Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 46
„Við höfum þekkst frá fæðingu. Það er bara einn dagur á milli okkar og mæður okkar voru saman á fæðingardeildinni,“ segja þeir Marinó Freyr og Ríkharður glað- lega. Ekki hafa þeir þó alltaf getað hist daglega því Marinó Freyr á heima á Brekkum en Ríkharður í Vík og Reynisfjallið er þar á milli. Báðir stunda nám í Víkurskóla og nú í vetur hafa þeir verið saman í fermingarfræðslu, ásamt sex drengjum öðrum, hjá séra Haraldi Kristjánssyni sem þeir segja besta prest í heimi. „Hann er einn sá fyndnasti sem er hægt að þekkja,“ segja þeir og láta af því að ferm- ingarfræðslan hafi verið skemmti- leg. Lofa samt að hlæja ekki í kirkjunni enda verði hátíðleikinn þá í fyrirrúmi. Þeir fermast heldur ekki saman því þeir tilheyra hvor sinni sókninni. Ríkharður verð- ur á undan að komast í kristinna manna tölu. Hann fermist í Víkurkirkju 18. apríl og Marinó Freyr í Skeið- flatarkirkju 24. apríl. Þetta þýðir að þeir geta verið í veislum hvor hjá öðrum. Það er mikið um að vera hjá þeim vinunum Ríkharði og Marinó Frey. Þeir spila saman í hljómsveitinni Enter, ásamt Reyni Mána Orra- syni, sem á heima að Götum í Mýrdal og er ári yngri. Enter tók þátt í Músiktilraunum fyrir fáum dögum og drengirnir voru að koma af æfingu þegar í þá náðist síðasta miðvikudag því annað gigg var fram undan. Það var í Laugalandi í Holtum, þar sem margir skólar sameinuðust á fimmtudagskvöld á stóru árshátíðarballi. „Hver skóli á að koma með atriði og við í Enter erum fulltrúar Víkurskóla. En Veður- guðirnir eru aðalhljóm- sveitin á ballinu,“ upp- lýsa þeir. Hljóðfæraskipan er þannig í Enter að Ríkharður er á tromm- unum, Marinó Freyr á bassa og Reynir Máni sér um gítarleik og söng. Þeir þremenningar hafa spil- að saman í eitt ár og komið fram á nokkrum tónleikum á Suður- og Suðausturlandi. Ríkharður á trommusett heima hjá sér og aðspurður segir hann nágrannana ekkert hafa kvartað undan hávað- anum. Hann hefur verið nemandi í nokkur ár við tónlistarskólann í Vík. Marinó Freyr er líka í þeim skóla og kveðst jafnvíg- ur á bassa, gítar og trommur. Kennari þeirra er Kristinn Níelsson. En þar sem þetta er við- tal á fermingarsíðu þá lýkur því á kristilegum nótum eins og viðeigandi er. Eru þeir félagar farn- ir að læra eitthvað fal- legt utanbókar fyrir hina helgu athöfn? „Já, trúar- játninguna. Við eigum að velja okkur ritning- arorð í næsta tíma hjá séra Haraldi til að fara með í kirkj- unni. Svo vorum við að læra sálminn Son guðs ertu með sanni.“ gun@frettabladid.is BIBLÍA merkt nafni fermingarbarns- ins er gjöf sem hæfir vel tilefninu og mun fylgja barninu í framtíðinni. Hjá besta presti í heimi Þeir Ríkharður Sigurjónsson og Marinó Freyr Steinþórsson eru meðal þeirra átta drengja sem fermast í Mýrdalnum í vor. Þeir hafa verið vinir frá því þeir muna eftir sér og eru báðir í hljómsveitinni Enter. Þeir Ríkharður Sigurjónsson og Marinó Freyr Steinþórsson úr hljómsveitinni Enter fermast í næsta mánuði, Ríkharður í Vík og Marinó Freyr í Skeiðflatarkirkju. MYND/HARPA JÓNSDÓTTIR Öllu er afmörkuð stund og víst að tíminn bíður hvorki eftir neinu né neinum. Því er fegursta ferm- ingargjöfin loforð sem efnt er um tíma að gjöf. Unglingar hafa sagt bæði í einrúmi og upphátt að þá dreymi um meiri tíma með for- eldrum sínum og ástvinum, og því ekki að einsetja sér markvissa samverustund á hverjum degi og muna eftir faðmlögunum, því unglingar þurfa líka knús þótt komnir séu af barnsaldri. Að gefa tíma sinn getur falist í gönguferð saman, að sækja nám- skeið saman, hefja nýtt áhugamál saman, lesa sömu bókina, horfa saman á bíómynd, synda saman, ferðast og upplifa eitthvað ein- stakt saman, eða einfaldlega setj- ast niður og spjalla um daginn og veginn. - þlg Tíminn með þér DÝRMÆTASTA GJÖF FORELDR- ANNA TIL BARNA SINNA ER TÍMI Tími er gjarnan af skornum skammti í annríki dagsins, en afar mikilvæg gjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Skartgripaskrín er yndisleg ferm- ingargjöf til stúlkna, ekki síst ef skrínið stenst tímans tönn og getur geymt dýrmætustu djásn hennar til framtíðar líka. Per- sónulegt er að láta grafa í lok skrínsins nafn ferm- ingarbarnsins, fermingardag- inn og góðar óskir um bjarta framtíð. Fjársjóðir framtíðar SKARTGRIPASKRÍN ER FÍNASTA GJÖF. Strákarnir fermast í Víkurkirkju í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.