Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 30.03.2010, Qupperneq 10
10 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR KANÍNUSLAGUR Á heitum vordegi skammt frá Frankfurt í Þýskalandi mættust tvær kanínur á grasvelli, og vildi hvorug gefa eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNING Þúsundir manna bjuggu í braggahverfum í Reykjavík í síðari heimsstyrjöld og fyrstu áratugina eftir stríð. Íbúar hverf- anna sættu oft og tíðum neikvæðum viðbrögðum umhverfisins og voru stimpl- aðir af samfé- laginu, ein- göngu vegna búsetu sinnar. Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur mun í hádeginu skoða þessa sögu og velta því fyrir sér hvernig þessi dómur sögunnar yfir braggabúum hefur birst og hvort breytingar hafi orðið á þessum viðhorfum á seinni árum. Fyrirlestur Eggerts, sem er á vegum Sagnfræðingafé- lagsins, verður í Þjóðminjasafn- inu og hefst klukkan 12.05. - kóp Þúsundir í bröggum eftir stríð: Braggabúar voru stimplaðir EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON FRÉTTASKÝRING Er ríkisstjórnin að falla? STJÓRNMÁL Hún lét ekki mikið yfir sér, hjáseta Atla Gíslasonar, þegar atkvæði voru greidd um hvort setja ætti lög á verkfall flugvirkja. Og þó, viðstaddir sáu að hún virkaði illa á suma þingmenn Samfylkingarinnar. Einn þeirra varð hávær í þingsal, hrópaði segja sumir, í átt að ráðherrum Vinstri grænna. Hjásetan var í sjálfu sér ekki stórmál, en hún var kornið sem fyllti mælinn hjá Samfylkingunni. Þar á bæ hafa menn lengi býsnast yfir því að illa hafi gengið að ná þingflokki samstarfsflokksins til að ganga í takt. Í erfiðum málum hafi hluti hans ekki staðið með stjórninni. Hjásetan blés í kergju Samfylk- ingarfólks sem varð að þessum orðum Jóhönnu Sigurðardóttur: „Hoppandi meirihlutar á Alþingi duga skammt við aðstæður eins og okkar þjóð er í nú og of mikil orka og tími fer í að smala þeim saman og ná málum í gegn. Ein flokks- systir okkar orðaði þetta ágæt- lega þegar hún sagði að þetta væri „eins og að smala köttum“. Þykjast sumir sjá að sú flokkssystir hafi verið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður. Kyndugt kvöldverðarboð Heimildarmönnum Fréttablaðsins ber saman um að skilaboð forsætisráðherra hafi ekki síst verið inn í eigin flokk. Síðustu daga hafa margar sennurnar verið teknar í hliðarherbergjum Alþingis og ljóst að þolinmæði sumra var á þrotum gagnvart samstarfsflokknum. Ræðan fór vel í flokksstjórnina og hefur að sögn hleypt nýju lífi í flokksmenn. Það er kaldhæðnislegt að sama dag og ræðan var haldin hitt- ust ríkisstjórn og makar í fyrsta kvöldverðarboðinu. Reynt hefur verið um nokkra hríð að halda slíka samkomu, en tókst ekki fyrr en á laugardag. Stemningin var eilítið undarleg í Ráðherrabú- staðnum, þegar sest var til borðs og skötuselurinn snæddur. Ræðan var þó ekki eitt af umræðuefnum kvöldsins. Jákvæður fundur Vel má vera að ræða Jóhönnu hafi styrkt Samfylkingarfólk í trúnni, en hún fór misvel í VG-liða, svo ekki sé meira sagt. Hafi kergjan verið Samfylkingarmegin fyrir ræðuna var hún VG-megin eftir hana. Miklar skeytasendingar fóru af stað á milli þingmanna og æðstu stjórnenda og sýndist sitt hverjum. Ákveðið var, að ósk Jóns Bjarna- sonar, að ræða málið á þingflokks- fundi í gær. Gagnrýnt var, af sumum, að Jóhanna hefði með ræðu sinni kall- að eftir stjórnunarstíl sem væri vart boðlegur; tilskipanir að ofan sem allir hlaupa eftir. Þá fór illa í suma þingmenn hvernig tilkynnt var um að ákveðinn fjöldi ríkis- stofnana yrði lagður niður. Almennt var litið á fundinn sem jákvæðan, þegar upp var staðið. Hann var hreinskiptinn en heim- ildarmönnum Fréttablaðsins ber saman um að menn hafi komið jákvæðir út af honum og engan bil- bug sé á þeim að finna hvað varðar stjórnarsamstarf. Átakafletir Fram undan eru stjórnkerfisbreyt- ingar, en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu. Þar er kveðið á um nýtt atvinnuvegaráðuneyti, en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, hefur lýst sig mótfallinn þeim breytingum. Heimildarmenn innan Samfylk- ingarinnar kvörtuðu yfir því; ekki væri tækt að vinna gegn stjórnar- sáttmálanum. Það ætti raunar líka við um málefni Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og ýmsar yfirlýsingar í húsnæðismálum. Á móti kvarta margir VG-liðar yfir að þeir fórni of miklu af eigin stefnu og sannfæringu í stjórnar- samstarfinu. Þá eigi orðfæri sumra ráðamanna samstarfsflokksins meira skylt við tungutak Viðskipta- ráðs en vinstri flokks. Samhentir formenn Ljóst er að stjórnin springur ekki við þennan hvell. Jafnljóst er þó að þolinmæðin er ekki mikil, á hvorn bóginn sem er. Of mikill metingur þykir í þeim sem tjá sig um stjórn- arsamstarfið og of lítið talað saman út á við. Samstarf formanna flokkanna, Jóhönnu og Steingríms J. Sigfús- sonar, er með ágætum og á milli þeirra ríkir traust. Þau hreyfa sig að sögn varla án þess að tala hvort við annað. Formenn og varaformenn flokk- anna hittust á sunnudag og vel fór á með þeim. Þrátt fyrir góðan vilja þeirra og jákvæðni að þingflokks- fundi loknum, er hins vegar ljóst að erfið mál eru fram undan sem reyna munu á samstöðuna. kolbeinn@frettabladid.is Kergjan varð að köttum Kergja Samfylkingarfólks vegna óróa í Vinstri grænum braust út í samlíkingu forsætisráðherra um ketti sem erfitt er að smala. Málið var rætt á þingflokks- fundi VG. Ræðan hreinsaði andrúmsloftið hjá Samfylkingunni. Dalshrauni 13, Hafnarfi rði - sími 578 9700 TILBOÐ HELGARINNAR Páskalambið: lambalæri fyllt með fersku pesto og brauðteningum Grísa hamborgarahryggur Páska desertinn: ekta frönsk súkkulaðimús Lamba innralæri ferskt og kryddað Minnum svo á úrval forrétta og deserta. LÍNUDANS Ríkisstjórnin er talin munu lifa af hvellinn sem varð við nýlega samlíkingu forsætisráðherra þar sem smölun katta kom við sögu. Um leið liggur fyrir að grunnt er á því góða í stjórnarsamstarfinu og þolinmæði ekki mikil, sama til hvors stjórnarflokks- ins er horft. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND DÓMSMÁL Veitingamenn í nektar- geiranum ætla að krefjast skaða- bóta af ríkinu vegna nýrra laga sem banna nektardans. Davíð Steingrímsson, sem rekur Vegas, segir engan vafa á þessu: „Ég hef ekki brotið nein lög eða reglur og hef fjárfest og stólað á að geta rekið staðinn til 2013, þegar gildandi rekstrarleyfi rennur út.“ Nýju lögin taka gildi 1. júlí. Grétar Ingi Berndsen, sem rekur Óðal, er á sama máli: „Ég er með leyfi til loka árs 2011 sem er tekið úr sambandi og væntanlega verða bætur fyrir það.“ Jafnframt íhuga þeir báðir hvor t k æra skuli þingkon- una Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur fyrir meiðyrði, en hún hefur meðal annars sagt að rekstri nektar- staða fylgi jafn- an skipulögð glæpastarfsemi og mansal. Ásgeir Davíðsson, eigandi veit- ingastaðarins Goldfinger, hefur ekki ákveðið hvort hann fer í skaðabótamál gegn ríkinu, en telur sinn skaða geta numið allt að 800 milljónum króna. Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að tvær allsherj- arnefndir hafi skoðað málið og allir þingmenn séu meira og minna sammála um það: „Þingið setur oft lög sem breyta því sem var áður. Ef menn telja sig eiga rétt á skaðabótum þá verða þeir bara að láta reyna á það.“ Farið hafi verið rækilega yfir málið með tilliti til skaðabótaskyldu. - kóþ Eigendur Goldfinger, Óðals og Vegas ósáttir við lög gegn nektardansi: Veitingamenn krefjast bóta GRÉTAR INGI BERNDSEN Meðal tólf bestu í heimi Bókaverslunin Mál og menning við Laugaveg er á lista yfir tólf bestu bókabúðir heims. Listinn er tekinn saman af danska blaðinu Berlingske Tidende. Á listanum eru heims- þekktar bókaverslanir á borð við Hatchhards í Lundúnum, The Mysteri- ous Bookshop í New York og Cathach í Dublin. VERSLUN Sorpa frestar gjaldtöku Sorpa ákvað í gær að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi á þessu ári. Íbúum höfuðborgarsvæðis- ins verða jafnframt kynntar leiðir til að draga úr umfangi garðaúrgangs. UMHVERFISMÁL Hafa áhyggjur af ímyndinni Ísraelar hafa nokkrar áhyggjur af ímynd þjóðar sinnar ef marka má nýja skoðanakönnun. Nær helmingur aðspurðra telur ímyndina hafa versn- að eftir deilu landsins við Bandaríkin um byggingu nýrra húsa í austurhluta Jerúsalem. ÍSRAEL BÚRMA, AP Lýðræðishreyfingin í Búrma ætlar ekki að bjóða fram í þingkosningum, sem herforingja- stjórnin hefur boðað til síðar í ár. Hreyfingin segir greinilegt að kosningarnar verði ekki lýðræð- islegar. Þetta verða fyrstu þing- kosningar í landinu í tvo áratugi. Herforingjastjórnin hefur lagt ríka áherslu á að stjórnarand- stæðingar gæti hófs í baráttunni. Leiðtogi Lýðræðishreyfingar- innar, Aung San Suu Kyi, hefur verið í stofufangelsi meira og minna síðan 1990. - gb Óttast lýðræðishalla í Búrma: Aung San Suu Kyi ekki fram

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.