Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2010 — 75. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ROKKHÁTÍÐ ALÞÝÐUNNAR, Aldrei fór ég suður, verður haldin á Ísafirði um páskana eins og undanfarin ár. KNH verktakar hafa lánað hús- næði sitt undir hátíðina líkt og í fyrra. Ekki er komið á hreint hvaða hljóm- sveitir spila á hvaða degi en það verður ljóst á næstu dögum. Hægt er að fylgjast með á www.aldrei.is. Davíð Jónsson, 22 ára, greindist með beinkrabbamein í hægra sköfl-ungsbeini fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið fór hann í átta mánaða lyfjameðferð en í henni miðri varð að fjarlægja fótinn fyrir ofan hné vegna útbreiðslu meinsins. Davíð segir aflimunina hafa verið mikið áfall og hafi lyfjameðferðin og sjúkraþjálfunin reynt á.„Ég var þarna á þriðja ári í Kvennó og þurfti að sleppa h ilmiklu ú k Hann segist hafa beitt sig miklum aga til að ná sér á strik á skömmum tíma. „Ég varð stað-ráðinn í að komast í betra form en ég hafði verið í á tveimur fótum. Ég fór því að prófa hitt og þetta til að sjá hvað mér þætti gaman að gera, meðal annars lyftingar, frjálsar íþróttir og hlaup og hafði við höndina viðeigandi stoðtækifrá Össuri “ út k á einum fæti, þar sem álagið er miklu meira á bakið og mjöðm-ina. Eins má maður ekki sveifl-ast í þyngd þar sem hætt er við að hulsan sem er sérhönnuð utan um fót hvers og eins passi þá verr á hann. Þess vegna hreyfi ég mig mikið og huga vel að kílóunum.“Davíð er nú á fyrst ák Lærði að ganga á nýDavíð Jónsson greindist með beinkrabbamein í hægri sköflungi sem lauk með því að fjarlæga þurfti fótinn fyrir ofan hné. Með mikilli eljusemi náði hann sér á strik og hefur aldrei verið í betra formi. „Ég heyrði eitt sinn að menn sem missa annan fótinn fyrir ofan hné eyði allt að 70 prósentum meiri orku en þeir sem eru með báða fætur í lagi,“ segir Davíð, sem lætur það ekki slá sig út af laginu og stundar ræktina af kappi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur www.heyrn.is * Tal fólks í margmenni* Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? GRÍPTU TIL ÞINNA RÁÐALáttu sérmenntaðan heyrnarfræðing mæla heyrnina og fáðu faglega ráðgjöf. páskarÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M Útivist og afþreyingMargt er í boði fyrir þá sem vilja bregða undir sig betri fætinum um páskana. SÍÐA 6 Besta farartækið Samtök um bíllausan lífsstíl standa fyrir opnum fundi um reiðhjólanotkun í kvöld. TÍMAMÓT 24 FÓLK Starfsfólki Regnbogans hefur verið sagt upp störfum og unnið er að því að endurskipu- leggja reksturinn. Loki Regnbog- inn verður ekkert kvikmyndahús í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er eina miðbæjarbíóið en eins og staðan er nú getur allt eins verið að við lokum í sumar, hreinsum út það sem við eigum og skilum húsinu um áramót,” segir Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. - afb / sjá síðu 38 Starfsfólki kvikmyndahúss sagt upp störfum: Óvissa um framtíð Regnbogans Í viðtali á nektarstöð Mugison var í fötunum á Naked News. FÓLK 38 Pappírsflóðið tefur Stúlkurnar í The Charlies sjá glitta í Ameríku. FÓLK 38 Útivistarleikur Homeblest & Maryland Leynist vinningur í pakkanum þínum! DAVÍÐ JÓNSSON Missti fót, en aldrei verið í betra formi • heilsa • akureyri Í MIÐJU BLAÐSINS PÁSKAR Ferðir, borðskraut og óvenjulegur ratleikur Sérblað um páska FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VIRKJANIR Takist ekki að fjármagna kísilverksmiðju í Ölfusi rennur út forgangur sveitarfélagsins til kaupa á orku úr áformaðri Hvera- hlíðarvirkjun. „Það fær bara annar orkuna. Ölfus hefur forgang fram í maí, en ef sveitarfélagið hefur ekki klárað sitt fyrir þann tíma þá verð- ur það fyrstur kemur fyrstur fær hvað orkuna varðar,“ segir Hjör- leifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hann segir að ef ekki hefði staðið á fjármögn- un álvers í Helguvík og byggingu orkuvera, væri löngu búið að ráð- stafa orkunni úr Hverahlíðarvirkj- un. Orð Hjörleifs eru viðbrögð við ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, en hún sagði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á laugardag: „Stærsta hindrunin í vegi áforma um byggingu álvers í Helguvík um þessar mundir er sú ákvörð- un Orkuveitu Reykjavíkur að ráð- stafa, að minnsta kosti tímabundið, orku frá ráðgerðri Hverahlíðar- virkjun til annars verkefnis.“ „Ég lít svo á að ef búið væri að fjármagna framkvæmdirnar og komnir væru bindandi orkusölu- samningar væru menn komnir lengra,“ segir Hjörleifur. „Stærsta hindrunin í veginum hefur verið fjármögnun.“ Þetta hafi því ekk- ert með ákvörðun OR að gera. „Við byggjum enga virkjun nema hafa bindandi orkusölusamning sem er fyrirvaralaus. Hann er ekki kominn enn þá.“ Hjörleifur bendir á að samning- urinn við Norðurál hafi gert ráð fyrir að fjármögnun yrði lokið í árslok 2008. Þá hafi verið samið um mitt ár 2009 og loks árslok 2009. „Og við erum enn að bíða.“ Hann segir að ef Norðurál hefði lokið við fjármögnunina hefði ekki komið til þess. Hverahlíðarvirkjun mun fram- leiða 90 megavött og ljóst er að þau eru ekki til skiptanna á milli álvers í Helguvík og kísilverksmiðju í Ölf- usi. Hjörleifur staðfestir það. - kóp Keppast um orkuna úr Hverahlíð Sveitarfélagið Ölfus hefur frest fram í maí til að fjármagna orkukaup úr Hverahlíð. Annars gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær segir forstjóri OR. HEILSA Frumvarp sem gerir einhleypum konum með skerta frjósemi heimilt að nota gjafaegg við glasafrjóvgun bíður afgreiðslu á Alþingi. Guð- mundur Arason, kvensjúkdóma- og fæðingarlækn- ir í tæknifrjóvgunarstofunni Art Medica, fagnar því verði frumvarpið samþykkt. Til þess að mæta þeirri þörf sem þá myndist þurfi þó fleiri íslensk- ar konur að gefa egg enda er nú þegar skortur á eggjum. „Biðlistinn er langur og okkur bráðvantar egg fyrir konur sem ekki hafa allar tímann fyrir sér,“ segir Guðmundur. Þær konur sem geta gefið egg þurfa að vera á aldrinum 22ja til 35 ára. Þær þurfa að vera hraust- ar, lausar við vímugjafa og ekki með ættgenga sjúkdóma sem erfast beint. Fyrir þau óþægindi sem hljótast af egggjöf eru greiddar 75 til 100 þúsund krónur. „En við viljum ekki að fólk komi til með að hagnast,“ tekur Guð- mundur fram. - þlg, sg / sjá ALLT Læknir hjá Art Medica mælist til þess að fleiri íslenskar konur gefi egg: Langur biðlisti eftir eggjum ÉL NORÐAUSTANLANDS Í dag verða norðan 8-13 m/s, hvassast við A-ströndina. Víða bjartviðri en dálítil snjókoma eða él NA-til. Frost 0-7 stig. VEÐUR 4 -5 -2 -6 -3 -1 Í LOFTKÖSTUM Parkour er ekki fyrir hvern sem er, en Heiðar Smári Birgisson hefur augljóslega náð talsverðri færni í þessari framandi íþrótt, eins og sjá má af þessu heljarstökki sem hann tók í Bankastræti í gær. Heiðar segir að íþróttin gangi út á ýmis stökk, en hann hefur æft með Fimleikafélaginu Björk í rúmt ár. Hann viður- kennir að parkour sé ekki hættulaust, en hann hefur þó ekki slasað sig á heljarstökk- unum, jafnvel þótt grjóthörð gangstéttin bíði takist honum illa upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Snæfell sló út Grindavík Snæfell komst í und- anúrslitin í Iceland Express-deild karla en Stjarnan tryggði sér oddaleik. ÍÞRÓTTIR 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.