Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 104

Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 104
60 27. mars 2010 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason var einn af þeim leikmönnum sem var kynntur til leiks á blaðamannafundi AG Køb- enhavn í gær. Hann er aðeins einn af fjórum leikmönnum hins sterka liðs FCK sem fékk samning hjá nýja félaginu. „Þetta er tveggja ára samningur og bara mjög fínn. Þetta er betri samningur en ég var með hjá FCK. Ég fékk samt betri tilboð frá bæði Frakklandi og Þýskalandi. Ég get ekki neitað því að það var erfitt að taka ákvörðun enda freistuðu peningarnir að vissu leyti. Okkur líður samt bara svo vel í Köben og þetta verkefni er líka rosalega spennandi þannig að við ákváðum að vera hér áfram,“ segir Arnór en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins fékk Arnór risatilboð frá franska félaginu Chambery sem var erfitt að hafna. Arnór segir að næstu ár verði mjög spennandi hjá þessu nýja félagi sem ætlar sér stóra hluti. „Það verða ekki mörg lið í Evr- ópu betra en þetta lið. Þetta verk- efni er ótrúlega spennandi. Við erum líka með margar af stærstu stjörnum Dana sem er mjög mik- ilvægt upp á umfjöllun og til að fá fólk á völlinn. Danirnir eru svo klikkaðir að þeir þurfa að fá sínar stjörnur til þess að mæta á völlinn. Vonandi gengur það eftir,“ segir Arnór en liðið mun spila heima- leiki sína í Bröndby-höllinni sem tekur um 5.000 manns í sæti. Arnór segir það vera mikinn létti að hafa gengið frá samnings- málum sínum enda hafi það tekið sinn tíma. Hann fagnar því líka að fá Guðmund og Snorra til félags- ins. „Það fer mjög vel á með okkur öllum og þó svo við Snorri verðum að berjast um miðjustöðuna þá hefur það engin áhrif á okkar vin- skap,“ segir Arnór Atlason. - hbg Arnór Atlason hafði úr mörgum kostum að velja: Peningarnir freistuðu mín að vissu leyti SAMHERJAR Arnór og Snorri Steinn munu berjast um miðjustöðuna hjá nýja liðinu þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Hið nýja danska félag AG København hélt mikinn blaða- mannafund í gær þar sem íslenski landsliðsþjálfarinn, Guðmund- ur Guðmundsson, var kynntur til leiks sem nýr yfirmaður íþrótta- mála hjá félaginu. Á sama tíma var leikmannahópur félagsins kynnt- ur en í honum eru meðal annars íslensku landsliðsmennirnir Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjóns- son. Leikmannahópurinn er þó ekki fullkláraður. AG København er eins og áður segir nýtt félag í danska boltanum en það varð til með samruna FCK og AG Hånd- bold. Þetta er ofurlið þar sem val- inn maður er í hverju rúmi. Eig- andi félagsins, Jesper Nielsen, setur gríðarlega mikinn pening í félagið sem hann ætlar að gera að besta liði Danmerkur og einu besta liði Evrópu. Fékk fjölda tilboða „Ég var búinn að fá tilboð víða en mér fannst ekkert af þeim nægi- lega spennandi. Þetta voru tilboð frá félögum í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku. Einhvern veginn fann ég á mér að eitthvað annað gæti gerst og það gekk eftir,“ segir Guðmundur en í hverju er hans starf nákvæmlega fólgið? „Ég er yfirmaður íþróttamála og í því felst að ég er yfirmaður þjálf- aranna sem og leikmannanna í lið- inu. Ég er ábyrgur fyrir íþróttaleg- um árangri liðsins. Ég mun vinna náið með þjálfurunum með því að setja saman lið og hvaða leikmenn við komum til með að fá. Einnig mun ég koma að því að greina leiki liðsins og fara yfir þá með þjálf- urunum. Síðan er inni í því að koma að samningagerð við leikmenn og stór þáttur í starfinu er að byggja upp og laða efnilega leikmenn til félagsins. Við leggjum mikla áherslu á það. Ég þarf því að finna leikmenn og sjá til þess að þeir verði gerðir góðir,“ segir Guð- mundur en hann mun hafa mikið að gera í þessu nýja starfi sem er einstakt í handboltaheiminum. „Ég veit ekki til þess að svona starf sé til í handboltanum. Þetta er því einstakt starf og það sýnir hvað Jesper er framsýnn í hugsun og hann leggur gríðarlega mikið í þetta verkefni. Hann ætlar sér stóra hluti með þetta lið. Fyrst í Danmörku og síðan í Evrópu,“ segir Guðmundur en óttast hann ekki árekstra á milli sín og þjálf- ara félagsins þar sem hann er nán- ast í hálfu þjálfarastarfi og verður mikið með puttana í leik liðsins? „Auðvitað hef ég hugsað um það. Fyrst og síðast mun ég samt ein- beita mér að því að koma með góða hluti inn og ég trúi því að menn vilji nýta það og að samstarfið verði gott.“ Starf Guðmundur hjá félag- inu mun ekki verða þess valdandi að hann þurfi að hætta að þjálfa íslenska landsliðið. „Jesper var allan tímann með- vitaður um að ég vildi vera áfram með landsliðið og þessi störf fara bara ágætlega saman að mínu mati,“ segir Guðmundur en er hann kominn í draumastarfið? „Ég er mjög sáttur við þetta starf og afar spenntur. Sérstak- lega þegar ég fór að sjá hvernig ætti að útfæra starfið. Mér fannst þetta vera rétta starfið fyrir mig því þarna nýtast mínir styrkleikar. Kannski er þetta draumastarf- ið og það er það að mörgu leyti,“ segir Guðmundur en er von á fleiri Íslendingum til liðsins? „Það er aldrei að vita. Það á eftir að bæta inn í þennan hóp alveg klárlega einum mjög góðum leik- manni. Þeir gætu orðið fleiri.“ henry@frettabladid.is Þetta er rétta starfið fyrir mig Guðmundur Guðmundsson hefur tekið við starfi yfirmanns íþróttamála hjá danska ofurliðinu AG Køb- enhavn sem skartgripakóngurinn Jesper Nielsen á. Starfið er einstakt í handboltaheiminum. Guðmundur þjálfar landsliðið áfram og útilokar ekki að fleiri íslenskir landsliðsmenn muni koma til félagsins. ÞOLINMÆÐI ER DYGGÐ Guðmundur sagði á sínum tíma að hann ætlaði að vera þolinmóður og gefa sér tíma til þess að finna rétta starfið. Það gekk upp á endanum. FRÉTTBLAÐIÐ/DIENER LEIKMANNAHÓPUR AG Leikmaður - hvaðan hann kemur Markverðir: Kasper Hvidt FCK Steinar Ege FCK Vinstri hornamenn: Stefan Hundstrup Viborg Mikkel Saad AG Håndbold Vinstri skyttur: Arnór Atlason FCK Mads Larsen AG Håndbold Nikolaj Koch-Hansen AG Håndbold Mikkel Hansen FC Barcelona Miðjumenn: Joachim Boldsen FC Barcelona Snorri Steinn Guðjónsson RN Löwen Jacob Green AG Håndbold Matias Helt Jepsen AG Håndbold Hægri skyttur: Christian Malmagro Portland SA Lars Jörgensen AG Håndbold Hægri hornamenn: Thomas Bruhn AG Håndbold Nicklas Ekberg Ystad Línumenn: Rene Toft Hansen KIF Kolding Jacob Bagersted FCK Martin Bager AG Håndbold FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það myndi ekki koma sér á óvart ef úrslitin þetta árið myndu ráðast á markatölu. Aðeins þrjú stig skilja að United, Chelsea og Arsenal á toppi deildarinnar. United og Chelsea eru bæði með +47 mörk í markatölu en Arsenal er sjö mörkum á eftir, hefur +40 í markatölu. „Chelsea vann 5-0 sigur á Ports- mouth í vikunni og það gerir að verkum að liðið hefur jafn- að okkur á markatölu. Það gæti reynst dýrmætt í lokin. Úrslitin gætu vel ráðist á markatölunni,“ sagði Sir Alex. „Síðustu ár höfum við alltaf haft gott forskot þegar kemur að markatölunni en nú er þetta mjög jafnt. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að skora mörk og vinna leiki.“ Margir telja að Arsenal sé í bestu stöðunni af toppliðunum þremur þar sem liðið eigi auð- veldustu dagskrána fram undan. „Á pappírnum eiga þeir auðveld- ari leiki eftir en ég er ekki viss um að það skipti máli. Það geta allir tapað stigum alls staðar,“ sagði Sir Alex. - egm Lokaspretturinn á Englandi: Markatalan gæti skipt máli SIR ALEX Vill að sínir menn skori nóg af mörkum. NORDICPHOTOS/GETTY LEIKIR HELGARINNAR: Laugardagur: 15:00 Birmingham-Arsenal 15:00 Chelsea-Aston Villa 15:00 Hull-Fulham 15:00 Tottenham-Portsmouth 15:00 West Ham-Stoke 15:00 Wolves-Everton 17:30 Bolton-Man.Utd. Sunnudagur: 11:00 Burnley-Blackburn 15:00 Liverpool-Sunderland                          !               " #    # $           # "  %  &'(  ! )     "* #  ##  ##**   +        #!# # ,-./0--'#  *   ##         "  +    ! #    #  !  ## ,--# #    "0--1 2   #    +   & &   $ #+    ## ** $3  "   #    "     **   #        !       # !# ** $ #   " "    &   $ "      # 00 # "        #    +     1  *   ,4 -- 5  ** $ #          666     /   " 0-,- 7 ** $   "  " #   #*  #.88811- 3* 9 # # ":                   
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.