Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 16
16 27. mars 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þ ras líðandi stundar er yfirþyrmandi í almennri umræðu og hverjum sem er hætt við að tapa áttum. Fram sprettur hver kreppuklámhundurinn á fætur öðrum með yfirlýs- ingar um yfirvofandi greiðsluþrot þjóðarinnar, getuleysi fólks til að standa undir skuldum sínum, meint aðgerða- leysi stjórnvalda, bankanna og um hverja þá aðra sem mögulega er hægt að beina að fingri. Til eru kallaðir útlendingar sem af mismiklu þekkingarleysi gefa misholl ráð um næstu skref, bless- unarlega lausir við að þurfa að búa við afleiðingar meðala sinna. Heitir pottar loga og ásakanir fljúga. Þegar vandamálin hafa verið töluð upp í slíkar hæðir vill gleym- ast að lífið gengur sinn vanagang hjá þorra þjóðarinnar. Jú, skuldir hafa aukist og fasteignir tapað verðgildi sínu, en skynsamt fólk veit að eftir því sem frá líður þá koma hlutir til með að ná einhverju jafnvægi. Spurningin er bara hversu langan tíma þetta tekur og hvað þarf að stíga í marga polla á leiðinni. Við megum hins vegar ekki verða svo upptekin af eigin hælsæri að við tökum ekki eftir því sem er að gerast í kringum okkur. Þjóð meðal þjóða þarf líka að standa undir þeirri ábyrgð að láta sig varða það sem í heiminum gerist. Ekki er ekki liðinn áratugur frá því að Íslendingar létu teyma sig í hernað með Bandaríkjamönnum, Bretum og fleiri viljugum ríkjum. Sakir um voðavopn reyndust upplognar og ljóst að ástæður hernaðarins voru að tryggja völd og áhrif Bandaríkjanna í Mið- Austurlöndum. Í Írak tryggðu Bandaríkjamenn að notast yrði við sama farsímakerfi og í Bandaríkjunum, ekki GSM-kerfið sem við þekkjum héðan og einnig er notast við í nærliggjandi löndum Íraks. Er þar ekki nema pínulítil birtingarmynd hagsmunagæslunnar og ekkert sagt um stjórn á olíuauðlindum, eða önnur áhrif af pólitísk- um toga. Ótaldar eru hörmungarnar sem leiddar voru yfir þjóðina vegna hernaðarins, örkuml, dauðsföll og eignatjón. Á þessu ber íslenska þjóðin ábyrgð með hinum sem leiddu för. Mikilvægt er að hafa þessa sögu í huga núna þegar stórþjóðir funda um meinta kjarnorkuvá í nágrannaríkinu Íran og velta fyrir sér þvingunaraðgerðum. Hversu vel er hægt að treysta fullyrðingum um að þar í landi sé verið að smíða kjarnorkuvopn, en ekki verið að framleiða orku með kjarnorku eins og gert er í svo mörgum lönd- um öðrum. Hvar eru gjöreyðingarvopnin sem áttu að vera í Írak? Svo virðist sem gildi hið sama hér heima og í alþjóðastjórnmálum, vissara er að horfa til undirliggjandi hagsmuna þeirra sem eru hvað yfirlýsingaglaðastir. Þrátt fyrir eigin vandamál eiga Íslendingar að nota tiltæk meðöl til að leggjast á árar með þeim sem kalla eftir að fjölmörgum til- mælum Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðs þeirra vegna Ísraels og Palestínu verði framfylgt áður en lagt verður upp í leiðangur á vafasömum formerkjum til þess að knýja Írana til hlýðni. Það þarf enginn að efast um að með framferði sínu og hernaði brjóta Ísrael- ar mannréttindi á Palestínuaröbum og reka aðskilnaðarstefnu sem helst á sinn líka í því sem gerðist í Suður-Afríku. Það á að beita sér fyrir lausn vandamála þar sem vitað er um þau í raun og veru. Á eitt að gilda um Ísrael og annað um Íran? Vafasamir leiðangrar ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR Samtök atvinnulífsins eiga að sönnu ekki krók á móti bragði ríkisstjórnarinn-ar. Spurningin er: Réttlæt- ir það að ríkisstjórnin virði ekki samkomulag um málsmeðferð í jafn viðkvæmu máli og endur- skoðun sjávarútvegsstefnunnar er? Svarið fer eftir því hvert menn stefna. Forseti ASÍ hefur vegna bit- urrar reynslu íslensks launafólks lagt á það áherslu að verðmæta- sköpun verði að liggja til grund- vallar kjarabótum. Hann hefur einnig með gildum rökum bent á að til framtíðar litið verði þær best tryggðar með samkeppnishæfri mynt. Um þetta er ríkisstjórnin hins vegar jafn ráðvillt og hann er skýr. Eins og mál þróast blasir því við að ASÍ kann að þurfa að friða sitt fólk með því að sækja launa- hækkanir án verðmætasköpunar á haustdögum. Það sem ýtir undir að svo fari er: Forystumenn þess geta ekki sagt umbjóðendum sínum að ríkisstjórnin stefni markvisst að því að unnt verði í náinni framtíð að semja um laun í samkeppnis- hæfri og þolanlega stöðugri mynt. Líkur hafa einfaldlega aukist á að verðbólguhækkun launa verði óumflýjanleg á úthallandi ári. Ekki er útilokað að völd forsætis- ráðherra verði þá léttvæg fundin. Fari víxlhækkanir launa og verð- lags af stað er úti um endurreisn- aráætlunina. Ríkisstjórnir sem hafa gott vald á málum og vita hvert þær eru að fara geta boðið hagsmunasam- tökum birginn. Það er hins vegar áhættusamara fyrir ríkisstjórnir þegar efnahagsmálin eru í frjálsu falli og enginn veit hvert stefnir. Ríkisstjórnin þarf að gera upp við sig hvort hún ætlar að vera sáttastjórn eða átakastjórn. Eins og sakir standa er eins og hún vilji hvort tveggja en valdi hvorugu. Völd duga ekki alltaf til að valda hlutunum. Völd eru eitt, annað að valda hlutunum Forsætisráðherra hefur lög að mæla þegar hann segir að LÍÚ ráði ekki samfélag-inu. Það vald er að sjálf- sögðu í höndum ríkisstjórnar- meirihlutans. Hitt er jafn ljóst að forsætisráðherra sem útilokar aðra frá áhrifum er ekki líklegur til að ná þjóðarsátt. Vel má vera að forsætisráðherra hugsi sem svo að áhættulaust sé að valta yfir útgerðarmenn því að þeir njóti sannarlega lítilla vinsælda í samfélaginu. Þeir hafa ekki náð að sannfæra fjöldann um gildi sjávar- útvegsstefnunnar. Stjórnmálamenn sem hugsa meira um völd en mark- mið nota slíka stöðu. Það er ekki nýtt, en stundum óskynsamlegt. Hin hliðin á stöðu útvegsmanna er sú að þeim hefur á örfáum mán- uðum tekist að snúa almennings- álitinu við í Evrópumálum. Ef forsætisráðherra hugsaði um mál- efnastöðu sína í stærra samhengi ætti sú staðreynd að fá hann til að klóra sér í höfðinu og jafnvel til að hugsa sig um. Vert er að gefa því gaum að for- sætisráðherra er fyrsti þjóðarleið- togi umsóknarríkis sem ekki hefur lyft litla fingri til þess að ná sáttum þar um við þau samtök í atvinnu- lífinu sem eiga mestra hagsmuna að gæta. Slík samvinna verður ekki til með einhliða yfirlýsingum. Hún verður heldur ekki til án málamiðl- ana og næst ekki án þess að reyna. Ekki er alveg skýrt hversu mikið forsætisráðherra meinar með því sem hann segir um Evrópumál. Sé honum á hinn bóginn alvara ætti hann að vita að hann á lítið eitt undir sjávarútveginum í þeim efnum. Stærra samhengi Yfirlýsing Samtaka atvinnu-lífsins, sem réttilega segir að ríkisstjórnin hafi ýtt þeim út úr stöðugleika- sáttmálanum, hefur óveruleg bein áhrif. Samtökin hafa einfaldlega ekkert vopn í hendi til að ógna með. Yfirlýsingin varpar hins vegar ljósi á tvö pólitísk atriði sem vert er að gefa gaum. Annað er að ríkisstjórnin virð- ist ekki vita nægjanlega vel eftir hvaða striki hún siglir. Af því leið- ir að hún hefur ekki styrk til að setja meiri hagsmuni ofar minni í eðlilegu málefnatogi innan eigin raða. Hitt er að vísbendingar gefa til kynna að byrjað sé að losna um þá samkennd sem myndaðist í laun- þegafélögunum eftir hrun. Þá er verðbólgudraug- urinn laus. Vandi ríkis- stjórnarinnar er í því fólginn að loforð henn- ar til SA og ASÍ um að setja sjáv- arútvegsmálin í sáttameðferð stangast á við stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin hefur síðan ekki stuðning í eigin þingliði til að efna skuldbindinguna við vinnumark- aðinn. Hún reynir því að gera hvort tveggja í senn að breyta sjávar- útvegsstefnunni einhliða og setja ágreininginn í sáttafarveg. Ekki þarf reynda menn í pólitík til að sjá að slíkt vinnulag gengur ekki upp. Margir þeirra sem andvígir eru vinstri stjórnum af hugmynda- fræðilegum ástæðum þola þær á víðsjárverðum tímum eins og nú til að tryggja vinnufrið, þar á meðal ýmsir forystumenn í atvinnulíf- inu. Það horfir því illa ef stjórn- in missir ofan á annað tök á þessu lykilatriði. Niðurstaðan er sú að forsætis- ráðherra fórnar meiri hagsmun- um fyrir minni í samskiptum við atvinnulífið. Á örlagastundu efna- hagsendurreisnar er það háska- leikur. Minni hagsmunir ofar meiri ÞORSTEINN PÁLSSON ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.