Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 32
32 27. mars 2010 LAUGARDAGUR „Ég lenti í læknamis- tökum árið 1995 og er búinn að fara í 37 að- gerðir síðan þá. Og ég er alltaf bros- andi! Það er svolítið mis- skipt hversu mikið er lagt á fólk.“ É g hef kynnst mótlæti og ein- elti frá barnæsku,“ segir André. „Það veit enginn hversu mikið það tekur á nema sá sem hefur upplif- að það. Ég fæddist 1949, holgóma með skarð í vör og alveg niður í kok. Svo stamaði ég svakalega í ofan- álag. Það var því mikill sigur fyrir mig þegar ég fór fyrst upp á svið.“ Allra fyrsta skiptið var í lok 7. ára- tugarins í Glaumbæ með hinu víð- fræga stuðbandi Haukum. „Ég fékk að taka í trommurnar í tveimur lögum með þeim og ég verð ævinlega þakklát- ur fyrir það. Maður var búinn að vera trommandi síðan í barnæsku og sótti trommutíma hjá Ólafi Ben, sem var í hljómsveitinni Sóló. Maður trommaði á fullu heima hjá sér, spilaði bítlamúsik á Grundig-radíófón og trommaði með. Svo var ég mikið í Glaumbæ. Þótt ég væri með sítt hár var ég aldrei neinn hippi. Ég var alltaf snyrtilegur. Þetta hippatímabil heillaði mig aldrei neitt sérstaklega mikið.“ Með Grýlunum í Twin Otter André segist hafa byrjað af alvöru í músikinni þegar hann gekk í Hljóm- sveit Þorsteins Guðmundssonar, Steina spil, 1974 eða 75 – hann er ekki viss. Þar söng hann og spilaði á trommur. „Steini var með mikla útgerð. Það var spilað allar helgar og úti um allt. Eftir þetta stofnaði ég hljómsveitina Aríu. Við vorum lengst af tríó, ég, Hörður Friðþjófsson – „Hank Marvin Íslands“ – og Guðmundur Óskar Kristjánsson á bassa. Við vorum í rokki og stuði. Gerðum út á böll og fórum á Þjóðhátíð í Eyjum. Við vorum allar helgar á ferð- inni og flugum oftast. Fengum vélar hjá Arnarflugi – eða Andraflugi eins og við kölluðum það í gríni – og svo beið vélin bara á meðan við spiluðum. Þetta gekk rosa vel, engin kreppa þá. Einu sinni tókum við Grýlurnar með okkur til Vestfjarða. Þá voru þær nýbyrjaðar. Það þurfti Twin Otter undir okkur öll og græjurnar. Þetta var sex daga túr sem gekk rosa vel, alltaf kjaftfullt. Við vorum að taka vinsælustu lögin, íslensk og erlend. Lög eftir Magga Eiríks og The Police og svona.“ Upp úr Aríu kom Hljómsveit André Bachmann og síðar hljómsveitin Gleði- gjafarnir. „Þá var ég kominn út á Hótel Sögu. Ég spilaði á Mímisbar, í Súlnasal og í Átthagasal. Á þessum tíma þótti flott að spila á Sögu. Maður var alltaf í smók- ing og rekstrarstjórinn, Vilhelm Vest- mann, lét mann skrifa undir yfirlýsingu um að maður myndi aldrei segja frá því sem gerðist á staðnum á meðan maður var að spila. Ég er að sjálfsögðu bund- inn af þeim eið enn þá. Það eru margir sem tala um að svona stað vanti í dag. Kannski verður að búa til einkaklúbb til að fá svona aftur. Þarna var músikin sem ég spilaði farin að breytast, orðin meira „soft“ og þessi ameríska Las Vegas-lína meira komin inn í þetta.“ Vilhjálms hringir í Bachmann Gleðigjafarnir fengu góða viðbót þegar Ellý Vilhjálms hringdi í André árið 1984 og vildi koma úr langri pásu og syngja með þeim. „Ég trúði þessu ekki! Vil- hjálms vildi syngja með Bachmann! Hún hringdi á miðvikudegi og ég vildi helst fá hana strax næstu helgi, þótt ég hefði þurft að borga henni úr eigin vasa. En það varð úr að hún byrjaði að syngja með okkur þarnæstu helgi og svo söng hún með Gleðigjöfunum í sex ár.“ Fyrsta sólóplata André kom út 1989 á vínylplötu og fimm árum síðar á geisla- diski. Hún heitir Til þín, eftir titillaginu sem André samdi til konu sinnar. „Það var skorað á mig að gefa út plötu og svo seldist hún ágætlega. Ég Ég er bara jarðýtan GLEÐIGJAFINN ANDRÉ BACHMANN André er skýrður eftir André Courmont, sem var franskur konsúll og Íslandsvinur og bjó í Höfða. Afi André og amma voru vinnuhjú hjá Frakkanum og lofuðu honum að þau myndu skýra barn eftir honum. Loforðið rættist ekki fyrr en einni kynslóð síðar, en þá var franski André löngu látinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Síðasta myndin? „Ég sá einhverja Bond mynd á Bíórásinni nýlega.“ Síðasta veitingahúsið? „Ég og konan fórum í brunch á Vox þegar ég varð sextugur. Nei, ég meina þegar ég varð fertugur. Það var rosa gaman.“ Síðasta sundlaugin? „Breiðholtslaugin. Það er eina laugin í bænum. Saunan er svo góð þarna. Alveg frábært að fara þarna fyrir söngvara. Þetta er sauna, ekki eimbað. Ég er búinn að skanna allar sundlaugar í bænum og Breiðholtslaugin er langbest.“ Síðasta út-á-landið? „Akranes. Ég var að spila þar á jólahlaðborði í gamla kaupfélag- inu.“ Síðasta tímaritið? „Séð og heyrt.“ Síðasta fréttin sem vakti athygli þína? „Það eru fréttir sem snerta fólkið í landinu. Það eru komin einhver 40 úrræði fyrir heimilin í landinu og þau eru meira og minna ónothæf. Við, þetta venjulega fólk, eigum bara að borga fyrir útrásarvíkingana. Mér finnst að það ætti að fara til ársins 2008 og færa öll lán til þess horfs sem þau voru þá. Mér finnst enn þá vanta punktinn yfir i-ið.“ SÍÐAST (EN EKKI SÍST): tel mig vera þann fyrsta á Íslandi sem samdi lag til konunnar sinnar, en svo komu þeir á eftir mér, Stebbi Hilm- ars, Bubbi og fleiri. Þetta er eina lagið eftir mig sem hefur komið út, en ég er með fleiri í kollinum. Diskur númer tvö kom svo árið 2008 og heitir Með kærri kveðju. Árni Scheving valdi lögin með mér. Þetta er rómantískur diskur, eins og ég er bara. Þetta var síðasta vinn- an sem Árni vinur minn innti af hendi. Rétt áður en hann dó man ég að hann sagði við mig um diskinn: Þetta grúvar rosa flott.“ Hægt að gera enn meira André fékk Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins á dögunum vegna jólaskemmt- ana fyrir fatlaða sem hann hefur staðið fyrir í 27 ár. „Þetta var haldið í Kassagerðinni fyrst árið 1973. Þessi skemmtun hefur alltaf verið að stækka. Var í Súlnasaln- um í fjölmörg ár og síðast var þetta í Nordica. Þá komu um 1.200 manns. Margir helstu skemmtikraftar landsins taka þátt í þessu en ég er svona jarðýt- an í þessu. Ég geri þetta ekkert einn.“ Hvers vegna byrjaðir þú að halda þessar skemmtanir? „Æskuvinur minn, Ingimar Einars- son, átti fatlaðan bróður, sem hét Eirík- ur. Á þessum tíma, þegar ég var um 9 ára gamall, átti ég heima í Höfðaborg en Ingimar bjó í Samtúni. Ég fór oft þang- að til að leika við Eirík. Honum fannst það gaman og foreldrar hans voru þakklátir. Ég man nákvæmlega hvern- ig þetta var, þetta er greypt í minnið. Á þessum tíma stóð yfir mikið einelti á mér, en Eiríkur var ekkert að stríða mér. Þegar ég gat farið að gera eitthvað af viti var þetta sem mér datt í hug að gera: að gleðja fatlaða.“ Mótlætið hefur kennt André ýmis- legt. „Vandamál eru til að leysa þau og erf- iðleikar eru til að sigrast á,“ segir hann og meinar það. „Maður skilur hvað er að eiga bágt. Þegar ég byrjaði var voða lítið gert fyrir fatlaða, þeir voru bara lokaðir inni í heimahúsum. Þegar Kópavogshæli var opnað fór Eiríkur minn þangað og ég virði það alltaf við pabba hans að hann fór og náði í Eirík á hverjum einasta sunnudegi. Þetta fólk er á sambýlum í dag. Það er búið að gera mikið, en það er hægt að gera enn meira. Það er aldrei nóg. Þess vegna byrjaði ég á þessu með vinum mínum í bransanum.“ Alltaf brosandi André hefur alltaf unnið meðfram tón- listinni. Nú keyrir hann strætó í Reykja- vík, yfirleitt leið 3 á morgnana. „Fólk fer meira í strætó en áður, enda er bensínverð alveg út úr kortinu,“ segir hann. Í vinnunni reynir hann að standa undir titlinum gleðigjafi. „Gleðin í lífinu er að vera elskaður og að fá að elska. Ef þú ert elskaður er gaman að fara í vinnuna,“ segir hann. „Það eru til fyrirbæri sem fara fúl í vinnuna og koma fúl heim, en það gefur manni ekkert. Ég reyni að vera glaður en það hefur ekki alltaf verið sjálfgef- ið. Það er ekkert gleðilegt við að vera barn og eyða öllum sumrum í aðgerðum við að laga á sér andlitið. Svo lenti ég í læknamistökum árið 1995 og er búinn að fara í 37 aðgerðir síðan þá. Og ég er alltaf brosandi! Það er svolítið mis- skipt hversu mikið er lagt á fólk. Ég fór í aðgerð til Bandaríkjanna 2002 en nú er ég hættur. Ég nenni þessu ekki!“ Enda lítur þú nú ekkert illa út! „Þakka þér fyrir það. Það er konunni að þakka. Maður lifir heilbrigðu lífi. Ég hef aldrei verið í sterku víni, en ég fæ mér bjór.“ Þannig að þú ert sáttur? „Já, ég tel mig hafa verið mjög hepp- inn í lífinu þrátt fyrir allt. Eineltið var svakalegt og þegar maður hittir suma þá sem níddust á manni þá eru þeir hálflélegir. Ég man eftir einum kenn- ara sem ég mun aldrei fyrirgefa. Ég var ekki nema þrettán ára þegar hann hreytti í mig: „Komdu þessu bi-bi-bi út úr þér.“ Ég fékk svo mikið sjokk að ég stóð upp, gekk út og labbaði heim. Þetta varð til þess að það litla sem eftir var af egóinu hvarf. Einelti brýtur mann niður smátt og smátt, en það herðir mann um leið.“ SÖNGVARARNIR SIGURÐUR ÓLAFSSON, ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR OG HAUKUR MORTHENS MEÐ HLJÓMSVEITINNI ARÍU Myndin er tekin baksviðs í Tónabæ 1982 á skemmtun fyrir eldri borgara. Á þessum tíma spilaði Aría undir hjá Hauki um allt land þegar hann var að kynna plötuna Lítið brölt, sem hann gerði með meðlimum Mezzoforte. SAMFÉLAGSVERÐLAUNLífið hefur síður en svo verið dans á rósum fyrir André Bachmann. Hann hefur þó alltaf brosað sig í gegnum vandamálin og erfiðleikana. Dr. Gunni ræddi við jákvæðasta söngvara og strætóbílstjóra landsins sem hlaut Samfé- lagsverðlaun Fréttablaðsins í flokkinum Hvunndags- hetja á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.