í takt við nið- urstöður könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er ljóst að erfitt gæti orðið að mynda starfhæfan meiri- hluta í borginni. Líklega veldur niðurstaðan fram- bjóðendum Vinstri grænna vissum áhyggjum, enda fylgi flokksins í borginni langt undir fylgi flokks- ins á landsvísu. Fylgið er reyndar svipað og kjörfylgi flokksins fyrir fjórum árum, en það getur varla verið ásættanlegt eftir þær breyt- ingar sem orðið hafa á fylgi flokks- ins á landsvísu frá síðustu sveita- stjórnarkosningum. Í raun má segja að ómögulegt væri að mynda meirihluta án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, nema með því að bjóða Besta flokknum upp í dans. Besti flokkurinn mun líklega seint teljast álitlegur kost- ur til samstarfs fyrir Samfylking- una og Vinstri græna, en öðrum er ekki til að skipta. Ekki munar þó miklu að Fram- sóknarflokkurinn nái manni inn í borgarstjórn. Þá hefur nýtt fram- boð Ólafs F. Magnússonar borg- arfulltrúa ekki byrjað að kynna sig og sínar áherslur, og óvíst er hvort Frjálslyndi flokkurinn verð- ur í framboði. Það getur því mikið breyst fyrir kosningarnar 29. maí. brjann@frettabladid.is Kjósendurnir sýna óánægjuna í verki Stjórnmálamenn fá gula spjaldið frá kjósendum í nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, segir stjórnmálafræðingur. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar setur strik í reikinginn fyrir kosningarnar í vor. Sveitarstjórnarmálin komast ekki að. Hanna Birna Kristjánsdóttir virðist sitja á friðarstóli sem borgarstjóri Reykja- víkur, og nýtur þess að friður hefur verið um borgarmálin frá því að hún tók við embætti, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 48,2 prósent þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja sjá Hönnu Birnu halda áfram sem borgarstjóra eftir sveitarstjórnarkosningar. Þetta er talsvert yfir fylgi Sjálfstæðisflokksins, sem nýtur stuðnings 39,4 prósenta í könnuninni. Talsvert fleiri konur en karlar vildu Hönnu Birnu sem borgarstjóra. Yfir helm- ingur kvenna, 51,4 prósent, styður Hönnu Birnu en 45,7 prósent karla. Nær allir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vilja Hönnu Birnu áfram sem borgarstjóra. Það vildu líka um 42 prósent stuðningsmanna Framsókn- arflokksins, tæp 12 prósent kjósenda Vinstri grænna og um 8,8 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar. Næstmestan stuðning í embætti borgarstjóra fékk Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Alls sögðust 25,8 prósent styðja Dag. Nær allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar vilja hann sem borgarstjóra, tæplega 27 prósent Vinstri grænna, tæplega 11 prósent stuðningsmanna Framsóknar- flokksins en svo gott sem engir stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Jón Gnarr skýtur öðrum en Hönnu Birnu og Degi ref fyrir rass og mælist með þriðja mesta fylgið í sæti borgarstjóra. Alls sögðust 17,5 prósent vilja þennan vinsæla skemmtikraft og oddvita grínframboðs sem næsta borg- arstjóra, 18,9 prósent karla og 15,9 prósent kvenna. Stuðningsmenn Besta flokksins vildu nær allir að Jón yrði næsti borgarstjóri, en stuðningur við það er fremur lítill meðal stuðningsmanna annarra flokka. Mestur stuðningur við Hönnu Birnu Einar Skúlason Hanna Birna Kristjánsdóttir Dagur B. Eggertsson Sóley Tómasdóttir Jón Gnarr 0 10 20 30 40 50 Fylgi fl okks 26,3 26,4 26,1 S 25,8% 26,8% 24,5% 5,6 5,9 5,3 B 2,9%3,8% 1,8% 39,4 40,6 38,1 D 48,2% 51,4% 45,7% 12,7 13,4 11,9 Æ 18,9% 17,5% 15,9% 14,2 11,4 17,3 V 4,9% 3,8% 6,4% % Samkvæmt könnun Fréttablaðsins 25. mars Stuðningur í stól borgarstjóra 10 ára! 10 stk. 995kr. Páskatúlípanar „When in Rome“ fylgir fyrstu 200 tulipanavöndunum 2 fyrir 1 á Allir Karlar Konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.