Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 12
 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR 24 þúsund kr. inneign fylgir þessum síma. Alvöru GSM símar á frábæru tilboði á ring.is. E N N E M M / S ÍA / N M 4 15 8 5 LG Viewty Eftirstöðvum dreift á 12 mánuði.* 2.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreiðsluverð: 29.900 kr. Útborgun 0 kr. Athugið að inneign í símatilboðum virkjar ekki vinaafslátt Ring. *Greiðsludreifingargjald 250 kr. á mánuði. KAUPA UKI 2x bíó 2x Dom ino's 2x Ser rano SJÁVARÚTVEGUR Áframhaldandi hvalveiðar eru þjóðhagslega hag- kvæmar en þær þarf að endurmeta ef síðar kemur í ljós að þær hafi verulega neikvæð áhrif á ferða- þjónustu, virði umhverfisgæða og ímynd Íslands. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Hagfræðistofnun- ar Háskóla Íslands um þjóðhags- leg áhrif hvalveiða, sem var kynnt í gær. Skýrslan var unnin fyrir land- búnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytið. Í henni er rakið umfang og þróun hvalveiða við Ísland, efnahagslegt gildi þeirra, áhrif á helstu nytjastofna og á ferðaþjón- ustu, umhverfisgæði og ímynd landsins. Opinberar upplýsingar liggja ekki fyrir um þýðingu hvalveiða fyrir þjóðarbúið á liðnum árum en samkvæmt upplýsingum frá Hval hf. og hrefnuveiðimönnum gætu 80 til 90 ársverk fallið til við veið- ar og vinnslu á 150 langreyðum og jafnmörgum hrefnum. Launa- kostnaður við veiðar á 150 lang- reyðum er áætlaður 750 milljón- ir króna og telja skýrsluhöfundar að virðisauki þeirra gæti orðið að minnsta kosti jafnmikill. Tap var á hrefnuveiðum í fyrra að teknu tilliti til afskrifta og fjár- magnsliða og allar afurðir voru seldar innanlands. Ef gert er ráð fyrir að hægt sé að selja hluta afurðanna utanlands telja skýrslu- höfundar að virðisauki af veiðum á 150 hrefnum gæti numið 270 millj- ónum króna. Samanlagður virðis- auki af veiðum á 150 langreyðum og 150 hrefnum gæti því orðið um einn milljarður króna. Í skýrslunni er einnig lagt mat á áhrif hvalveiða á helstu nytja- stofna. Niðurstaðan er sú að ef veiddar væru 150 hrefnur og 150 langreyðar væri hægt að auka afla á þorski, ýsu og loðnu umtalsvert. Verðmæti þess umframafla gæti numið 12,1 milljarði króna á verð- lagi dagsins í dag. Tölur yfir fjölda ferðamanna gefa ekki til kynna að hvalveið- ar síðustu ára hafi haft marktæk áhrif á komur þeirra til landsins. Ekki var þó hægt að meta til fjár áhrif hvalveiða á virði umhverfis- gæða eða á ímynd Íslands í öðrum löndum. Mikilvægt sé að kanna þau frekar, segir í skýrslunni. bergsteinn@frettabladid.is Hagkvæmt að halda hvalveiðum áfram Hvalveiðar eru þjóðhagslega hagkvæmar þótt tap hafi verið á hrefnuveiðum í fyrra, segir í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar. Veiðar hafa ekki haft mælanleg áhrif á ferðaþjónustu en gæta þarf að hugsanlegum áhrifum á ímynd landsins. Í HVALSTÖÐINNI Ef veiddar væru 150 hrefnur og 150 langreyðar mætti auka afla á þorski, ýsu og loðnu, segir í nýrri skýrslu um hvalveiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.