Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 102
58 27. mars 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Meistaramót Íslands í badminton fer fram í TBR-húsunum við Gnoðarvog um helgina og margra auga verða á Rögnu Ingólfsdóttur sem keppir þarna á sínu fyrsta Íslandsmóti síðan hún fór í krossbandaaðgerð eftir Ólympíuleikana í Peking. Ragna varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2003 til 2008. „Það gengur alveg fínt hjá mér. Ég er búin að fara á nokk- ur mót, fór til Svíþjóðar í janúar og svo með landsliðinu til Póllands í febrúar. Þessi bæði mót gengu ágætlega,“ segir Ragna. „Mér fannst ég vera komin aftur þegar ég vann alþjóðlega mótið hérna heima í nóvember. Ég er alveg á svipuðum stað núna,“ segir Ragna en meidda hnéð minnir þó á sig. „Ég finn alltaf fyrir hnénu og það er ekki alveg eins og hitt hnéð. Ég get alveg spilað og æft og spilað. Ég ætla að passa að hvíla í sumar,“ segir Ragna sem keppir í einliða- og tvíliðaleik um helgina en sleppir tvenndarleik. „Það vilja allir vinna gullið og það er ekki bara ég sem vil vinna það. Íslandsmótið er svona mót þar sem það eru alltaf einhver óvænt úrslit þannig að maður veit aldrei pottþétt hver vinnur þetta í kvenna- eða karlaflokki,“ segir Ragna og bætir við: „Ég vann þetta sex ár í röð og þetta var frekar öruggt hjá mér þau ár en þessar yngri stelpur eru alltaf að verða betri og þetta verður bara spennandi keppni,“ segir Ragna. Ragna fær örugglega mikla samkeppni frá Íslands- meistara síðasta árs, Tinnu Helgadóttur og hinar ungu Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir, TBR, eru til alls vísar eftir að hafa verið sigursælastar á mótunum hér heima í vetur. „Ég og Tinna erum hvor á sínum vængnum, Snjólaug er Tinnu-megin og Karit- as er mín megin. Svo er Katrín, sem spilar með mér í tvíliðaleik, líka mín megin. Við erum þarna fimm sem eigum mestu möguleikana,“ segir Ragna sem býst einnig við jafnri og spennandi keppni karlamegin. RAGNA INGÓLFSDÓTTIR: TEKUR ÞÁTT Í SÍNU FYRSTA ÍSLANDSMÓTI Í BADMINTON EFTIR KROSSBANDAAÐGERÐ Það er ekki bara ég sem vil vinna gullið > Vinnur Viktor áttunda árið í röð? Íslandsmót í áhaldafimleikum 2010 fer fram í dag og á morgun í Laugarbóli við Engjaveg. Keppni í fjölþraut fer fram í dag en á morgun er keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Viktor Kristmannsson getur orðið Íslandsmeistari í fjölþraut áttunda árið í röð en búist er við því að hann fái mikla samkeppni frá bróður sínum Róberti um helgina. Thelma Rut Hermannsdóttir, Íslandsmeistarinn frá 2008, er sigurstranglegust hjá stelpunum en Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Fríða Rún Einarsdóttir, keppir ekki í ár. Keppnin fer fram á milli 9.30 og 12.10 í dag og á milli 14.00 og 16.20 á morgun. Iceland Express karla Stjarnan-Njarðvík 64-76 (34-35) Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 20 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Justin Shouse 16, Fannar Freyr Helgason 12 (9 fráköst), Djorde Pantelic 4 (16 fráköst, 3 varin skot), Guðjón Lárusson 4, Magnús Helgason 3, Ólafur J. Sigurðsson 3, Kjartan Atli Kjartansson 2. Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 21, Nick Bradford 13 (6 stoðsendingar, 5 stolnir), Friðrik E. Stefánsson 11 (13 fráköst, 8 stolnir), Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Páll Kristinsson 8, Guð mundur Jónsson 7 (5 fráköst), Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 1. Grindavík-Snæfell 94-95 (42-40) Stig Grindavíkur: Brenton Joe Birmingham 26 (5 stoðsendingar), Ómar Örn Sævarsson 11 (12 fráköst), Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10 (7 fráköst, 5 stolnir), Arnar Freyr Jónsson 9 (8 stoðsendingar), Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6 (4 fráköst), Þorleifur Ólafsson 3. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (4 fráköst), Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11 (4 fráköst), Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8 (7 fráköst), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8. LEIKIR TVÖ Í EINVÍGUNUM: ÍR-KR (staðan er 0-1) Sunnudagur 17.00 Tindastóll-Keflavík (0-1) Sunnudagur 19.15 Njarðvík-Stjarnan (1-0) Mánudagur 19.15 Snæfell-Grindavík (1-0) Mánudagur 19.15 Iceland Express kvenna KR-Hamar 79-92 (49-51) Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 20 (5 fráköst), Jenny Pfeiffer-Finora 16, Guðrún Gróa Þorsteins dóttir 14 (4 fráköst), Margrét Kara Sturludóttir 10 (6 fráköst, 3 varin skot), Signý Hermannsdóttir 7 (5 fráköst, 4 varin skot), Hildur Sigurðardóttir 6 (5 stoðsendingar), Heiðrún Kristmundsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 1, Þorbjörg Andrea Frið riksdóttir 1 Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 27(4 fráköst, 7 stoðsendingar), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18 (9 fráköst), Julia Demirer 16 (13 fráköst, 6 stoð sendingar, 3 varin skot), Guðbjörg Sverrisdóttir 14 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Fanney Lind Guðmundsdóttir 9 (4 fráköst), Íris Ásgeirsdóttir 4, Koren Schram 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2 (5 fráköst). Næsti leikur fer fram á mánudaginn í Hveragerði en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. ÚRSLITIN Í GÆR N1 Deildin KONUR Laugardagur Vodafone höll Víkin Mýrin Ásvellir Valur - Fram Víkingur - HK Stjarnan - KA/Þór Haukar - FH 16:00 16:00 16:00 16:00 2009 - 2010 KÖRFUBOLTI Hamarskonur unnu öruggan þrettán stiga sigur á deildarmeisturum KR, 92-79, í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Ice- land Express-deild kvenna í gær- kvöldi. Hamarsliðið lagði grunn- inn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 20-9 en eftir það var á brattan að sækja hjá heimastúlkum sem áttu fá svör við fjölbreyttum sóknarleik gest- anna úr Hveragerði. „Við erum að spila virkilega vel og liðið hefur ekki verið í betra standi en það er einmitt í dag. Það sýndi sig í kvöld,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars en liðið er nú búið að vinna þrjá leiki í röð með 12 stigum eða meiri mun. KR-liðið lagði mikla áherslu á að dekka erlenda leikmenn liðs- ins, Koren Schram og Juliu Dem- irer, en það skipti litlu þótt Hamar hafi aðeins fengið samanlagt 18 stig frá þeim tveimur. „Þeim gekk mjög vel að dekka Koren og klippa hana alveg úr leiknum og það voru aðrir sem stigu fram. Okkar styrkleiki er meðal annars sá að við erum með marga leikmenn sem geta skor- að og það sýndi sig í kvöld,“ sagði Ágúst en besti maður Hamarsliðs- ins var Kristrún Sigurjónsdóttir sem var með 27 stig og 7 stoðsend- ingar í gær. Sigrún Ámundadótt- ir og Guðbjörg Sverrisdóttir léku einnig mjög vel og Julia Demir- er reif sig upp eftir rólegan fyrri hálfleik. KR-konur eru að margra mati með besta varnarliðið og besta frákastaliðið í deildinni en það sást lítið af því í gær þar sem Hamar skoraði 92 stig og vann frákastabaráttuna 47-27. Þar vó þungt að Signý Hermannsdóttir var í miklum villuvandræðum og lék bara í 17 mínútur í gær. - óój Kristrún Sigurjónsdóttir átti flottan leik þegar Hamar vann öruggan sigur á KR: KR-vörnin opnaðist upp á gátt GÓÐ Í GÆR Hamarskonan Kristrún Sigurjónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Hið brothætta lið Grindavíkur brotnaði enn á ný í gær þegar mest á reyndi. Þá kast- aði liðið frá sér unnum leik gegn Snæfell á heimavelli. Grindavík þarf því að fara í Stykkishólm og sækja sigur þar ef liðið vill ekki fara strax í sumarfrí. „Ég er mjög reiður því við klúðruðum þessu. Við algjörlega klúðruðum þessu,“ sagði foxill- ur þjálfari Grindavíkur, Friðrik Ragnarsson, eftir leikinn en hann trúði vart sínum eigin augum er lið hans brotnaði enn eina ferðina undir pressu. „Við erum með gjörunninn leik og búnir að vinna eins og skepn- ur í 32-34 mínútur. Þegar við erum komnir með 14-16 stiga for- skot förum við að spila eins og einhverjir fálkar. Ég er ótrúlega svekktur með það hvernig við spil- uðum rassinn úr buxunum. Ég hef engar sérstakar skýringar á þessu tapi. Við bara misstum einbeiting- una. Það má ekki gegn svona góðu liði því það bara refsar. Það var dauðasynd að hleypa þeim aftur inn í leikinn og óafsakanlegt,“ sagði Friðrik en hann segir lið sitt ekki vera búið að gefast upp. „Við vinnum í Hólminum á mánudag- inn. Það er bara svoleiðis.“ Leikurinn var ótrúlega kafla- skiptur. Snæfell sterkara framan af en Grindavík kom til baka og leiddi með tveim stigum í hálf- leik. Snæfell neyddist til að setja tvo lykilmenn – Sigurð Þorvalds- son og Jón Ólaf – á bekkinn í þriðja leikhluta með fjórar villur. Grinda- vík gekk á lagið og leiddi með 12 stigum eftir þriðja leikhluta. Sigurður og Jón komu aftur inn í lokaleikhlutanum. Sean Burton vaknaði einnig af værum svefni og fyrr en varði var Snæfell komið aftur yfir. Lokakaflinn var ótrú- lega spennandi þar sem liðin skipt- ust á að leiða með einu stigi. Hlyn- ur kom Snæfelli yfir, 94-95, og Grindavík klúðraði tveim skotum í lokin og tapaði um leið leiknum. Grátlegt tap fyrir þá en ótrúleg endurkoma hjá Snæfelli. „Þetta var rosalega ljúft. Leikur- inn var furðulegur og afar kafla- skiptur. Það var svo mikið að ger- ast að ég missti andann um tíma. Við spiluðum rosalega 3-2 svæðis- vörn í restina og það skóp þennan sigur,“ sagði Hlynur Bæringsson Snæfellingur en hann átti klassa- leik. „Við erum farnir að vera sterkir í þessum jöfnu leikjum og höfum alltaf trú á því að við getum unnið. Það er engin minnimáttarkennd gagnvart neinu liði. Við vorum sterkari í hausnum í kvöld. Við vinnum leikina sem skiptir máli gegn Grindavík og vonandi held- ur það áfram.“ henry@frettabladid.is Enn brotnar Grindavík Snæfell vann ótrúlegan eins stigs sigur, 94-95, á Grindavík í Röstinni í gær í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla. Snæfell getur klárað einvígið á heimavelli á mánudag. STERKUR Í GÆRHl ynur Bæringsson var mjög góður í liði Snæfells í gær og var með 24 stig og 15 fráköst auk þess að skora sigurkörfuna í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI „Það er erfitt að sækja stig hingað en við spiluðum hörku vel og vorum samstilltir í vörn- inni. Ef að vörnin er í lagi hjá okkur þá erum við erfiðir við að eiga,“ sagði Sigurður Ingimund- arson, þjálfari Njarðvík, eftir sigur gegn Stjörnunni í undanúr- slitum Iceland-Express deildar- innar í körfubolta. Lokatölur í Ásgarði voru 64-76. „Nú er það bara næsti leikur og við byrjum að undirbúa okkur strax í fyrramálið fyrir hann. Reynum að hugsa um okkar hluti og spá minna í því hvað hinir eru að gera. Það er margt sem við gerðum ekki nógu vel í leiknum og það þarf að laga það. Við reyn- um alltaf að bæta okkar leik og verða betri og betri,“ sagði Sig- urður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, ánægður eftir sigur- inn í gær. Njarðvík lék í gær án Magn- úsar Þórs Gunnarssonar en það kom ekki að sök og munaði þar miklu um frábæran leik Jóhanns Árna Ólafssonar sem skoraði 21 stig í leiknum. - rog Njarðvík vann í Ásgarði í gær: Héldu Stjörn- unni í 64 stigum PLÚS 19 Njarðvík vann með 19 stigum þann tíma sem Jóhann Árni Ólafsson var inn á í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.