Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 4
4 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 29.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,2144 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,94 128,56 191,55 192,49 172,47 173,43 172,47 173,43 21,334 21,460 17,620 17,724 1,3825 1,3905 194,24 195,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ekki haft eftir Gunnari Það er ekki rétt sem fram kom á baksíðu Fréttablaðsins í gær að Gunnar Andersen, forstjóri Fjármála- eftirlitsins, hefði látið þau ummæli falla um Jónas Fr. Jónsson, forvera sinn í embætti, að hann væri gunga og klappstýra bankanna. Þau ummæli hafði blaðið Euromoney eftir ónafn- greindum embættismanni. LEIÐRÉTTING DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! E N N E M M / S IA / N M 40 48 1 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 11° 13° 8° 13° 11° 4° 9° 20° 10° 20° 17° 23° 2° 12° 14° 4° Á MORGUN 5-13m/s, hvassast SA-til. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s. 0 0 -2 -4 -5 -3 -2 -3 -7 -6 10 -1 8 7 7 6 5 10 10 13 7 10 0 -3 -5 -4 -6 -2 -2 -4 -6 -4 LITLAR BREYTINGAR Það verða litlar breyt- ingar út vikuna, áfram norðlægar áttir ríkjandi, bjart- viðri syðra en él norðan- og austan- lands. Það verður áfram frost um nánast allt land en það dregur heldur úr vindi á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL Samfélagsgeð- teymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigð- isstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á inn- lögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjón- ustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í sam- félaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. „Við erum sannfærð um að þjónusta sem þessi eykur lífs- gæði þeirra sem þurfa á henni að halda,“ segir Magnús Haraldsson geðlæknir, sem starfar í teyminu. „Teymið er stofnað því það er mat manna að við þurfum að efla sam- félagsgeðþjónustu við þá sem þjást af alvarlegum geðröskunum og eru í tíðum innlögnum á geðdeildir, svo og aðstandendur þeirra. Teymið er viðbót við þau úrræði sem göngu- deildir geðsviðs veita og við geð- teymi sem fyrir eru á vegum Vel- ferðarsviðs og Heilsugæslu. „Þetta er ekki sparnaðarúrræði þar sem verið er að veita ódýrari þjónustu fyrir dýrari, heldur er einungis verið að svara þörfinni úti í samfélaginu og breyta áherslum. Við erum enn langt á eftir öðrum þjóðum í þessu efni, sem sum hver hafa þróað þjónustu af þessu tagi í þrjátíu ár.“ Spurð hvort vissa sé fyrir því að fólk vilji að fagfólk fylgi því eftir inn á heimili þess segir Guðbjörg Sveinsdóttir teymisstjóri að lang- flestir vilji fá stuðning til þess að auka lífsgæði sín, getu og færni til að virka sem best í samfélaginu. „Eitt af meginhlutverkum okkar er að tengja fólkið við þann stuðn- ing sem er fyrir hendi úti í sam- félaginu, hvort sem það er hjá velferðarsviði eða frjálsum félaga- samtökum og þá að sleppa hend- inni af fólki. Við erum ekki að gera þetta fyrir fólkið heldur með því, og aðstoða það við að ná tökum á daglegu lífi sínu. Ég hef ekki hitt neinn sem ekki vill það. En þessa samvinnu þarf fyrst og fremst að byggja á trausti. Aðstandendum er einnig boðin aðstoð og þeir eru oft ekki síður í þörf fyrir hana.“ Þegar beiðni berst teyminu er hún tekin fyrir á fundi, að sögn Guðbjargar. Sé tekin ákvörðun um aðkomu að málinu er haft sam- band við þann sem sendir beiðn- ina og síðan heimsækir fagfólk úr teyminu þann sem á aðstoð þarf að halda. Viðkomandi er gerð grein fyrir starfseminni og boðin aðstoð. jss@frettabladid.is SAMFÉLAGSGEÐTEYMIÐ Þau eru hluti af hópnum frá vinstri: María Einisdóttir staðgengill framkvæmdastjóra geðsviðs LSH, Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði, Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Magnús Haraldsson geðlæknir og Auður Árnadóttir sjúkraliði. FRETTABLADID/STEFÁN Hjálpa geðsjúkum að ná tökum á lífi sínu Nýtt geðteymi sem heyrir undir geðsvið Landspítala tekur til starfa nú um mánaðamótin. Hlutverk þess verður að aðstoða fólk sem þjáist af geðröskunum og aðstandendur þeirra. Ekki sparnaðarúrræði, segir starfsfólk teymisins. KÍNA, AP Fjórir yfirmenn ástr- alska fyrirtækisins Rio Tinto í Kína fengu sjö til fjórtán ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og aðra spillingu, sem kínversk- ur dómstóll segir að hafi valdið kínverskum stáliðnaði alvarlegu tjóni. Meðal hinna dæmdu er Ástr- alinn Stern Hu, sem fékk tíu ára fangelsi. Áströlsk stjórnvöld hafa mótmælt dómnum, segja hann alltof harðan. Hinir þrír eru Kínverjar og fengu þeir sjö, átta og fjórtán ára fangelsisdóma. Fyrirtækið Rio Tinto er með starfsemi víða um heim, meðal annars í álframleiðslu hér á landi. - gb Yfirmenn Rio Tinto dæmdir: Sakfelldir fyrir mútuþægni ÁSTRALAR MÓTMÆLA Ræðismaður Ástralíu í Kína ræðir við fjölmiðla. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN Sölvi Sveinsson hefur verið ráðinn skólastjóri Landa- kotsskóla. Hann segir stefnuna að fjölga nemend- um skólans úr 120 í 170 haustið 2011. Það verði gert með kynn- ingarátaki í góðri samvinnu við foreldra. „Skólinn stendur á göml- um grunni og hann nýtur sér- stöðu, þar er til dæmis meiri tungumálakennsla en í öðrum skólum, meiri áhersla á íslensku og stærðfræði og góð aðstaða til listakennslu,“ segir Sölvi. Hann var skólastjóri Verslun- arskóla Íslands 2005 til 2008 og skólastjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla frá 1997 til 2005. - sbt Nýr stjóri hjá Landakotsskóla: Vill fjölga nem- endum skólans SÖLVI SVEINSSON FME veitir starfsleyfi Arctica Finance hefur fengið starfsleyfi hjá Fjármálaeftirlitinu (FME). Fyrirtæk- ið sinnir óháðri fyrirtækjaráðgjöf. „Reynsla okkar sýnir að eftirspurn er eftir ráðgjöf í tengslum við fjárhags- lega endurskipulagningu fyrirtækja,“ er í tilkynningu haft eftir Stefáni Þór Bjarnasyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Sóttu grænlenskan sjómann Þyrla Landhelgisgæslu Íslands sótti í gærkvöldi slasaðan sjómann um borð í grænlenskan togara um 20 sjómílur frá landi. Maðurinn hafði misst framan af fingri og taldi læknir þörf á að koma honum sem fyrst undir læknishendur. LÖGREGLUMÁL UTANRÍKISMÁL Óþolandi og óviðeigandi er í samskiptum vinaríkja að til séu leyniskýrsl- ur um íslenska stjórnmálamenn og ekki síður að þær séu varðveittar með þeim hætti að þær leki ítrekað í fjölmiðla. Svo segir utanríkisráðherra, Össur Skarp- héðinsson, um bandarískar skýrslur sem birt- ust um hann, Jóhönnu Sigurðardóttir forsæt- isráðherra og Albert Jónsson sendiherra á vef Wikileaks í gær. „Þetta er í annað skipti sem þetta gerist og það þýðir að menn hafa varann á sér í sam- skiptum við utanríkisþjónustur sem haga sér með þessum hætti,“ segir Össur. Æðsti yfirmaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi hafi verið boðaður á fund með ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins þar sem þessu var mótmælt. Fulltrúi Bandaríkja- manna hafi ekki getað skýrt lekann, en svo virðist sem upplýsingarnar hafi ekki komið úr sendiráðinu við Laufásveg. „Þetta er alveg með ein- dæmum, ekki síst í ljósi þess að skýrslur sem menn vilja fá birtar, um nafngreinda Íslendinga, þær fást ekki birtar,“ segir hann og vísar þar til beiðni ráðuneyt- isins um að Bandaríkjamenn leyfi fjölskyldu Halldórs Laxness að sjá leyniskjöl um hann. Í Wikileaks-skjölunum segir að Albert Jóns- son, þáverandi sendiherra í Washington, hafi mótmælt því sem hann hafi talið ófullnægj- andi útskýringar Bandaríkjamanna á fanga- flugi CIA í íslenskri landhelgi. Samt hafi hann unnið að því með bandarískum diplómötum að gera lítið úr fangafluginu opinberlega. Um þetta segir Össur: „Ég geri ráð fyrir því að Albert Jónsson, aðalræðismaður okkar í Færeyjum, hafi ekki gert neitt sem hann var ekki beðinn um af þáverandi yfirboðurum sínum, og hafi því ekki brotið nein fyrirmæli.“ - kóþ Utanríkisráðherra telur ekki að þáverandi sendiherra Íslands í Washington hafi brotið fyrirmæli: Skýrslur Bandaríkjamanna óþolandi ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.