Fréttablaðið - 30.03.2010, Side 6

Fréttablaðið - 30.03.2010, Side 6
6 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Allt í matarkörfuna - Fjöldi annarra tilboða alla daga Lambahryggur kryddað 1.438 kr/kg uda 26% ostur Góður Kostur ga Bestukaupin Mjólk 75 kr/L osið, frá Kosti 975 kr/kg alæri á Kosti 1.238 kr/kg -30% afsláttur 31. mars Miðvikud. 11-20 1. apríl Skírdagur 12-18 2. apríl Föstud. langi Lokað 3. apríl Laugardagur 10-18 4. apríl Páskadagur Lokað 5. apríl Annar í páskum 12-18 T ilb o ð in g ild a til 5 . a p ril e ð a á m e ð a n b irg ð ir e n d a st RÚSSLAND, AP „Við munum halda áfram að berjast gegn hryðju- verkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. Fyrri sprengjan sprakk rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun á lestarstöðinni Lúbjanka, sem er undir höfuðstöðvum leyniþjón- ustunnar FSB, arftaka hinnar ill- ræmdu KGB. Seinni sprengingin varð um 45 mínútum síðar á lestarstöðinni Park Kúltúrí, sem er skammt frá hinum þekkta Gorkígarði í Moskvu. Báðar sprengjurnar sprungu þegar lest var nýkomin á stöðina og dyrnar voru að opnast. „Ég heyrði sprengingu, sneri höfðinu og reykur var alls staðar. Fólkið hljóp öskrandi að útgöngu- leiðunum,“ sagði Alexander Vak- ulov, 24 ára maður sem var á Park Kúltúrí-stöðinni í lest á öðrum brautarpalli gegnt þeim sem varð fyrir árásinni. Bæði Vladimír Pútín forseti og Dmitrí Medvedev forsætisráð- herra höfðu í gær stór orð um að refsa tsjetsjensku uppreisnarhóp- unum, sem taldir eru bera ábyrgð á árásinni. Pútín sagði að hryðjuverka- mönnunum yrði hreinlega tortímt og Medvedev sagði að baráttunni gegn hryðjuverkamönnum yrði haldið áfram þar til yfir lyki. Hvorugur þeirra nefndi þó neitt ákveðið um væntanleg viðbrögð stjórnvalda. Rússneski herinn vann að mestu sigur á uppreisnarsveitum Tsjet- sjena með þungum árásum í stríði fyrir um það bil áratug, en síðan hafa uppreisnarhópar engu síður gengið lausum hala í fjallahéruð- um og skóglendi Tsjetsjeníu þrátt fyrir að stjórn héraðsins hafi verið vinveitt Moskvustjórn. Lestarstöðvarnar tvær í Moskvu voru opnaðar á ný um fjögurleytið. Einu ummerki atburða dagsins voru göt eftir sprengjubrot á veggjum stöðv- anna. Vegfarendur voru þó varir um sig fyrst í stað. „Þetta er skelfilegt,“ sagði einn þeirra, sextán ára piltur að nafni Vasilí Vlastinin. „Það er orðið hættulegt að taka jarðlestirnar, en ég held samt áfram að ferð- ast með þeim. Maður þarf ein- hvern veginn að komast í skóla eða vinnu.“ gudsteinn@frettabladid.is Pútín og Medvedev boða stríðsaðgerðir Nærri 40 manns fórust og 60 særðust þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp á tveimur neðanjarðarstöðum í Moskvu. Grunurinn beindist strax að tsjetsjensk- um skæruliðum sem nýlega hótuðu Rússum stríðsaðgerðum í borgum landsins. ERFIÐ BIÐ Særðir farþegar bíða aðstoðar á Park Kúltúrí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÖNGÞVEITI Læknar og björgunarfólk aðstoða særðan mann fyrir utan lestarstöðina Park Kúltúrí í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN NORÐURLAND Yfir 300 útlendingar sóttu um tvær sjálfboðaliðastöð- ur á Selasetrinu á Hvammstanga. Mikill áhugi kom starfsfólki Sela- setursins á óvart. Í sumar verða þar átta manns í fullu starfi, að því er segir á nordurland.is. Sjálfboðaliðarnir vinna við norðurslóðaverkefnið Wild North sem hefur það að markmiði að vernda villta dýrastofna fyrir neikvæðum áhrifum aukinnar ferðamennsku. Verkefnið er sam- starfsverkefni Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja. Sjálfboðaliðastarf fyrir norðan: 300 sóttu um starf á Selasetri ÍRLAND, AP Í nýrri bók um átökin á Norður-Írlandi er því haldið fram að Gerry Adams, leiðtogi stjórn- málasamtakanna Sinn Fein, hafi framan af verið í fremstu röð for- ystumanna Írska lýðveldishersins, IRA. Bókin nefnist „Raddir úr gröf- inni“ og er eftir norðurírska blaða- manninn Ed Maloney. Stærstur hluti hennar er byggður á viðtöl- um við Brendan Hughes, sem var félagi Adams í IRA þegar borgara- stríð braust út á Norður-Írlandi árið 1969. Viðtölin við Hughes voru tekin á árunum 2001 og 2002, en hann lést árið 2008, 59 ára að aldri. Í b ók i n n i viðurkennir H u g h e s a ð hafa stundað skotárásir, sprengjuárásir og bankarán á áttunda og níunda áratugnum. Adams hafi jafnan verið með í ráðum. Hann gagn- rýnir Adams harðlega fyrir að láta sem hann hafi hvergi komið nærri. „Ég framkvæmdi aldrei nein stærri verk nema með sam- þykki eða skipun frá Gerry,“ segir Hughes. „Að hann skuli nú sitja á flottri skrifstofu og neita þessu, ég meina það væri eins og Hitler héldi því fram að helförin hafi aldrei átt sér stað.“ Þótt Adams hafi jafnan neit- að því að hafa tekið þátt í störf- um IRA hafa sérfræðingar í sögu IRA og Sinn Fein aldrei efast um að hann hafi verið háttsettur yfir- maður IRA. - gb Ásakanir á hendur Gerry Adams í nýrri bók um borgarastríðið á Norður-Írlandi: Sagður einn höfuðpauranna GERRY ADAMS Ertu ánægð(ur) með eigenda- skiptin á DV? Já 70,8 Nei 29,2 SPURNING DAGSINS Í DAG: Er það illa gert, að líkja kjörn- um fulltrúum við ferfætlinga? Segðu skoðun þína á Vísi.is EFNAHAGSMÁL Ef meirihluti rík- isstjórnarinnar á Alþingi er of veikur til að hrinda aðgerðum í framkvæmd verður að fá stjórn- arandstöðuna með að samninga- borðinu, ásamt stjórninni, atvinnu- rekendum og ASÍ, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Á fundi formanna og varafor- manna allra 53 aðildarfélaga ASÍ sem fram fór í gær kom fram að langlundargeð og þolinmæði verkalýðshreyfingarinnar gagn- vart stöðunni í atvinnumálunum væri á þrotum, segir Gylfi. Hann gagnrýnir harðlega samstöðuleysi um aðgerðir sem kveðið sé á um í stöðugleika- sáttmálanum á Alþingi. Eins og fram hefur komið hafa Samtök atvinnulífsins (SA) sagt upp stöðugleikasátt- málanum, sem stjórnvöld, ASÍ og SA gerðu með sér. Gylfi segir formenn aðildarfélaga ASÍ hafa verið harðorða í garð SA fyrir upp- sögn sáttmálans, sér í lagi þar sem það hafi verið gert með hagsmuni útgerðarmanna að leiðarljósi. Vandamálin sem lagt var upp með að leysa eru fráleitt úr sög- unni, og ekki hægt að leysa þau með því að hlaupast frá þeim, segir Gylfi. Úr því að samskipti stjórn- valda við atvinnurekendur séu í þessum fasa þurfi að leita nýrra leiða, dugi stöðugleikasáttmálinn ekki verði að finna eitthvað nýtt. Séu SA ekki tilbúin til að standa við stöðugleikasáttmálann eða koma með öðrum hætti að lausn þeirra vandamála sem nú blasi við er ekki annað í stöðunni en að þær launahækkanir sem ASÍ féllst á að frysta komi til framkvæmda, segir Gylfi. - bj Forseti ASÍ gagnrýnir samstöðuleysi á Alþingi og segir þolinmæðina á þrotum: Vill stjórnarandstöðuna að borðinu GYLFI ARNBJÖRNSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.