Fréttablaðið - 29.03.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.03.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 29. mars 2010 13 BARNAVERND Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndar- stofu, sagðist í samtali við Stöð 2 í gær ætla að kalla eftir öllum gögnum um barn sem grunsemdir kviknuðu um að hafa verið beitt ofbeldi á heim- ili sínu. Hæsti- réttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness nú fyrir helgi um að móðir og sambýlismaður hennar skyldu hafa barnið áfram í sinni umsjón. Barnavernd er ætlað að tryggja öryggi barnsins. „Miðað við það sem kemur fram í dóm- inum virðist það nokkuð ljóst að mati sérfræðinga sem rannsök- uðu þetta barn að áverkarnir sem það hlaut hafi verið af manna- völdum. Þar af leiðandi er þetta barn í hættu,“ sagði Bragi. - jma Forstjóri Barnaverndarstofu: Barnið í hættu BRAGI GUÐ- BRANDSSON VIÐSKIPTI Erlendir fjölmiðlar segja kaup breska einkaframtakssjóðsins 3i Group á fimmtungshlut í hollenska drykkjavörufram- leiðandanum Refresco fyrir um 84 milljónir evra, fjórtán milljarða íslenskra króna, í fyrradag með umfangsmestu fjárfestingum eftir kreppuna. Þetta er í annað skiptið sem 3i Group kemur að Refresco. Það átti félagið um þriggja ára skeið en seldi til FL Group (nú Stoða), Kaupþings og Vífilfells árið 2006. Upp úr því tók Refresco yfir fjölda drykkjarfram- leiðenda í í Evrópu og er velta fyrirtækisins nú tvöfalt meiri en á síðustu þremur árum. Refresco var sett í söluferli árið 2008 en kreppan setti strik í þær fyrirætlanir og tóku íslensku fjárfestarnir ákvörðun vorið 2009 að selja ekki. Verðið sem fékkst fyrir hlutinn nú mun vera margfalt hærra en boðið var í hlut- inn í fyrra. 3i Group greiðir kaupverðið úr nýjum sjóði félagsins, sem í eru 1,2 milljarðar evra, jafn- virði 213 milljarða króna. Þriðjungur fjárins í sjóðnum kemur frá fjárfestum en afgangur- inn er samsafn eldri sjóða. Breska viðskipta- blaðið Financial Times segir afrek að loka sjóðnum við núverandi aðstæður á fjármála- mörkuðum. Eftir viðskiptin munu Stoðir, Kaupþing og Vífilfell eiga 62 prósenta hlut í Refresco. - jab FLÖSKUR Á FÆRIBANDI Vífilfell er einn þriggja íslenskra eigenda hollenska drykkjavöruframleiðandans Refresco. Sala íslenskra fjárfesta á hlut í hollenska drykkjarvörufyrirtækinu Refresco vekur athygli ytra: Fengu margfalt hærra tilboð en í fyrra FÓLK Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Verzlunarskóla Íslands í úrslitaviðureign spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, á laugardagskvöld. Keppnin var haldin í Smáranum í Kópavogi. Er þetta fjórða árið í röð sem MR sigrar keppnina en lið skólans hafa sigrað í henni alls 16 sinnum. Í liði MR voru Elías Karl Guð- mundsson, Halldór Kristján Þor- steinsson og Ólafur Hafstein Pét- ursson. Ekki var nema tveggja stiga munur á liðunum þegar yfir lauk, lokatölur voru 30-28. - jma Úrslitaviðureign Gettu betur: MR sigraði með tveimur stigum ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ Elías Karl Guð- mundsson sigraði í Gettu betur annað árið í röð með liði Menntaskólans við Reykjavík. Félagar hans eru í baksýn. HEILBRIGÐISMÁL Hollvinasam- tök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki sendu fyrir helgina Álfheiði Ingadóttur heilbrigðis- ráðherra ályktun þar sem hún er hvött til að endurmeta kröfu sína um niðurskurð hjá stofnuninni. Í ályktuninni er ráðherra vænd- ur um skilningsleysi sem birt- ist með ósanngjörnum kröfum um niðurskurð. Krafa sé gerð um tæplega ellefu prósenta niður- skurð en Hollvinasamtökin hvetja ráðherra til að endurmeta stöð- una. - shá Niðurskurði mótmælt: Hollvinir vilja endurmat strax Kínverjar keyptu Volvo Kínverski bílaframleiðandinn Geely hefur keypt Volvoverksmiðjurnar af bandaríska bílaframleiðandanum Ford, sem keypti Volvo fyrir rúmum áratug af Svíum. SVÍÞJÓÐ Vopnað rán í spilavíti Hópur vopnaðra og grímuklæddra manna réðst inn í spilavíti í Basel í Sviss í fyrrinótt þegar um 600 manns voru þar að spila. Ræningjarnir hurfu síðan á brott með jafnvirði tuga milljóna króna. SVISS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.